Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 73
KYNNING − AUGLÝSING Fermingarveislur11. FEBRÚAR 2012 LAUGARDAGUR 3 Framsetningin skiptir máli Pinnamatur er sívinsæll í fermingarveislum og gaman að geta boðið upp á sitt lítið af hverju. Hann krefst hins vegar töluverðs nosturs og því gott að blanda saman aðkeyptu og heimatilbúnu til að spara sér einhverja vinnu. Það getur til að mynda verið ráð að kaupa tilbúin kjúklingaspjót og kjötbollur en útbúa annað upp á eigin spýtur. Þegar magnið er áætlað er gott að hafa það í huga að hver gestur fær sér yfirleitt tvo til þrjá bita af hverri tegund. Hér eru nokkur dæmi um skemmtilega smárétti og ólíka framsetningu sem skiptir ekki síður máli. Hví ekki að nota saltstangir í stað pinna? Með því að smyrja fyrirfram er hægt að losna við örtröð í kringum veisluborðið þar sem fólk er að velja álegg. Þessu er einfaldlega hægt að kippa beint á diskinn. Litlir kjúklingabitar, vafðir inn í papriku og skreyttir með kapers eru fyrirtaks munnbitar. Ídýfur og flögur má hafa á hverju borði. Það kemur skemmtilega út að stinga osta og ávaxtapinnum í hálfa melónu. Risaækjur með með sítrónumajonesdýfu getur verið skemmtileg tilbreyting frá brauði og kökum. Með því að hafa múffur í stað köku er smáréttaþemanu haldið út í gegn. Á Radisson Blu Hótel Sögu eru fjölmargir veislusalir á fyrstu og annarri hæð. Salirnir eru allir mismunandi að stærð og henta því öllum stærðum og gerðum af veislum. „Þá erum við einnig með sjö sali á Brodway í mismunandi stærðum til að mæta þörfum hvers og eins,“ segir Hörð- ur Sigurjónsson, sölustjóri veit- ingasviðs Radisson Blu Hótel Sögu. „Hótel Saga sér nú um veitinga- salina á Broadway en það eru ekki allir sem vita það að Broadway er ekki einn stór salur heldur marg- ir minni salir sem auðvelt er að opna á milli og tengja saman. Því er mjög sveigjanlegt hversu marg- ir komast í hvern sal enda oft erf- itt að áætla nákvæman fjölda með löngum fyrirvara,” segir Hörður. Á efstu hæð á Hótel Sögu er hinn einstaki veitingastaður Grillið og þar er mjög vinsælt að vera með fermingarveislur. Útsýnið yfir borgina er yndislegt og umgjörð- in einstök. „Fyrir fermingar hafa þrír seðl- ar verið vinsælastir hjá okkur, kökuhlaðborð, steikarhlaðborð og bröns,” segir Hörður „Brönsinn er orðinn mjög vinsæll fyrir ferming- arnar en við bjóðum einnig upp á kaffiveislur, hádegisverði, kvöld- verði, hlaðborð eða pinnamat; allt eftir óskum hvers og eins. Mín reynsla er sú að fermingarbörn- in sjálf hafa ákveðnar skoðanir á hvernig þau vilja hafa veisluna, hvað á að vera á borðum og jafnvel hvaða sal þau vilja,“ segir Hörður. „Hver veisla er auðvitað einstök og Radisson Blu Hótel Saga hefur í gegnum fimmtíu ára sögu fyrir- tækisins verið þekkt fyrir frábæra þjónustu og framúrskarandi gæði í mat,“ segir Valgerður Ósk Ómars- dóttir, sölu- og markaðsstjóri. „Við hvetjum fólk til að koma og skoða salina og aðstöðuna hjá okkur. Það sem er svo frábært við að halda veislur á Radisson Blu Hótel Sögu og Broadway er við sjáum um allt sem viðkemur salnum, þjónust- unni og matnum. Veisluhaldarar ganga bara inn í fullbúinn sal með uppdekkuðum borðum, við erum með löbera og servíettur í lit sem fólk getur valið úr og við skreytum salinn með. Matreiðslumenn sjá alfarið um veitingarnar og þegar veislan er búin, tekur fólk gjafirn- ar og fer heim. Ekkert uppvask og enginn frágangur. Við sjáum um allt frá A til Ö,“ segir Valgerður og Hörður bætir við að aðstandend- um fermingarbarna þyki þetta mjög þægileg. „Fólk kemur brosandi hingað inn og brosir enn breiðar þegar það fer út. Við komum alltaf til móts við óskir fólks og gefum fólki tímanlega aðgang að salnum ef óskað er eftir því til að skreyta hann að óskum fermingarbarns- ins..“ Veislusalir Radisson Blu Hótel Sögu eru útbúnir fullkomn- ustu tækni. Því er einfalt að setja upp myndasýningar á tjaldi eða skjám. Einnig eru hljóðkerfi inn- byggð í sölunum ef fólk vill troða upp með söng eða hljóðfæraleik. „Við höfum einnig búið til leik- horn fyrir börn fyrir framan sal- ina og jafnvel sett upp sjónvarp svo yngsta kynslóðin geti líka notið sín í veislunni,“ segir Val- gerður. Hún segir þó nokkrar bók- anir komnar fyrir næsta ár. Við erum þó ekki alveg fullbókuð fyrir vorið og bendum fólki í veisluhug- leiðingum á að hafa samband. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur unnið við fermingarveisl- ur í fjöldamörg ár og getur að- stoðað við að útfæra veislurnar í takt við óskir fólks og komið með ýmsar hugmyndir til að dagur- inn verði sem eftirminnilegast- ur fyrir fermingarbarnið og fjöl- skyldu þess.“ Nánari upplýsingar um ferm- ingarmatseðlaog sali er að finna á heimasíðunni, www.hotelsaga.is Við sjáum um veisluna fyrir þig Radisson Blu Hótel Saga býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að veisluhöldum. Boðið er upp á stórglæsilega sali, uppdekkuð borð og dýrindis mat og þjónustu auk þess sem veislusalirnir eru búnir fullkomnustu tækni fyrir myndasýningar eða tónlistaratriði. Hver veisla er einstök og komið er til móts við óskir hvers og eins. Valgerður Ósk Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, og Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitingasviðs Radisson Blu Hótel Sögu, sjá um fermingarveisluna frá A til Ö. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.