Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 40

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarveislur LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20122 BÆÐI MEÐLÆTI OG AÐALRÉTTUR Kartöflusalat er klassískt og sívinsælt. Það er bæði gott eitt og sér eða sem meðlæti með ýmsum kjötréttum, til dæmis köldu, reyktu svínakjöti. Þá hentar kartöflusalat einkar vel í fermingarveisluna þar sem það má gera með nokkrum fyrirvara, það versnar síst við að standa í ísskáp yfir nótt. Til eru fjölmargar uppskriftir að kartöflusalati og allar góðar á sinn máta. Á vefnum er auðvelt að leita eftir því sem hverjum hentar. Hér er ein slík sem fannst á vafri um vefheiminn. 800 g kartöflur 150 g beikon 3 sellerístönglar 1 laukur 1 dós sýrður rjómi (10%) 2 harðsoðin egg 2 msk. Dijon-sinnep 2 msk. vínedik 2 dl sýrðar gúrkur, saxaðar fínt 2 tsk. sykur 2 tsk. sellerífræ 1/2 tsk. Cayenne-pipar Sjóðið kartöflurnar. Flysjið og skerið í teninga. Skerið lauk og sellerí í litla teninga. Setjið í pott með sjóðandi vatni í 1 mínútu. Hellið í sigti. Kælið. Skerið beikonið í litla bita. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonbitana á miðlungshita þar til þeir eru orðnir stökkir. Hellið olíunni frá og þerrið bitana á eldhúspappír. Blandið saman sýrðum rjóma, söxuðum sýrðum gúrkum, sinnepi, sellerífræjum, vínediki og cayenne-pipar. Blandið kart- öflum, lauk og sellerí saman við sýrða rjómann. Blandið beikonbitunum saman við. Skerið eggin í eggjaskera, fyrst langsum og síðan þversum. Blandið saman við. Geymið í ísskáp áður en salatið er borið fram. Heimild: www.vinotek.is Glæsilega skreytt brauð-terta lífgar upp á ferm-ingarborðið og nýtur allt- af jafn mikilla vinsælda hjá gest- um. Það þarf ekki að vera flókið að slá sig til húsmóðurriddara með því að gera gómsæta og girnilega brauðtertu eins og þessi uppskrift ber með sér. Hráefni: 2 formfransbrauð 300 g soðinn lax 300 g reyktur lax 500 g rækjur 3 dl sýrður rjómi 1 dl graflaxsósa 40 msk. smjör eða smjörvi Skreyting: 2 dl sýrður rjómi 200 g rjómaostur, hreinn 1 búnt dill 6 sneiðar reyktur lax 150 g rækjur 4 egg Matreiðsla 40 mínútur: Hreinsið rækjurnar vel. Maukið soðna laxinn og blandið örlitlu af sýrða rjómanum saman við. Skerið brauðið langsum og sker- ið síðan skorpuna varlega af. Leggið hverja brauðskífu ofan á aðra eftir að hafa sett fyll- inguna inn í. Best er að byggja tertuna upp á eftirfarandi hátt: ■ brauð ■ graflaxsósa ■ smjör og reyktur lax í sneiðum ■ brauð ■ smjör og rækjur ■ brauð ■ soðinn lax með sýrðum rjóma ■ brauð Þrýstið varlega ofan á brauð- skífurnar til að þær festist við fyllinguna. Blandið saman sý rðum rjóma og rjómaosti og smyrjið tertuna að utan með blöndunni. Skreytið með rækjum, eggjum, dilli og reyktum laxi, eða hverju því sem hugurinn girnist Ráð kokksins: Setjið tertuna saman dag- inn áður en hún á að borðast en skreytið aldrei fyrr en sam- dægurs. Brauðtertan gleður augu, munn og maga gesta á öllum aldri Brauðtertur og fermingarveislur heyra saman eins og hönd og hanski. Hér er uppskrift að gómsætri danskri brauðtertu með rækjum og reyktum og nýjum laxi sem bráðnar í munni. Ekki spillir fyrir að hollustan er í fyrirrúmi, sýrður rjómi og rjómaostur koma í stað majoness. Brauðterta með rækjum og reyktum og soðnum laxi vekur alltaf fögnuð hjá gestum. MYND/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.