Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 4
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR4 Auglýsing fyrir samstarfsverkefni Össurar og Nike hefur ekki verið og verður ekki sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum, ólíkt því sem sagði í Fréttablaðinu í gær. Hún er aðeins aðgengileg á netinu. LEIÐRÉTT VIÐSKIPTI Lán frá Hugverkasjóði, Sólarsjóði og Styrktarsjóði eru færð í bókhaldi Baugs Group í árs- lok 2008 og ársbyrjun 2009, sam- kvæmt upplýsingum frá Erlendi Gíslasyni, skiptastjóra Baugs. Fjallað er um lánveitingarnar í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þrotabús Baugs gegn þrotabúi SPRON til riftunar á 100 milljóna króna greiðslu Baugs til SPRON á árinu 2008. Krafan um riftun er gerð á þeirri forsendu að Baugur hafi verið orðinn ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Erlendur segir að greiðslurnar hafi verið skráðar sem lán. Sú hæsta hafi verið innan við 10 millj- ónir króna. Hann bætir því við að færslurnar úr sjóðunum hafi í öllum tilfellum verið greiddar til baka mjög fljótlega aftur. Þótt talið hafi verið að umrædd lán Baugs frá styrktarfélögunum hafi verið ólögmæt voru þau ekki tilkynnt til lögreglunnar. Erlend- ur segir að ástæðan sé sú að lánin hafi verið greidd til baka í öllum tilfellum. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrr- verandi stjórnarformaður og helsti eigandi Baugs, segir að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að Baugur hafi verið gjaldfær þvert á það sem skiptastjóri Baugs haldi fram. Jón Ásgeir segir að Baugur hafi lagt út ákveðinn kostnað fyrir Sólarsjóðinn við stofnun, til dæmis hönnun heimasíðu. „Sjóðurinn var stofnaður með 100 milljóna framlagi frá eigin- konu minni og mér. Engin rýrnun hefur orðið á því fé. Þvert á móti hefur sjóðurinn vaxið og dafnað,“ segir Jón Ásgeir og bendir á árs- reikning frá árinu 2010. Þar kemur fram að Sólarsjóður hafi átt 125 milljónir í lok árs. - jhh Baugur Group fékk að sögn skiptastjóra lán úr þremur styrktarsjóðum sem talið er að hafi verið ólögmæt: Deilt um hvort Baugur Group var gjaldfær SJÓÐUR Sólarsjóðurinn var stofnaður með 100 milljóna fjárframlagi og hefur vaxið, ekki rýrnað, segir Jón Ásgeir Jóhannesson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörð- um króna á árinu 2011. Tap bank- ans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 millj- arðar danskra króna. 1,9 milljarð- ar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigend- um, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neyslu- vísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leið- rétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnað- ur FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvar- ar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrif- aðir á síðasta ári. Samkvæmt upp- lýsingum frá Seðlabankanum drag- ast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efna- hagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjald- daga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðs- ins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrn- unina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagn- aður bankans af Axcel III sjóðn- um yrði á bilinu 15,3-32,7 millj- arðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söl- una á FIH gangi upp þarf hagnað- ur FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðs- ins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Stefnir í tugmilljarðatap Seðlabanka vegna FIH FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörð- um í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. SEÐLABANKASTJÓRI Seljendalánið er vistað inni í Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélagi Seðlabankans. Már Guðmundsson er stjórnarformaður ESÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FIH bankinn var