Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 38

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 38
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR38 Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania sem varð til við samruna Skýrr, HugarAx og norrænna dótturfyrirtækja, segir á heimasíðu fyrirtækisins: „Orðið „Advania“ er dregið af enska orðinu „advantage“, sem þýðir forskot. Og þetta er það sem við viljum veita okkar góðu viðskiptavinum: forskot á sínum vettvangi með traustri þjónustu og skapandi lausnum.“ Á heimasíðu auglýsingastofunnar Hvíta hússins, sem hannaði merki Advania, segir enn fremur: „Fljótlega eftir að nafnið var kynnt fóru af stað vangaveltur um að latnesk merking orðanna „Ad vania“ væri „til einskis“ samkvæmt Google Translate. Það er vissulega mjög spaugilegt, en rétt er þó að benda á að þarna skjátlast hinum mikilvirka en mistæka þýðanda. „Vania“ er ekki latína og þar með fellur brandarinn um sjálfan sig. Advania er hreinræktað nýyrði og sækir merkingu sína í orðið sem það er dregið af.“ ■ GODDUR Hvað þýða fyrirtækjanöfnin? Fyrirtækjanöfn sem merkja lítið sem ekkert í augum almennings við fyrstu sýn halda áfram að vekja athygli. Kjartan Guðmunds- son kannaði merkingu nokkurra nafna af handahófi og spurði prófessorinn Godd og rithöfundinn Gunnar Hersvein um málið. A llir sem stofna fyrirtæki, félagsskap eða í raun hvað sem er, þurfa nafn og lógó. Með öðrum orðum þurfa þeir einhvers konar helgitákn, ekki í trúarlegum skiln- ingi heldur tákn sem birtist frekar í undirmeðvitundinni en meðvitund- inni og höfðar til einhvers sem gæti orðið stjarna á himinhvolfi hugsana okkar,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, um nafngiftir fyrirtækja. „Í raun og veru þekkir nútímafólk fleiri lógó og nöfn á fyrirtækjum en nokkurn tímann á trjátegundum, fuglum og svo fram- vegis,“ bætir hann við. Goddur tekur fram að téð helgi- mynd, nafn og merki, sé einungis fyrsta skrefið í ferlinu þegar um ræðir tilbúin fyrirtækjanöfn á borð við Advania og fleiri. „Þegar helgimyndin er tilbúin þarf alltaf helgisögur um hugsunina að baki samsetningunni. Svo snýst þetta um að selja okkur þá hugsun og þá hugmynd. Þetta er gert til að búa til einhvers konar dvalarstað í pælingum okkar og dulvitund. Nafnið á ekki að vera of augljóst heldur fara inn í drauma- heima og þá skiptir hljómurinn í orðinu oft meira máli en merkingin. Valitor er til dæmis hljómfag- urt og geðslegt orð þótt við vitum ekki hvað það þýðir. Tilhneigingin er að segja ekki of mikið og mikilvægara að láta nafnið hljóma vel smurt. Þann- ig er líka tilhneigingin með lógóin, að þau séu bara einhverjar sveiflur út í loftið sem hafa ekki tilvísun í neitt. Það reyna allir að láta ljóma stafa af blænum og goðsögninni í kringum fyrir- tækið.“ Goddur segir ógagnsæ nöfn á fyrirtækjum hafa aukist mikið í efnahagsbólunni sem síðan sprakk með látum fyrir nokkrum árum. „Reyndar var algengt strax í upp- hafi tuttugustu aldarinnar að bæði hús og fyrirtæki hétu erlendum borgarnöfnum eins og Liverpool, London og Berlín, og eflaust eru dæmin mun fleiri. Í bólunni voru svo ógrynni af skúffufyrirtækjum stofnuð með svo ótrúlegri nafna- flóru að það var engu lagi líkt. Makalausast þótti mér þó hversu mörg fyrirtækjanöfnin í bólunni voru viðeigandi. Glitnir var til dæmis draumahöll en ekki raun- veruleiki, draumsýn