Fréttablaðið - 11.02.2012, Síða 90
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR54 54
menning@frettabladid.is
ÞORVALDUR DAVÍÐ í hlutverki Stebba psycho prýðir bókakápu nýrrar
kiljuútgáfu bókarinnar Svartur á leik eftir Stefán Mána sem komin er út í tilefni
samnefndrar kvikmyndar sem frumsýnd verður brátt.
Árlegur heimsdagur barna
er í Gerðubergi í dag milli
klukkan 13 og 17. Atriðin
eru gríðarlega fjölbreytt og
flest í anda myrkurs.
„Það er búið að setja upp drauga-
húsið og ég er ekki enn búin að þora
í gegnum það. Húsið er ekki mjög
stórt en það gæti hvaða tívolí sem er
verið hreykið af því,“ segir Hólm-
fríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í
Gerðubergi, glettnislega þar sem
hún er í óða önn að undirbúa heims-
dag barna sem er í dag. „Flest atrið-
in eru í anda myrkurs. Hér verður
margt skuggalegt og skemmtilegt,
hrollvekjandi og hrikalegt. Það á
svolítið að hræða krakkana,“ segir
hún og nefnir kóngulóarvef úr sjálf-
lýsandi borðum og leikhús þar sem
krakkar geta sjálfir gert leikbrúð-
urnar og haft þær eins skuggalegar
og þau vilja.
Hólmfríður tekur líka fram að
óskastjörnur, töfrahörpur álfa, fla-
menco-dans og frostrósir komi við
sögu á heimsdeginum. „Svo getur
eitt barn í einu sett á sig höfuðfat
sem nemur heilabylgjurnar þegar
það einbeitir sér og með hugorkunni
á það að geta beygt skeið sem sést
á skjá. Þetta þarf það að gera til
að forða sér frá einhverjum Zombí
sem ætlar að éta úr því heilann með
skeiðinni!“ lýsir hún.
Heimsdagurinn er haldinn nú
í tíunda skipti í Gerðubergi og er
hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík.
„Við stækkum viðburðinn alltaf
og stækkum. Nú erum við með
fimmtán atriði, öll mjög metnaðar-
full,“ segir Hólmfríður. Hún á von
á mörgum gestum. Undanfarin ár
hafa þeir verið fimmtán til sautj-
án hundruð. „Þetta verður alveg
frábært,“ segir hún. „Ég vil bara
hvetja fólk til að mæta tímanlega.“
gun@frettabladid.is
Skuggalegt og skemmtilegt
HIN PÓLSKA OTYLIA LIS Búningasmiðja snædrottningarinnar verður opin í dag. Þar geta allir gert sinn eigin búning í anda
vetrarríkis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
alla sunnudaga
klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Ljósmyndasýningar, ásamt fróðleg-
um fyrirlesti, verða á KEX hosteli,
Skúlagötu 28 í kvöld milli klukkan
20 og 21.30.
Kvöldið hefst á því að Jón Proppé
listfræðingur, sem er að skrifa sögu
ljósmyndunar sem listmiðils, kynn-
ir rannsóknir sínar og sýnir myndir
tengdar þeim. Að því loknu verður
sýning á íslenskum samtímaljós-
myndum frá árunum 1990 til 2011.
Í framhaldinu mun heiðursgestur
ljósmyndadaga og samstarfsaðili,
Christophe Laloi, stofnandi og list-
rænn stjórnandi ljósmyndahátíðar-
innar Voies Off í Arles Frakklandi,
sýna úrval ljósmynda frá 16 ára
sögu hátíðarinnar.
Sýningin er haldin í tilefni af
ljósmyndadögum í Reykjavík og er
skipulögð af Félagi íslenskra sam-
tímaljósmyndara ásamt Ljósmynda-
safni Reykjavíkur.
Vakin er athygli á því að mynd-
unum er varpað á tjald og þær eru
sýndar aðeins í þetta eina sinn. Því
er mjög mikilvægt að fólk mæti
tímanlega. - gun
Ljósmyndir sem list
Á SÝNINGUNNI Þessi mynd er ein þeirra
sem brugðið verður upp á Kexi í kvöld.
MYND/NICOLAS HAENI
Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í
heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt
utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra
hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira.
Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsu-
vinjar gegnum netfangið jon@ans.is.
Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir
24. febrúar næstkomandi.
Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar
eftir að ráða framkvæmdastjóra
í allt að 50% starf