Fréttablaðið - 11.02.2012, Síða 8
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR8
1. Hvað mælist mikið fylgi við
Samstöðu, nýtt framboð Lilju
Mósesdóttur?
2. Hver verður næsti bæjarstjóri í
Kópavogi?
3. Nafn hvaða hljómsveitar ber
rauðvín sem ÁTVR vill ekki prófa
að selja?
SVÖRIN
1. Tuttugu og eitt prósent.
2. Ármann Kr. Ólafsson. 3. Motörhead.
FINNLAND Grunur leikur á að þrír
Búlgarar, sem handteknir voru
í Karleby í Finnlandi í haust,
hafi afritað bankakort þúsunda
Finna.
Þegar mennirnir voru hand-
teknir voru þeir með fjögur
afritunartæki sem voru hönn-
uð fyrir sérstaka tegund hrað-
banka.
Samkvæmt upplýsingum
finnsku lögreglunnar voru
Búlgararnir búsettir í Svíþjóð
en ferðuðust nær daglega til
ýmissa staða í Finnlandi frá júlí
til september í fyrra.
Talið er að þeir hafi afritað
kort í að minnsta kosti 25 hrað-
bönkum.
Búlgörunum tókst að taka út
tugi þúsunda evra í Bandaríkj-
unum með sviknum kortum.
- ibs
Búlgarar í svikaleiðangri:
Kort þúsunda
Finna afrituð
REYKJAVÍKURBORG Leggja þarf í
ýmsar betrumbætur í Víðidal
vegna Landsmóts hestamanna
sem þar verður haldið næsta
sumar. Borgarráð hefur samþykkt
áætlun sem felur meðal annars í
sér að tryggja öryggi landsmóts-
gesta, almennan umhverfisfrá-
gang og snyrtingar á útvistar-
svæðinu. Heimild er til að nota
allt að 23 milljónum króna í verk-
efnið.
„Skoðaðir yrðu möguleikar á að
hluti vinnunnar yrði samkvæmt
verkefninu „Til vinnu“, það er að
ráðið yrði fólk af atvinnuleysis-
skrá undir verkstjórn og verkstýr-
ingu Fáks,“ segir í greinargerð
sem lögð var fyrir borgarráð. - gar
Átak fyrir hestamannamót:
Atvinnulausir
starfi fyrir Fák
DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður
hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur
verið dæmdur í átta mánaða fang-
elsi fyrir árás á fyrrverandi sam-
býliskonu sína. Þau höfðu fyrr um
daginn slitið sambandi sínu og
var konan komin á heimili manns-
ins til að sækja eigur sínar.
Maðurinn er fundinn sekur
um að hafa hrækt framan í hana,
tekið hana hálstaki og slengt
henni í gólfið og utan í vegg. Hún
tognaði og hlaut heilahristing
og ýmsa yfirborðsáverka. Móðir
konunnar ber að hún hafi verið
óvinnufær eftir árásina, döpur
og hrædd en ekki lífsglöð eins og
áður.
Maðurinn hefur tvívegis áður
hlotið dóm fyrir líkamsárásir. - sh
Dæmdur fyrir líkamsárás:
Hrækti á konu
og barði hana
MENNING Safnaráð meinaði í gær
enskum skartgripakaupmanni að
fara úr landi með safn af skeiðum
og búningaskart úr silfri. Ráðið
tók gripina í sína vörslu og mun
nú meta menningarsögulegt gildi
þeirra.
Maðurinn starfar fyrir breska
fyrirtækið P&H Jewellers og hafði
keypt gull og silfur hér á landi til
bræðslu. „Þegar við rákum augun í
auglýsingu frá honum þá óskuðum
við eftir fundi með manninum til
að fara yfir það hvaða gripi hann
væri að fara með,“ segir Rakel
Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri
safnaráðs.
Athugunin hafi leitt í ljós að
silfurskeiðasafn, fjögur armbönd,
tvær nælur og eyrnalokkar kynnu
að teljast slík menningarverðmæti
að manninum væri óheimilt að fara
utan með góssið, enda kveða lög á
um að slíkt sé bannað.
„Nú verður óskað eftir formleg-
um umsögnum frá sérfræðingum
þar sem þeir greina gripina nánar
og athuga frá hvaða tíma þeir eru
og hversu verðmætir þeir eru fyrir
menningarsöguna,“ segir Rakel. Í
framhaldi muni safnaráð fjalla um
umsagnirnar og ákveða hvort veita
skuli leyfi til útflutnings. Rakel
segir það ekki oft hafa komið fyrir
að útflutningi sé hafnað.
Það eru hins vegar ekki bara
útlendingar sem kaupa hér gull og
silfur til bræðslu. Rakel segir að
fólk sé hrætt um að innlendir aðil-
ar hafi þegar keypt merkar minj-
ar og eyðilagt. „Það er vissulega
ástæða til að hafa áhyggjur af því
að eitthvað af okkar menningar-
auði hafi endað hér í bræðslu,“
segir hún.
Það sé hins vegar ekki Safna-
ráðs að fylgjast með því heldur
Þjóðminjasafnsins, segir Rakel.
„Ég veit að Þjóðminjasafnið hefur
verið í sambandi við gullsmiði og
átt gott samstarf við þá. Ég veit
að þau vilja treysta þessu fagfólki
til að þekkja muninn á einhverju
sem er mjög dýrmætt og öðru sem
skiptir kannski ekki mjög miklu
máli.“
Rakel segir að enn fremur sé
Safnaráð í samstarfi við tollstjóra-
embætti á landinu öllu um eftirlit
með skarti sem flutt er úr landi.
Ekki hafi hins vegar komið til
þess að tollurinn hafi stoppað neitt.
„Maður gerir ráð fyrir að það sé
alveg heilmikið sem hefur sloppið,“
segir hún. stigur@frettabladid.is
Óttast að verðmætar
minjar endi í bræðslu
Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara
með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar
minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis.
MISVERÐMÆTT Sumt skartið sem maðurinn hugðist flytja úr landi reyndist ekki hafa
menningarsögulegt gildi og var honum leyft að flytja það hvert sem var.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?