sem hvarf. Og Samson, fyrirtæki Björgúlfsfeðga, var sá sem braut súlurnar í kauphöllinni og allt hrundi yfir hann. Í nafni hvers manns er fall hans falið,“ segir Goddur. Goddur segir þá tilhneigingu að sérhanna fyrir- tækjanöfn sem þýða kannski fátt við fyrstu sýn á undanhaldi þessi misserin. „Núna eru til fyrirtækj- anöfn sem hafa gamlar kaupfélagatengingar eins og Kronkron og fleiri, sem hefði þótt afar hallærislegt fyrir nokkrum árum síðan. Kannski er þessi kyn- slóð að leita að einhverju sem er hæfilega íslenskt og sveitó.“ Helgimyndir og helgisögur ■ GUNNAR HERSVEINN Það er þrennt sem hefur mest áhrif á val á heitum fyrirtækja: tíðarandinn, eignarhaldið og mælikvarðinn eða markmiðið. Ef tíðarandinn er alþjóðahyggja, eignarhaldið erlent og markmiðið útrás verða nöfnin erlend og ógagnsæ eins og Advania. Ef aftur á móti tíðarandinn er heimakær, eignarhaldið íslenskt og markmiðið til dæmis verndun íslenskunnar verða nöfnin íslensk og lýsandi fyrir starfsemina. Nafnið sem valið er segir til um hvað sé uppi á teningnum. Hvort er flottara Skólavörubúðin eða A4?,“ segir rithöfundurinn Gunnar Hersveinn spurður um tilhneigingar og tískusveiflur í fyrirtækjanöfnum. Sem dæmi um hvernig tíðar- andinn hefur áhrif á val fyrir- tækjanafna nefnir Gunnar að löng íslensk nöfn á bönkum séu til að mynda ekki í tísku þótt þau finnist enn. „Útvegsbank- inn, Samvinnubankinn, Búnaðar- bankinn og jafnvel Landsbankinn breyttist í eitt stórt L. Íslands- banki kom þó aftur. Nú heita bankar frekar Arion og MP banki og skammstafanir hafa verið vin- sælar. Nafnið Bifreiðar- og land- búnaðarvélar er auðvitað snilld en því var breytt í BL þótt hitt sé enn til í fyrirtækjaskrá. Herrafataverslun Skjaldar og Kormáks gefur allt annan tón með nafni sínu en til að mynda Tískuverslun- in Flash og lokkar til sín annan hóp viðskiptavina eða kúnna eins og sagt er. Nafnið er í stíl við Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfs- sonar sem breyttist aldrei í GE Group. Nöfnin segja til um hvað fæst og hver á verslunina.“ Gunnar telur tíðarandann sem hrundi hafa verið kraftmikinn, en að sama skapi taum- og agalausan, óútreiknanlegan og hroka- fullan. „Nöfnin breyttust af þeim sökum í útrásarheiti, eitthvað sem gildir á alþjóðavísu og Íslendingum þótt ef til vill smart eins og FL GROUP, Actavis og Capacent. Lýsandi nöfn yfir starfsemi fyrirtækja eins og Fjölmiðlavaktin sameinast einhverju og verður Credit info Group. Hvað segir það? Fyrirtæki sem innheimti van- skilakröfur varð Intrum sem svo varð Motus, eins og það sé eitt- hvað betra að fá kröfu senda frá þeim. Flugfélagið Atlanta varð risafyrirtækið Avion Group. Draumurinn var að nöfnin yrðu alþjóðleg og grípandi en ekki eins og gömul lumma: Milton, FS6, Arena Holding og Mosaic.“ Hann telur tíðaranda óbilandi bjartsýni hafa skapað alþjóðleg stuttnefni sem jafnframt voru óskiljanleg og lýstu ekki starfsem- inni. Sá tíðarandi sé enn ekki liðinn undir lok og enn sjáist nöfn eins og Arion banki og Advania. „Advania á að vera viðamesta upp- lýsingafyrirtækið á Norðurlöndum, en samt dettur mér helst Ind- land í hug þegar ég heyri nafnið Advania. Það má segja að alla 21. öldina hafi erlend og alþjóðleg nöfn notið mestra vinsælda á Íslandi en tíðarandinn hefur breyst, er mildari en áður og félagsleg gildi eiga meira upp á pallborðið. Það má því spá afturhvarfi til