Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 32

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 32
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR32 LÍF Í SÁTT OG SAMLYNDI VIÐ UMHVERFIÐ UMHVERFISVÆNIR LÍFSHÆTTIR: Matvæli L ífræna l ífsstí l inn uppgötvaði ég 16 ára gömul, í litlu eldhúsi fyrrum tengdamóður minnar í heimabænum mínum, Keflavík. Hún fór reglulega til Reykjavíkur til að kaupa voðalega sérstakan mat og hreinlætisvörur í brúnum bréf- poka merktum Yggdrasil. Í fyrstu skildi ég ekki í þessu en þegar hún sagði mér frá því hvernig hefð- bundinn matur er búinn til fékk ég hálfgert áfall. Ég hef ég ekki getað snúið við síðan,“ segir líf- ræni bloggarinn Sirrý Svöludótt- ir. Í dag gegnir hún stöðu mark- aðsstjóra þessa fyrirtækis með brúnu bréfpokana, Yggdrasils, sem er heildsala og verslun með heilnæmar vörur. „Ég er algjör- lega meðvituð um hvað ég set ofan í mig. Ég myndi ekki vilja fara í gegnum lífið í blindni, vonandi að öll þau eiturefni sem eru í kring- um okkur hafi ekki skaðleg áhrif á mig. Ég vil reyna að takmarka þau eins og ég get til að auka líkurn- ar á að ég og fjölskyldan lifi heil- brigðari lengur. Ég vil líka reyna að gera mitt besta til að gera vel við náttúruna og umhverfið.“ Sirrý hefur bæði hagsmuni sína og náttúrunnar að leiðarljósi þegar hún velur lífrænt. „Lífræn ræktun byggist á því að framleiða hágæða matvæli án þess að skaða eða menga náttúruna með notkun tilbúins áburðar eða eiturefna á borð við skordýraeitur og íblönd- unarefni sem menga bæði jarð- veg, grunnvatn og að sjálfsögðu matinn sem verið er að rækta. Í lífrænni ræktun eru erfðabreytt- ar lífverur bannaðar, en sú ræktun er óumhverfisvæn vegna þess að hún krefst mun meira skordýra- eiturs og áburðar en nokkur önnur ræktun og þar að auki er hún ekki sjálfbær.“ Hún segist alltaf dragast lengra inn í lífræna lífsstílinn eftir því sem hún lærir meira um mat- vælaiðnaðinn. „Þegar ég byrjaði að velja lífrænar umfram ólífræn- ar matvörur var það vegna þess að ég vildi sniðganga auka- og eitur- efnin í matnum mínum og borða meira af heilnæmum mat sem er ekki búið að blanda með saltlausn- um, rotvarnarefnum eða vatni til að þyngja eða fegra. En svo vindur þessi lífsstíll upp á sig og maður gerist enn meðvitaðri neytandi. Ég myndi til dæmis vilja leggja meiri áherslu á beint frá bónda, en það er erfitt hér á landi þar sem lítil sem engin áhersla er hjá stjórn- völdum á að efla lífræna ræktun á Íslandi. Ef ég væri markaðsstjóri fyrir Ísland myndi ég leggja mun meiri áherslu á að gera Ísland hið eina sanna græna land, með áherslu á lífræna ræktun, sjálf- bærni og umhverfisvænt líf.“ Sirrý segist skynja mikla hugar- farsbreytingu og aukinn áhuga á umhverfisvænum lífsstíl. Hún trúir því að það muni leiða til þess að aðgengi fólks að heilnæmum vörum verði fljótlega orðið enn betra. „Aðgengið á eftir að stór- batna þegar stórmarkaðir átta sig á að þessar vörur eiga heima í almennum hillum en ekki í sér- stökum heilsuhornum,“ segir hún bjartsýn að lokum. Hægt er að forvitnast um Sirrý og hennar hollu venjur á vefsíð- unni svoludottir.wordpress.com. Fer ekki gegnum lífið í blindni Eftir að hafa komist að því hvernig hefðbundnar matvörur eru búnar til sneri Sirrý Svöludóttir sér að umhverfisvænni neyslu. Þessi lífræni bloggari sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá því hvað rekur hana áfram í heilsusamlegu líferninu. EF ÉG VÆRI MARKAÐSSTJÓRI ÍSLANDS Ef Sirrý Svöludóttir væri markaðsstjóri Íslands myndi hún leggja áherslu á að gera Ísland hið eina sanna græna land, með áherslu á lífræna ræktun, sjálfbærni og umhverfisvænt líf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er klárlega bæði meiri áhugi og þekking á umhverfisvænum vörum meðal íslenskra neytenda heldur en var fyrir nokkrum árum. Við erum samt enn nokkuð á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum.“ segir Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi Neytendasamtakanna. Brynhildur ráðleggur neytendum að leita eftir vottuðum umhverf- ismerkjum á borð við svaninn en það er trygging neytandans fyrir því að varan hafi verið framleidd á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Í slíkri vottun felst einnig viss gæðastimpill. Fáir íslenskir framleiðendur eru með lífræna vottun. Íslenskar land- búnaðarvörur eru sumar hverjar merktar vistvænum landbúnaði. Sú merking varð til fyrir um 15 árum, um það leyti sem lífræna bylgjan var að byrja. Í dag er ekkert eftirlit með henni og hún getur því ekki talist gildur gæðastimpill. Neytendasamtökin hafa aldrei verið ýkja hrifin af henni. „Okkur hefur fundist að íslenskir framleiðendur mættu leggja meiri áherslu á líf- ræna ræktun, í stað þess að búa til þetta millistig, sem heitir vistvænt. Að okkar viti ætti öll hefðbundin framleiðsla að vera mjög góð. Svo ætti bara að vera eitt lífrænt merki, sem allir vita fyrir hvað stendur. Það er ruglandi fyrir neytendur að hafa of mörg merki og skilgreiningarnar á bak við þau verða að vera á hreinu. Nú er Evrópusambandið búið að koma sér niður á eitt lífrænt lógó, og það verður til bóta. Mér sýnist almennt vaxandi áhugi á lífrænni ræktun, líka á meðal bænda, og í Evrópusambandinu er sífellt meiri áhersla lögð á matvælaframleiðslu í sátt við umhverfið.