Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 74
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarveislur LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20124
PASTASALAT Á HLAÐBORÐIÐ
HVAÐ ÞARF MIKIÐ AF
HVERJU?
Margir kvíða því að áætla
magn þess matar sem þarf
á fermingarveisluborðið. Ekki
viljum við að maturinn klárist en
það er einnig mjög óhagkvæmt
að sitja uppi með mikið magn
af matarafgöngum. Hér eru
nokkrar viðmiðunarreglur:
Ef ætlunin er að vera með
matarhlaðborð er ágætt að
miða við tvo kalda forrétti, tvo
kalda aðalrétti og tvo heita
aðalrétti (kjöt). Gera má ráð fyrir
að hver og einn geti hesthúsað
250 g af hreinu kjöti, 75 g af
fiski til dæmis í forrétti og 1/2
dl af sósu. Af meðlæti má gera
ráð fyrir um 100 g af kartöflum
á mann og 100 g af salati
eða öðru grænmeti eins og
baunum, rauðkáli og þvíumlíku.
Kaffiboð eru einnig vinsæl.
Þá má gera ráð fyrir um hálfum
lítra af gosi á mann og þremur
bollum af kaffi. Gott er að vera
ekki með of margar tegundir á
veisluborðinu en vera með meira
af hverri tegund fyrir sig. Þannig
mætti vera með þrjár tegundir af
tertum, tvær af köldu brauði og
einn heitan rétt.
Ein venjuleg stærð af hring-
laga tertu dugir líklega fyrir um
20 manns. Brauðterta sem er
fjögurra laga, jafnstór og rúllut-
ertubrauð sem flatt er út, dugar
fyrir 40 manns. Ef boðið er upp
á kaffisnittur er líklegt að hver
geti torgað þremur sneiðum.
Heitir réttir í eldföstu móti duga
fyrir um 15 til 20 manns.
Heimild: ferming.is
Pastasalat hentar
einnig ágætlega á
fermingarborðið.
Það er létt í maga og
auðvelt að útbúa í miklu
magni. Uppskriftir að
slíku pastasalati eru ótal
margar og fer í raun eftir
smekk hvers og eins
hvað ratar í slíkt salat.
Hér er þó hugmynd að
einu slíku.
Pasta að eigin vali
Ricotta ostur
Sýrður rjómi
Rifinn sítrónubörkur
Ferskur sítrónusafi
Salt
Pipar
Maísbaunir
Rauðlaukur smátt skorinn
Steiktur kjúklingur rifinn niður
Kirsuberjatómatar skornir til helminga
Basillauf niðurskorin
Pastað er soðið eftir leiðbeiningum.
Hrærið saman í skál ricottaostinum,
sýrða rjómanum, sítrónuberkinum
og sítrónusafanum, salti og pipar.
Blandið saman í stærri skál pastanu,
maísnum, lauknum, kjúklingnum,
tómötunum og basillaufunum.
Setjið dressinguna yfir pastað og
blandið saman.