íslensk- unnar í fyrirtækjanöfnum fyrst að enskan varð ekki okkar annað tungumál eins og sumir vildu. Ég myndi spá því að við eigum eftir að sjá klassísk íslensk heiti á fyrirtækjum á næstu árum,“ segir Gunnar Hersveinn. Spáir afturhvarfi til íslenskunnar ADVANIA MOTUS Lögheimtan ehf. starfar undir nafninu Motus en hét áður Intrum. Á heima- síðu Motus segir: „MOTUS merkir á latínu „hreyfing“ eða „að hreyfa við/að hafa áhrif á“. Hlutverk MOTUS er að bæta fjárstreymi fyrir- tækja allt frá sölu til þess að greiðsla hefur átt sér stað, þ.e. að skapa þessa hreyfingu. Merkingin fellur einnig vel að slagorðum félagsins sem jafnframt tákna hreyfingu, þ.e. „Við komum hreyfingu á peningana“ og „EKKI GERA EKKI NEITT“.” LOGOS Á heimasíðu Lögmannsþjónustunn- ar Logos, sem varð til með samruna A&P lögmanna og Málflutningsskrif- stofunnar Suðurlandsbraut 4a, segir: „Orðið LOGOS kemur úr grísku og er öflugt orð sem á sér margar merkingar. Þó það sé oft þýtt á ensku sem „orð“ getur það einnig þýtt hugsun, skyn- semi, lögmál, siðaregla eða rökfræði, allt sem endurspeglar fullkomlega við okkar sérsvið.“ TERIS Á heimasíðu upplýsingatækni- fyrirtækisins Teris, sem áður var Tölvumiðstöð Sparisjóðanna, segir: „Teris er afbrigði af forn-gríska karlmannsnafninu Eleutherios sem merkti frjáls og óháður. Í forn-grísku er til sagnorðið tereo sem þýðir vernda eða vaka yfir. Ásýnd merkisins gefur til kynna hátæknifyrirtæki á upplýsinga- og fjármálasviði.“ ARION BANKI Arion banki, sem áður var Nýja Kaup- þing, var stofnaður á grunni Kaupþings banka eftir gjaldþrot þess síðastnefnda. Á heimasíðu bankans segir: „Sagt er frá söngvaskáldinu Arion í fornum þjóðsögum frá Grikklandi. Arion er táknríkt nafn og vísar til listfengis, þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Helstu kostir nafnsins eru hvað það er hljómþýtt, þjált og tignarlegt og fellur vel að mörgum tungumálum.“ Nafnið Valitor, fyrirtækisins sem byggt er á grunni Visa Íslands, er útskýrt á þennan hátt: „Nafnið VALITOR er alþjóðlegt heiti. Fyrri hlutinn er myndaður af ensku orð- unum valid (gildur, áhrifaríkur) og value (gildi, verðgildi), auk latneska orðsins valeo (vera sterkur). Síðari orðhlutinn er undir áhrifum frá latneska orðinu iterum (aftur og aftur) og ensku sögninni iterate (endurtaka). Geranda- endingin tor kemur einnig úr latínu, sbr. doctor (sá sem fræðir).” VALITOR KJARVALSSTOFA Í PARÍS Er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir lista- menn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2012 verða þau 410 evrur á mánuði fyrir einstakling en 525 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undan- farin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varð- andi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn. Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um afnot af Kjarvalsstofu má finna á www.reykjavik. is/menningogferdamal. Umsóknir, með lýsingu á því verkefni sem umsækjandi hyggst vinna að, skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjar- valsstofu, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ingólfs- nausti, Vesturgötu 1, 101 Reykjavík. Ætlast er til að umsækjendur skili inn stuttri greinargerð um afrakstur dvalarinnar að dvöl lokinni. Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2012. Stjórn Kjarvalsstofu í París
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.