Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2012 19
Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í
dag verður fyrir kynferðislegu
ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Evrópu-
ráðinu benda rannsóknir til þess
að eitt af hverjum fimm börnum
verði fyrir kynferðislegri áreitni
eða kynferðislegu ofbeldi á æsku-
árum sínum. Hér er um að ræða
svívirðilega glæpi sem hafa í för
með sér líkamlegar og andlegar
þjáningar fyrir börnin sem fyrir
þeim verða.
Afleiðingarnar eru öryggisleysi
og skömm, sem því miður fylgir
enn þolendum kynferðisbrota en
ætti með réttu aðeins heima hjá
þeim sem ofbeldinu beita. Brotin
fela í sér grófustu tegund mann-
réttindabrota sem ekki má láta
kyrr liggja. Sem betur fer hefur
þagnarmúrinn kringum þessa
glæpi hrunið smátt og smátt á síð-
ustu áratugum. Það er þó ekki nóg
að þolendur geti sagt frá, heldur
verður samfélagið að vera vel
vopnað í baráttunni gegn þessum
hroðaverkum.
Sögulegur samningur
Hlutur Íslands má ekki liggja
eftir í að uppræta ofbeldi gegn
börnum. Fyrir skömmu lögðum
við því fram tillögu á Alþingi
þar sem lagt var til að Íslend-
ingar fullgiltu mikilvægan Evr-
ópuráðssamning um vernd barna
gegn kynferðislegri misneytingu
og misnotkun og um leið frum-
varp að lagabreytingum til að
tryggja framkvæmd samnings-
ins. Samningurinn, sem kenndur
er við Lanzarote, var gerður árið
2007. Tilgangurinn með honum er
þríþættur:
Í fyrsta lagi er markmiðið að
koma í veg fyrir og berjast gegn
kynferðislegri misneytingu og
kynferðislegri misnotkun á börn-
um. Í öðru lagi að vernda réttindi
barna sem verða fyrir kynferðis-
legu ofbeldi. Síðast en ekki síst er
ætlunin að efla samstarf í barátt-
unni gegn kynferðislegum glæp-
um gegn börnum hjá hverri þjóð
og á alþjóðavettvangi.
Samningurinn er mjög yfir-
gripsmikill og markar tímamót.
Með honum bindast ríki böndum
í baráttunni gegn ofbeldi gegn
börnum en sú barátta getur ekki
verið bundin við landamæri. Ekki
er þó einvörðungu kveðið á um
hvaða háttsemi skuli teljast refsi-
verð heldur fjallar samningurinn
einnig um forvarnir, stuðning
fyrir börn sem hafa orðið fyrir
kynferðisofbeldi og meðferð kyn-
ferðisbrotamanna.
Ofbeldi um spjallrásir
Samningurinn leggur þannig
til leiðir til þess að berjast gegn
kynferðislegu ofbeldi gegn börn-
um í hefðbundnum skilningi en
einnig gegn barnavændi, barna-
klámi og ferðaþjónustu sem bein-
ist að kynferðislegri misnotkun
barna. Hann skapar enn fremur
grundvöll til að sporna við því
þegar fullorðnir einstaklingar
falast af ásettu ráði eftir börnum
t.d. á spjallrásum í kynferðisleg-
um tilgangi eða láta börn vísvit-
andi verða vitni að kynferðislegri
misnotkun eða kynferðislegum
athöfnum.
Samningurinn er hinn fyrsti
þar sem sett er fram krafa um að
sett verði í refsilög ákvæði gegn
misnotkun barna í ýmsum mynd-
um, þ.m.t. þegar slík misnotkun á
sér stað inni á heimili barns eða
innan fjölskyldu þess. Hann legg-
ur áherslu á forvarnir og að menn,
sem óttast að þeir geti framið eitt-
hvert þeirra brota sem lýst eru
refsiverð samkvæmt samningn-
um, geti leitað sér aðstoðar til
þess að koma í veg fyrir það. Sú
skylda er lögð á herðar aðildar-
ríkjanna að standa að vitundar-
vakningu um réttindi barna og
hvað bendi til þess að barn geti
verið þolandi ofbeldis. Jafnframt
gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir
börnin sjálf.
Refsilögsaga nær til útlanda
Samningurinn hefur enn fremur
að geyma ákvæði varðandi nýja
tegund ofbeldis eins og kynferð-
islega misneytingu og misnotkun
barna fyrir tilstilli upplýsinga- og
samskiptatækni en því hafa aðrir
alþjóðasamningar ekki tekið á.
Hann tekur einnig á framsækinn
hátt á því ógnvænlega vandamáli
sem ferðaþjónusta tengd misnotk-
un barna er með því að kveða á
um að hver samningsaðili skuli
fella undir refsilögsögu sína öll
brot sem framin eru erlendis af
ríkisborgara hans, eða einstak-
lingi sem hefur fasta búsetu á
yfirráðasvæði hans – jafnvel
þótt brotið sé ekki refsivert sam-
kvæmt lögum þess ríkis þar sem
brotið er framið.
Það er mjög brýnt að laga-
rammi ríkja sé þannig gerður að
hann veiti börnum eins ríka vernd
og hugsanlega er unnt. Í því tilliti
getur alþjóðasamstarf haft veiga-
mikil áhrif.
Samningurinn sem hér um
ræðir sker upp herör gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi gegn börnum
og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt
eftir liggja.
Sem betur fer hefur þagnarmúrinn
kringum þessa glæpi hrunið smátt og
smátt á síðustu áratugum.
Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum
Kynferðislegt
ofbeldi
Össur
Skarphéðinsson
utanríkisráðherra
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
arionbanki.is – 444 7000
Fræðslufundir og námskeið Arion banka
Fjármálafræðsla fyrir þig
Arion banki beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi og hefur bankinn staðið að fjölda námskeiða sem
þúsundir viðskiptavina hafa sótt sér að kostnaðarlausu.
Námskeið í febrúar
Meniga Þriðjudagur, 14. febrúar Háskólinn í Reykjavík
SMART markmið í fjármálum Fimmtudagur, 16. febrúar Borgartún 19
Meniga Fimmtudagur, 23. febrúar Verkmenntaskólinn á Akureyri
Greiðslur úr lífeyrissparnaði Þriðjudagur, 28. febrúar Borgartún 19
Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is eða í síma 444 7000.
Hvaða fjármálafræðslu vilt þú fá?
Sendu okkur ábendingu um það hvaða fjármálafræðslu þú vilt fá á arionbanki.is/fraedsla
Arion banki er aðalbakhjarl Stofnunar um fjármálalæsi.