“ Brynhildur segir að neytendur geti fyrst og fremst stuðlað að bættu umhverfisvænu vörufram- boði með aukinni meðvitund í innkaupum. Kaupa vottaðar vörur þegar þess gefst kostur, svo sem umhverfismerktar, fair trade eða lífrænt, og gefa þannig verslunar- eigendum skilaboð um áhuga sinn. „Á endanum snýst þetta allt um framboð og eftirspurn. Verslanir hafa margar staðið sig vel og eru flestar komnar með lífræn horn núna, sem var ekki fyrir nokkrum árum. Það er líka tilvalið að nýta afsláttardaga. Ef fólk tekur við sér á slíkum dögum eru það skýr skilaboð til verslunarinnar.“ ÍSLENDINGAR ERU EFTIR Á BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR Segir Neytendasamtökin merkja meiri áhuga og meðvitund meðal neytenda þegar kemur að umhverfisvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS 1. Taktu nokkur skref í átt að umhverfisvænni neysluvenjum … Eitt í einu Þú gerist varla fullkom- lega umhverfisvænn neyt- andi í einni innkaupaferð. Skiptu út óumhverfisvænni matvöru sem þú kaupir venjulega fyrir aðra umhverf- isvæna í hvert sinn sem þú verslar inn til heimilisins. 2. 3. Reyndu að kaupa lífræntÞað er ekki til umhverfisvænni ræktun en lífræn og því er það besta sem þú getur gert fyrir náttúruna að velja lífrænt frekar en annað. Íslendingar geta almennt ekki stært sig af því að hafa yfirgripsmikla þekkingu á náttúruvænum fram- leiðsluaðferðum, en neytendur hér á landi gera yfirleitt ekki kröfur um vottaðar vörur. Því þarf að breyta. 4. Og helst líka íslensktSpáðu í hvaðan varan þín kemur. Kannski þurfti lífræna varan sem þú varst að kaupa þér að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að komast til þín. Það er mun betra fyrir jörðina ef þú velur vöru sem er framleidd nær þér. Hugsaðu um heildarmynd- ina og veldu frekar íslenskar vörur, að því gefnu að gæðin séu góð. 5. Láttu ekki gabbastJafnvel þau stórfyrirtæki sem hafa hingað til ekki verið þekkt fyrir umhverfisvernd vilja gjarnan fá sinn skerf af umhverfisvænu kökunni sem fer sístækkandi. Sum þeirra kalla vörur sínar grænar og gefa í skyn á umbúðum að þær séu umhverfisvænar. Láttu ekki markaðsbrögð blekkja þig og leggðu viðurkenndar vottanir á minnið. Lærðu að lesa Flestir vildu glaðir tak- marka inntöku auka- og eiturefna en vita ekki hvernig á að þekkja þau. Ættirðu kannski ekki að forðast mononatríumglútamat? Eina ráðið við þessu er að læra að lesa innihaldslýsingar. Smám ferð þú að rata í gegnum frumskóg rotvarnarefna, litarefna, bindiefna og annarra aukaefna sem þú vilt forðast. … og hafðu augun opin fyrir þessum merkjum Vottað lífrænt Leitaðu eftir þessu merki ef þú vilt kaupa íslenska matvöru sem tryggt er að hafi verið framleidd með lífrænum aðferðum. Vottun Túns ehf. tekur ekki tillit til umhverfisáhrifa vörunnar eða umbúða en gefur til kynna að varan sé framleidd eftir ákveðnum lífrænum aðferðum. 7. 8. 11. 10. 9. 6. BIO SiegelÞetta er opinbert merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun og er talsvert algengt á lífrænum vörum sem til eru hér á landi. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda í það minnsta 95 prósent lífrænt ræktuð matvæli. Umhverfismerki ESB Þetta er merki Evrópusambandsins fyrir lífræna ræktun. Nýlega hefur Evrópusambandið tekið ákvörðun um að allar lífrænar matvörur aðildarlanda sambandsins skuli bera þetta merki, sem ætti að einfalda neytendum valið í hafsjó merkinganna. Svanurinn Svanurinn er útbreiddasta umhverfismerki á Norðurlöndum. Matvæli eru ekki merkt svansmerkt, en fjölmargar vörur tengdar matvörum eru það og því fær hann að fljóta hér með. Svansmerktar vörur eiga alltaf að vera í hópi þeirra umhverfisvænstu á markaðnum. Rainforest Alliance Rainforest Alliance eru óháð samtök með þau meginmarkmið að varðveita líffræðilegan fjöl- breyti leika, sporna gegn eyðingu skóga og stuðla að sjálfbærni. Rainforest Alliance merkið má til dæmis sjá á kaffi, bönunum og tei. Fair Trade Merkið á að tryggja að smáframleiðendur og smábændur frá vanþróuðum ríkjum fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Einnig er lögð áhersla á að vinna gegn hvers kyns misrétti, vinna á móti barnaþrælkun, hvetja til lífrænnar ræktunar og stuðla að sjálfbærni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.