Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2012 29
Viðskiptaþing 2012
Hvers virði er
atvinnulíf?
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 á Hilton Reykjavík Nordica
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS
ICELAND CHAMBER OF COMMERCE
Skrán
ing
fer fra
m á
www.
vi.is
Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í 95 ár 1917-2012
Áætlun um
verðmætasköpun
og lífskjör
Húsið opnar kl. 13:30 og þingið er sett kl. 13:45. Kaffihlé verður kl. 14:35,
auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar í lok þings kl. 16:20.
Ræða formanns Viðskiptaráðs
Tómas Már Sigurðsson
Hvers virði er sérstaða Íslands?
Jón Sigurðsson,
forstjóri Össurar
Útnefning
heiðursfélaga
Katrín Pétursdóttir
Afhending námsstyrkja
Katrín Jakobsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra
Hvers virði er gagnaver?
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania
Hvers virði er ný flugleið?
Birkir Hólm Guðnason,
framkvæmdastjóri Icelandair
Hvers virði er hönnun?
Hugrún Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Kron
Hvers virði er makríll?
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja
náttúruperlur landsins, oft sömu
staðir sem eru til umfjöllun-
ar í áðurnefndri rammaáætlun.
Hægt er að fá nánari umfjöllun
um þá með því að smella á tákn,
fróðleikur og myndir birtast þá
á skjánum. „Okkur hefur alltaf
fundist skorta upplýsingar um
þá staði sem eru í umræðunni
sem mögulegir virkjanastaðir.
Og reyndar hefur stundum verið
eins og minnst þekkta örnefnið
sé vísvitandi valið til að villa um
fyrir fólki. Kárahnjúkavirkjun
til dæmis hefði átt að heita Snæ-
fellsvirkjun eftir mest áberandi
kennileitinu á svæðinu. En kort-
ið á að bæta úr þessum ruglingi
og er mikið samvinnuverkefni
fólksins í Framtíðarlandinu,”
segir Andri Snær og bætir við að
eflaust hefði vinnan við vefinn
kostað tugi milljóna ef hann hefði
verið settur upp í launavinnu.
„Markmiðið er að fólk geti feng-
ið heildarsýn yfir verðmætin sem
felast í náttúru Íslands og verið
meðvitað um þau átök sem þessi
auðlind okkar er,“ segir María.
Kárahnjúkar misheppnuð fjár-
festing
Kárahnjúkavirkjun er sláandi
dæmi um hve misheppnað það
getur verið að fjárfesta í virkjun-
um, hvernig sem á það er litið að
mati þeirra Andra Snæs. „Alcoa
ætti vitanlega að borga miklu
meira fyrir orkuna en fyrirtæk-
ið gerir. Ef reiknaður er út allur
kostnaður við rekstur verksmiðj-
unnar þá kemur í ljós að hagn-
aður fyrirtækisins er upp á 40
til 50 milljarða á ári og þeir eiga
eftir að borga upp verksmiðjuna
sína á tveimur til þremur árum.
Landsvirkjun á hins vegar eftir
að fá sína fjárfestingu til baka á
40 árum í fyrsta lagi. Skiptin eru
algjörlega fáránleg,“ segir Andri
Snær. „Og þá erum við ekki farin
að fjalla um hversu siðferðislega
rangt það er að eyða 90 prósentum
af lífríki Lagarfljótsins,“ bætir
hann við. „Það er líka athyglisvert
að okkur finnist sjálfsagt að drepa
einn stærsta sjálfbæra laxastofn í
heimi eins og gert verður ef Urr-
iðafossvirkjun verður sett á lagg-
irnar, þar koma 10.000 laxar á
land ár hvert.“
Upplýsingamiðlun er því sem
fyrr sagði afar mikilvæg. Og
Framtíðarlandið er tilbúið að
blása í lúðrana eftir nokkur ár
sem það hefur farið frekar hljóð-
lega. „Við höfum starfað sleitu-
laust frá árinu 2006, haldið
landshlutaþing um hugmyndir og
nýsköpun, boðið hingað erlendum
fyrirlesurum, verið með umræðu-
fundi um mikilvæg samfélagsmál
en stundum erum við neðanjarðar
og svo birtumst við á yfirborðinu
þess á milli. Við áttum til dæmis
þátt í því að búa til þjóðfundinn
2009 sem hefur leitt af sér fjöl-
marga aðra þjóðfundi þar sem
viska fjöldans og hugmyndir fá
að blómstra, en þátttaka okkar
var aukaatriði í samanburði við
það að fólkið í landinu steig þarna
fram. Okkar takmark er að fóstra
verðmæti Íslands, með einum eða
öðrum hætti og vera hugmynda-
veita um samfélagslega nýsköp-
un,“ segir María.
Þarf ekki að virkja meira
Frekari virkjanir eru ekki sam-
félagsleg nýsköpun segja þau
og leggja áherslu á að það þurfi
ekki og eigi ekki að virkja meira.
„Okkar kynslóð er búin með kvót-
ann, svo einfalt er það. Það þarf
ekki að virkja meira og jafnvel
þó að orkugjafar fyrir bíla myndu
breytast þá er næga orku að hafa
hér nú þegar. Það er til dæmis
hægt að sækja orku sem samsvar-
ar hálfri Kárahnjúkavirkjun inn
á kerfið okkar með því að breyta
um tæki og búnað. Svo væri auð-
vitað hægt að endursemja við
stórfyrirtækin. Punkturinn er sá
að ef að við, sem veiðum tvö pró-
sent af öllum fisk í heiminum og
öflum fimm sinnum meiri orku
en við þurfum, getum ekki lifað
góðu lífi af þessum auðlindum þá
er jörðin óbyggileg. Við verðum
að finna leiðir til þess að nýta það
sem við höfum,“ segir Andri Snær
að lokum.
Á nýjum vef Framtíðarlandsins er að finna Náttúrukortið, kort
sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á
Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til
orkuframleiðslu eða raska á annan
hátt. Tekið er mið af niðurstöðum
annars áfanga rammaáætlunar um
vernd og nýtingu náttúrusvæða
með áherslu á vatnsafl og jarðhita-
svæði en það eru iðnaðarráðuneytið
og umhverfisráðuneytið sem hafa
unnið að þessari útlistun nýtanlegra
auðlinda.
Í rammaáætlun eru til umfjöll-
unar 80 virkjunarhugmyndir sem
raðast í þrjá flokka, verndarflokk,
sem hefur að geyma þau svæði sem
ber að vernda, nýtingarflokk, þar
sem þau svæði sem má virkja eru og
biðflokk, en í hann falla svæði sem
skoða þarf betur áður en ákvörðun
um vernd eða nýtingu er tekin.
„Til að skapa heildarsamhengi
bætir Framtíðarlandið svo við
flokknum virkjað sem felur í sér
svæði sem þegar hafa verið virkjuð
að hluta eða öllu,“ segir á vef Fram-
tíðarlandsins, www.framtidarlandid.
is.
■ YFIRSÝN MEÐ NÁTTÚRUKORTI
NÁTTÚRUKORTIÐ Upplýsingar, myndir og
greinar um náttúrusvæði á Íslandi er að finna
á Náttúrukorti Framtíðarlandsins. „Mark-
miðið er að fólk geti fengið heildarsýn yfir
verðmætin sem felast í náttúru Íslands,” segir
María Ellingsen.