Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 78
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR42
Krossgáta
Lárétt
1. Þeim gengur allt í haginn ef
kjötbúðingur kastar upp (8)
5. Ráðarmar eru útundir sig (10)
10. Púkaglös vill þrjótur sá (13)
11. Jurtin finnst ef internet er tengt við
innranet (6)
12. Þarf himinfley til að stunda þær (13)
13. Skýla skauti fyrir manni að austan (8)
14. Mjög hvass er ansi hress (11)
16. Draugur ruglar einum rómi (4)
17. Reglur um dótaklúbba kveða á um
að skera sauði og blanda saft (14)
24. Finnum titring dekkja en keyrum þó
í vélvæddum félagskap (16)
27. Sigraðir um leið og þú prófaðir (7)
28. Endurskipulegg safn og
eldhústæki birtist (6)
29. Helsti kraftur úr virkjun aðfalla (7)
30. Ávextir æða á þann sem þefar (8)
31. Páll rukkar fyrir not af tröppum
og sjálfum sér (10)
32. Gott er að æja á svitabúllum útá
landi (10)
35. Auðelduð er ekki ofelduð (9)
36. Nærri rennur lengra inn
vegna launanna (12)
37. Leitum að holum og fulltæmum (7)
Lóðrétt
1. Þau sem eignast fley og frumefni hirða lítt um aðra (9)
2. Legg þrykkflöt að jöfnu við leikvang (9)
3. Útlit merki títt hross er bregður litum (9)
4. Má dansa við rápröð? (7)
5. Stofnahæð er Uxaafréttur og rís úr Djúpinu (9)
6. Þarmar og útivist gera hana eftirsóknarverða (9)
7. Gróðurblettur og tengt erfiði binda
endi á félagskap (7)
8. Má líkja saman öldutoppum og nammi? (8)
9. Fátækir gegn auðvaldinu og fullir af hugmyndum (8)
15. Farðu til fiskjar, þar eru þjáningar
og dýrlingateikn (11)
17. Er grassæti gripur hins óbreytta? (12)
18. Eftir sjoppu gjörtæmum með skorinorðum hætti (12)
19. Fullskipa gröfum meðfram þjóðvegum (12)
20. Göptum eftir hríðarflan í ofankomunni (12)
21. Áhlaupið á galtana er rugl (7)
22. Fjörleg fyrst og eflist en missir að lokum
allan mátt (9)
23. Undirstaða golfkúlunnar blaðurlyf
fyrir þá sem tefja? (10)
25. Senda ráð aftur til eigenda þess,
gömlu bankanna (10)
26. Horfir sívaki hvar ris rís hvað hæst (5)
32. Drottning þessa lands er ríkari en Samtök atvinnu-
lífsins og British Airways samanlagt (4)
33. Ósáttir eru oft upp á þennan heimspeking (4)
34. Gítarleikari er hálfgert brak (4)
U M H L E Y P -
I N G A R
Vegleg verðlaun
Lausnarorð
Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist íslensk
skáldsaga frá 21. öldinni. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 15. febrúar
næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „11. febrúar“.
Lausnarorð síðustu viku var
umhleypingar.
Vikulega er dregið er úr inn-
sendum lausnarorðum og fær
gjafabréf fyrir tvo á sýningu að
eigin vali í Borgarleikhúsinu.
Vinningshafi síðustu viku var
Hugrún Helgadóttir, Akureyri.
1 2 3 4 5 6 7 8
9
10 11
12
13
14 15
16
17 18 19 20 21 22
23 24 25 26
27 28
29
30
31
32 33 34
35
36
37
V I N Á T T A M B S V S U
A A V F L J Ó T A S K R I F T I N
N S Í R G N E T R D
G L A Ð H E I M A R K A M P A K Á T I
A F L T Ö A M N K R
S Æ L K E R U M F O S S T U N G A B
V A Y N U E A B Ú
I U P P H A F S M A Ð U R F Ó A R N
P T U R Æ I I A N A
U T A N R Í K I S M Á L A N E F N D A R
R A Ó T F N L I
V E R B Ú Ð I R N A R S A G Ð U R
S N I E L S V E T
K Á T Í N A N L K A Ð I L A R
Ý A T E N G L A S A F N T N
L Ó L U H R S A G
A N D S K O T A R J A F N H A T T A R
U Æ T I Á I Á O R
S Ú L U R I T I N L N Á L A P Ú Ð I
U A N N Æ P A N S P S
Langur
bíladagur!