í eigu Kaupþings fyrir bankahrun. Öll hlutabréf hans voru sett að veði fyrir 500 milljóna evra (81 milljarðs króna) neyðarláni frá Seðla- banka Íslands 6. október 2008. Lánið átti upphaflega að vera til fjögurra daga. Áður en það endurgreiddist féll Kaupþing og Seðlabankinn gekk að veðinu. Seðlabankinn hefur einungis endurheimt um helming þeirrar fjárhæðar sem hann lánaði enn sem komið er. Matsfyrirtækið Moody’s lækkaði í október síðastliðnum lánshæfiseinkunn FIH úr Ba2 í B1 með neikvæðum horfum. Við það færðist bankinn neðar í hinum svokallaða ruslflokki auk þess sem hann er á athugunarlista Moody’s. Matsfyrirtækið hefur áhyggjur af því að hann geti ekki endurfjármagnað um 1.100 milljarða króna lán og ábyrgðir á skuldabréfum sem hann fékk frá danska ríkinu sem hluta af björgunarpakka þess fyrir þarlent fjármálakerfi. Lánin og skuldabréfin eru á gjalddaga frá ágúst 2012 til júní 2013. Heildar- eignir bankans nema 1.836 milljörðum króna. Tóku FIH sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° -6° -7° -1° -4° -8° -2° -2° 18° 0° 8° 3° 22° -10° -2° 13° -3°Á MORGUN 8-13 m/s en víðar hvassara síðdegis. MÁNUDAGUR 5-10 m/s en 8-15 N-til. 2 -1 2 0 1 2 -2 2 4 5 3 6 7 8 8 7 9 7 8 5 8 8 4 4 5 6 6 2 2 3 3 5 STÖKU ÉL VESTRA Fínasta veður á landinu í dag en hins vegar nálgast okkur lægð úr suðvestri og í kvöld verður komin stíf sunnanátt sunnan og vestan til og þykknar upp. Slydda í fyrstu og síðan rigning í nótt með heldur hlýnandi veðri til morguns. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 10.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,9666 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,90 122,48 192,94 193,88 161,55 162,45 21,733 21,861 21,165 21,289 18,316 18,424 1,5674 1,5766 189,10 190,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Aðalfundur FEB árið 2012 Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn föstudaginn 17. febrúar nk. í félags- heimilinu að Stangahyl 4. Dagskrá fundarins verður í aðalatriðum sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011. 2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins fyrir árið 2011. 3. Tillaga um lagabreytingar og greidd atkvæði um þær. 4. Kosning fimm aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn. - Kaffihlé. 5. Umræður og afgreiðsla tillagna og ályktana. 6. Úrslit kosninga kynnt. 7. Önnur mál. Fundurinn verður, sem fyrr segir, föstudaginn 17. febrúar og hefst kl. 13:00 en húsið opnar kl. 12:30. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér félagsskírteini fyrir árið 2011. Stjórnin. LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru stöðvaðir í nótt þegar þeir reyndu að lauma sér um borð í skip í Sundahöfn. Mennirnir eru erlendir hælisleitendur. Lögregla var kvödd á staðinn og handtók hún mennina. Þeir gistu fanga- geymslur og voru yfirheyrðir í gær með aðstoð túlka. Skipið var á leið til Kanada og ætluðu mennirnir að komast þang- að sem laumufarþegar. Slík sigling tekur nokkra daga en mennirnir voru illa nestaðir, einungis með poka af döðlum og hnetum. Þeir munu áður hafa gert mislukkaða tilraun af þessu tagi. - sh Tveir gripnir í Sundahöfn: Vildu laumast af landi brott STJÓRNSÝSLA Umhverfisráðu- neytið þarf að tryggja að eftirlit með framkvæmd skuldbindandi þjónustusamninga sé í samræmi við ákvæði þeirra. Þá þarf ráðu- neytið að tengja greiðslur til viðsemjenda við frammistöðu þeirra og bæta yfirferð upplýs- inga sem frá þeim berast. Þetta er mat ríkisendurskoð- unar eftir úttekt á öllum gild- andi þjónustusamningum sem ráðuneytið hefur gert við aðila utan ríkisins. Þeir eru við Skóg- ræktarfélag Íslands og Heklu- skóga. Eftirlit hefur að mestu verið í samræmi við ákvæði samninganna að mati ríkisend- urskoðunar. - sv Tveir samningar skoðaðir: Þarf að tryggja betra eftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.