Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 80
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR44
timamot@frettabladid.is
72 KÁRI JÓNASSON leiðsögumaður á afmæli.„Huga þarf að veraldlegri uppbyggingu
en ekki síður hlúa að mannssálinni.“
„Við ætlum að halda ekta fullorðins-
ball þar sem hljómsveitin Dansband-
ið leikur fyrir dansi og Anna Breið-
fjörð stjórnar dansinum,“ segir Birna
Soffía Baldursdóttir, formaður kven-
félagsins Hlífar á Akureyri. Umrædd-
ur dansleikur verður á Hótel KEA á
morgun, sunnudaginn 12. febrúar
milli klukkan 14 og 16. Allur ágóði
rennur til kaupa á bráðamóttöku-
búnaði ungra barna fyrir Slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
„Þessi búnaður er ekki til staðar hér
fyrir norðan. Okkur Hlífarkonum
finnst það algerlega ekki hægt og
ætlum að reyna að bæta úr því. Það
er eitt af verkefnum félagsins í tilefni
af 105 ára afmæli þess,“ segir Birna
sem telur að tækið kosti um fjögur
hundruð þúsund.
Þegar haft er orð á að Birna sé
býsna ung, miðað við aldur félagsins
hlær hún. „Já, ætli ég sé ekki yngsti
formaður þessa félags frá upphafi? ég
verð þrjátíu og þriggja í ár. Við erum
fjörutíu og fimm konurnar í Hlíf og
sú yngsta er 25 ára.“ Hún kveðst vera
nýkomin úr fæðingarorlofi og hafa
veitt tíu konur í félagið á mömmu-
morgnum og víðar. „Ég ræði mikið
um félagið við vini og vandamenn og
svo spyrst það út hversu gaman er að
vera í því.“
Í fyrstu sinnti kvenfélagið Hlíf,
fátækrahjálp og heimahjúkrun.
Seinna byggði það og rak um tíma
barnaheimilið Pálmholt en þegar
barnadeild við sjúkrahúsið var í
byggingu tók félagið til við að styrkja
hana og gerir enn, ásamt því að sinna
öðrum verkefnum tengdum börnum.
Á Akureyri eru líka Kvenfélagið
Baldursbrá og Kvenfélag Akureyrar-
kirkju. Innt eftir hvort um samkeppni
sé að ræða milli félaganna svarar
Birna. „Nei, hér er allt í sátt og sam-
lyndi og ekkert hverfastríð. Hlíf er
opið öllum, algerlega óháð trú og póli-
tík.“
En aftur að ballinu. Blaðamanni
finnst það stutt og auk þess haldið að
degi til. Býst Birna við góðri þátttöku?
„Já, fólk er að koma til að dansa og
þegar tíminn er svona afmarkaður þá
kemur það á réttum tíma og tekur þátt.
Í gamla daga voru haldin Hlífarböll
með alvöru dansstjóra og hugguleg-
heitum. Þetta er tilraun til að endur-
vekja þau. Anna Breiðfjörð danskenn-
ari sem verður með okkur er að þjálfa
fólk á öllum aldri og það talar um að
algerlega vanti böll til að dansa á.
Þetta er bara prufa en vonandi eitt-
hvað sem er komið til að vera.“
Birna tekur fram að aðgangseyrir sé
2.500 krónur, kaffiveitingar séu inni-
faldar í verði en ekki sé hægt að taka
við greiðslukortum á staðnum.
gun@frettabladid.is
KVENFÉLAGIÐ HLÍF Á AKUREYRI: HELDUR BALL Í TILEFNI 105 ÁRA AFMÆLIS
Safnar fyrir tækjum fyrir
bráðamóttöku ungra barna
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, lét
undan áköfum þrýstingi almennings og
hrökklaðist frá völdum þennan dag á
síðasta ári. Þar með lauk nærri þriggja ára-
tuga setu hans á forsetastóli. Þetta gerðist
eftir þriggja vikna mótmæli almennings.
Mikill fögnuður greip um sig meðal
fólksins í landinu og var sannkölluð
þjóðhátíðarstemning á Tahrir-torgi í
Kaíró og víðar í Egyptalandi en Mubarak
forðaði sér frá höfuðborginni og hélt til
hallar sinnar við Sharm-el-Sheikh, syðst á
Sínaískaga.
Herráðið tók við völdum í landinu til að
byrja með og ræður enn ríkjum.
Barack Obama Bandaríkjaforseti,
leiðtogar Evrópusambandsins og þjóð-
höfðingjar margra ríkja lýstu ánægju sinni
með þróun mála í Egyptalandi en hvöttu
jafnframt til þess að lýðræði yrði virt.
ÞETTA GERÐIST: 11. FEBRÚAR 2011
Mubarak hrökklast frá völdum
Innilegar þakkir til allra þeirra
fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
Svandísar Ottósdóttur
læknaritara, Kirkjusandi 1, Reykjavík.
Pétur Guðmundsson
Birgir Rafn Þráinsson
Eva Hrund Pétursdóttir Kári Kárason
Sólrún Edda Pétursdóttir Þorgils Ólafur Einarsson
Óskar Freyr Pétursson Ása Björg Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýhug vegna fráfalls
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Guðbjargar
Friðfinnsdóttur
Jófríðarstaðarvegi 19, Hafnarfirði,
(áður Hlíðarbraut 7).
sem lést mánudaginn 16. janúar.
Sigurður Arnórsson
Friðfinnur Sigurðsson Christina Wieselgren
Sólveig Sigurðardóttir Jóhannes Kristjánsson
Arnór Sigurðsson
Sigríður Sigurðardóttir Árni Finnbogason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu
sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og
kærleik við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
Sigurðar Njálssonar
Efstaleiti 14, Reykjavík,
og heiðrað minningu hans á margvíslegan hátt.
Guðný Þorsteinsdóttir
Halldóra Sigurðardóttir Viðar Símonarson
Anna Sjöfn Sigurðardóttir Guðmundur Páll Ásgeirsson
Ólafur Njáll Sigurðsson Birna Bergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
Kristín Svava
Svavarsdóttir
lést á heimili sínu laugardaginn 4. febrúar. Útförin fer
fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar
kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilaheill.
Viðar Gíslason
Andrés Viðarsson Margrét Helga Skúladóttir
Thelma Svava Andrésdóttir
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar, mágs og frænda,
Garðars Aðalsteins
Sveinssonar
rafvirkja, frá Vestmannaeyjum,
Blöndubakka 3, Reykjavík.
Ágústa Sveinsdóttir
Berent Theodór Sveinsson Laufey Guðbrandsdóttir
Tryggvi Sveinsson Þóra Eiríksdóttir
og frændsystkin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Guðrúnar Jósefsdóttur
Hjarðarhóli 8, Húsavík,
sem lést á heimili sínu 20. janúar. Útförin fór fram frá
Húsavíkurkirkju 28. janúar.
Ragna Kristjánsdóttir Karl Bjarkason
Sæþór Kristjánsson
Sigríður Lovísa Kristjánsd. Orri H. Gunnlaugsson
Guðrún Agnes Kristjánsd.
Ingveldur Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
FORMAÐURINN
„Ég ræði mikið um
félagið við vini og
vandamenn og
svo spyrst það út
hversu gaman er
að vera í því.“
MYND/HEIDA.IS