Bílabúð Benna og Ferðaklúbburinn 4x4
Í dag 11. febrúar frá kl. 10-16
Verslun Bílabúðar Benna og Ferðaklúbburinn 4x4, bjóða upp á Langan bíladag, í
dag 11.febrúar, að Vagnhöfða 23, frá kl. 10-16. Glæsilegir jeppar verða til sýnis
og Ferðaklúbburinn 4x4 kynnir starfsemi sína. Icewear verður á staðnum með
útivistarfatnað á sérstökum kynningarafslætti. Einnig veglegir afslættir í verslun.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni.is- Í sátt við landið -
www.icewear.is
afsláttur
15%
af dekkjum
afsláttur
20%
af bílaefnavörum
afsláttur
10%
af verslunarvörum
Á þessum degi fyrir réttum 22 árum, hinn 11. febrúar árið 1990, mátti hnefaleikameistarinn Mike Tyson sætta sig við tap í fyrsta
skipti á ótrúlegum ferli og lífshlaupi sem átti þó eftir að taka miklu
fleiri og talsvert alvarlegri dýfur.
Fáir ef nokkrir íþróttamenn síðari tíma hafa vakið jafnmikla aðdáun
og fyrirlitningu og járnkallinn Mike Tyson, sem hóf sig upp úr sárri
fátækt á götum Brooklyn í að verða yngsti heimsmeistari allra tíma í
þungavigt í hnefaleikum og einn frægasti og launahæsti íþróttamaður
síns tíma. Glæpir hans og dómgreindarleysi urðu honum hins vegar að
falli áður en hann fann innri frið fyrir nokkrum árum og komst aftur
á beinu brautina.
Tyson var tvítugur þegar
hann vann fyrsta heimsmeist-
aratitilinn árið 1986 og var
ósigrandi næstu árin á meðan
hann óð í peningum, bjó við
gríðarlegan munað og giftist
íðilfagurri Hollywood-leik-
konu.
Ýmislegt ófagurt gekk þó á
á þessum tíma þar sem hann
missti meðal annars fóstur-
föður sinn og þjálfara, og batt
þess í stað trúss sitt við hinn
umdeilda athafnamann Don
King.
Þegar kom að bardaganum
við hinn nær óþekkta Buster
Douglas voru fáir á því að
áskorandinn myndi ná að veita honum nokkra keppni. Raunin varð þó
önnur því að Douglas var miklu ákveðnari í bardaganum og var að
lokum úrskurðaður sigur í tíundu lotu.
Þetta voru einhver óvæntustu úrslit í sögu hnefaleikanna, en var
einnig upphafið að endalokunum hjá Tyson.
Tveimur árum síðar var hann dæmdur í fangelsi fyrir að hafa
nauðgað ungri fegurðardrottningu og sat hann inni í þrjú ár vegna
þess. Næstu ár vann hann til baka titla sína, en tapaði þeim til Evand-
ers Holyfield árið 1996. Endurfundir þeirra eru hins vegar enn eftir-
minnilegri þar sem Tyson beit hluta úr eyra Holyfields og var dæmdur
í keppnisbann í kjölfarið.
Eftir það einkenndist líf Tysons af mikilli óreiðu þar sem hann varð
uppvís að fíkniefnaneyslu og var úrskurðaður gjaldþrota árið 2003
þrátt fyrir að hafa unnið sér inn 400 milljónir dala á ferlinum. Árið
2006 var hann svo handtekinn vegna fíkniefnamisferlis, en síðan þá
hefur hann snúið lífi sínu við og segist sáttur við sig og sína.
Síðasti bardagi Tysons var tap gegn Íranum Kevin McBride árið
2005.
Buster Douglas náði ekki að fylgja eftir sigri sínum, heldur tapaði
strax næsta bardaga og hætti keppni eftir það. - þj
Heimildir: Britannica, History.com og Wikipedia.
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1990
Mike Tyson lagður að velli í
fyrsta sinn á ferlinum
Ofurkappinn Mike Tyson var felldur af stalli sínum sem óumdeildur þunga-
vigtarmeistari í hnefaleikum, af hendi hins nær óþekkta Buster Douglas.
AF TOPPNUM Á BOTNINN Fyrsta tap hnefa-
leikakappans Mikes Tyson fyrir 22 árum
markaði tímamót á mögnuðum ferli. Hann
sést hér tryggja sér fyrsta titilinn, tvítugur
að aldri, með rothöggi gegn Trevor Berbick.
NORDICPHOTOS/AFP