Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 74

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 74
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarveislur LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20124 PASTASALAT Á HLAÐBORÐIÐ HVAÐ ÞARF MIKIÐ AF HVERJU? Margir kvíða því að áætla magn þess matar sem þarf á fermingarveisluborðið. Ekki viljum við að maturinn klárist en það er einnig mjög óhagkvæmt að sitja uppi með mikið magn af matarafgöngum. Hér eru nokkrar viðmiðunarreglur: Ef ætlunin er að vera með matarhlaðborð er ágætt að miða við tvo kalda forrétti, tvo kalda aðalrétti og tvo heita aðalrétti (kjöt). Gera má ráð fyrir að hver og einn geti hesthúsað 250 g af hreinu kjöti, 75 g af fiski til dæmis í forrétti og 1/2 dl af sósu. Af meðlæti má gera ráð fyrir um 100 g af kartöflum á mann og 100 g af salati eða öðru grænmeti eins og baunum, rauðkáli og þvíumlíku. Kaffiboð eru einnig vinsæl. Þá má gera ráð fyrir um hálfum lítra af gosi á mann og þremur bollum af kaffi. Gott er að vera ekki með of margar tegundir á veisluborðinu en vera með meira af hverri tegund fyrir sig. Þannig mætti vera með þrjár tegundir af tertum, tvær af köldu brauði og einn heitan rétt. Ein venjuleg stærð af hring- laga tertu dugir líklega fyrir um 20 manns. Brauðterta sem er fjögurra laga, jafnstór og rúllut- ertubrauð sem flatt er út, dugar fyrir 40 manns. Ef boðið er upp á kaffisnittur er líklegt að hver geti torgað þremur sneiðum. Heitir réttir í eldföstu móti duga fyrir um 15 til 20 manns. Heimild: ferming.is Pastasalat hentar einnig ágætlega á fermingarborðið. Það er létt í maga og auðvelt að útbúa í miklu magni. Uppskriftir að slíku pastasalati eru ótal margar og fer í raun eftir smekk hvers og eins hvað ratar í slíkt salat. Hér er þó hugmynd að einu slíku. Pasta að eigin vali Ricotta ostur Sýrður rjómi Rifinn sítrónubörkur Ferskur sítrónusafi Salt Pipar Maísbaunir Rauðlaukur smátt skorinn Steiktur kjúklingur rifinn niður Kirsuberjatómatar skornir til helminga Basillauf niðurskorin Pastað er soðið eftir leiðbeiningum. Hrærið saman í skál ricottaostinum, sýrða rjómanum, sítrónuberkinum og sítrónusafanum, salti og pipar. Blandið saman í stærri skál pastanu, maísnum, lauknum, kjúklingnum, tómötunum og basillaufunum. Setjið dressinguna yfir pastað og blandið saman.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.