Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 22

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 22
22 11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Fimmtudaginn 12. jan. sl. varð áhugaverð uppákoma í bæjar- ráði Kópavogs. Þá ákvað bæjar- ráð að hafna erindi Leikskóla- nefndar með 4 atkvæðum gegn 1. Formaður (S) og varaformað- ur bæjarráðs (VG) ákváðu án samráðs við meirihluta sinn í bæjarstjórn að sameinast minni- hlutanum (D) og hafna erindi frá meirihlutanum sem á 3 fulltrúa í Leikskólanefnd, formaður er frá VG og Sjálfstæðisflokkur á þar tvo fulltrúa. Nefndin samþykkti á fundi sínum erindi til bæjarráðs sem varðar vinnutilhögun við inn- leiðingu námsskrár á yngsta skólastiginu. Sjálfstæðismenn í bæjarráði, Gunnar Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, voru hins vegar mótfallnir erindinu og bók- uðu sérstaklega um það í fundar- gerð bæjarráðs. Þá kemur að hinu áhugaverða í þessari uppákomu. Oddviti Sam- fylkingar og formaður bæjar- ráðs, Guðríður Arnardóttir, og fulltrúi Vinstri grænna, vara- formaður bæjarráðs, Ólafur Þór Gunnarsson, ganga skyndi- lega til liðs við minnihluta bæj- arráðs, búa til meirihluta með Sjálfstæðis flokknum um þetta einstaka mál og skilja fulltrúa NæstBestaFlokksins, þann sem þetta ritar, eftir einan í minni- hluta; þar sem mér virtist erindið vera ódýrasti og skynsamlegasti kosturinn í stöðunni ákvað ég að samþykkja það. Uppákoma af þessu tagi er nokkuð sérstök en þó ekki eins- dæmi. Nokkrum sinnum hefur meirihluti bæjarráðs hafnað afgreiðslu úr nefnd frá sínum eigin meirihluta. Undirritað- ur hefur þó aldrei stundað slík vinnubrögð. Það má samt telj- ast einstakt að meirihluti verði að minnihluta með svo afgerandi hætti. Þegar fundargerð bæjarráðs frá 12/1 var tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn 24/1 ákvað fundur- inn eftir fortölur fundarmanna að vísa málinu aftur til bæjar- ráðs. Töldu þá oddviti Samfylk- ingar og Vinstri grænna að um misskilning hefði verið að ræða, báru fyrir sig þekkingar- og reynsluleysi, lögðu til að úr yrði bætt og málið tekið aftur fyrir. Meirihlutinn kom til sjálfs sín og hætti að vera í meirihluta með minnihlutanum og minnihlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð aftur að minnihluta og ákvað í þetta sinn að hafa ekki skoðun á mál- inu lengur og sat hjá. Niðurstaða er ekki fengin í erindi Leikskóla- nefndar nú fjórum vikum frá því erindið var lagt fram. Skilvirk stjórnsýsla. Meirihlutinn ræður, sagði mað- urinn og konan. Það er ábyrgð okkar og skylda að mynda starf- hæfan meirihluta í bæjarstjórn, gott og vel, en þegar vinnubrögð- in eru á þessa lund veltir maður því fyrir sér hvort það sé yfirleitt hægt eða nauðsynlegt. Uppákoman í bæjarráði 12/1 var ekki eina óvenjulega upp- ákoman þann daginn. Það kann að vera tilviljun en sama dag boðar formaður bæjarráðs, Guð- ríður Arnardóttir, fulltrúa meiri- hlutans á fund með skömmum fyrirvara. Þar tilkynnti hún að Samfylk- ingin styddi ekki lengur bæjar- stjórann og undir þetta tók odd- viti Vinstri grænna. Þá var stungið upp á því að Guðríður Arnardóttir tæki við starfi bæj- arstjóra. Málefni bæjarstjórans í þessu samhengi höfðu ekki verið rædd síðan í september á síðasta ári og þá tók oddviti Samfylking- ar af allan vafa um það að hann sæktist ekki eftir þessu embætti, þannig að þetta voru sannarlega óvænt tíðindi. Mér var nokkur vandi á höndum. Ef ég styddi ekki þessa ákvörðun væri sjálf- hætt fyrir mig í meirihlutasam- starfinu. Eftir nokkra umræðu óskaði ég eftir því að fá að ræða við mitt samstarfsfólk í Næst- BestaFlokknum áður en endan- legar ákvarðanir yrðu teknar. Næsti fundur meirihlutans var ákveðinn sunnudaginn 15. jan. Ákvörðun Samfylkingar og Vinstri grænna lá hins vegar fyrir og varð ekki haggað. Bæj- arstjórinn naut ekki stuðnings þeirra og því ljóst að ekki var meirihluti fyrir því að hann héldi áfram störfum. Það sem hins vegar var ekki tekin ákvörðun um, var hvernig skyldi að þessu staðið. Það sem gerist síðan í framhaldinu vil ég kalla hreint klúður sem Guðríður Arnardótt- ir, oddviti Samfylkingar, og Ólaf- ur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bera fulla ábyrgð á. Þau höfðu frumkvæðið og sáu um fram- kvæmdina. Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðana- tökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirrit- aður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfsíkveikja sem fulltrúar Sam- fylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. Þetta er nú rakið hér í stuttu máli til að benda á ótvíræða galla hins svokallaða meirihlutafyrir- komulags í bæjarstjórn. Mun vit- legra er að vinna að undirbúningi mála á samstarfsvettvangi allra flokka og síðan þegar kemur að afgreiðslu mála getur hver og einn bæjarfulltrúi tekið skyn- samlega og upplýsta ákvörðun og greitt atkvæði í ljósi þess. Því fylgir töluverð vinna og ábyrgð að gegna trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Eðlilegast þætti mér að deila þeirri ábyrgð til allra þeirra framboða sem hljóta kjör. Vald bæjarfulltrúa kemur frá fólkinu, íbúum bæjarins. Þeirra ábyrgð og skylda er að vinna af heilindum fyrir fólkið. Þeir verða að setja hagsmuni einstaklinga og flokka til hliðar og axla þá ábyrgð sem þeir eru kjörnir til. Meirihlutinn ræður Stjórnmál Hjálmar Hjálmarsson fulltrúi Næstbesta flokksins og forseti bæjarstjórnar í Kópavogi Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðanatökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirritaður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfs- íkveikja sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. -kr.900.verðlækkun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.