Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 94
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR58
folk@frettabladid.is
? Kærastan mín vill alltaf vakna á næturnar til að
stunda kynlíf – hún er aldrei
til í tuskið ÁÐUR en við förum
að sofa. Er asnalegt að ég vilji
frekar gera það á kvöldin? Eru
konur kannski þannig gerðar að
þær njóta kynlífs betur um miðja
nótt?
SVAR: Konur eru ekki sér þjóð-
flokkur sem stundar bara kynlíf
á ákveðnum tímum dags. Engir
tveir einstaklingar eru eins og á
það einnig við um konur. Þín kona
nýtur kannski kynlífs betur eftir
að hafa sofið í sig smá orku. Þá
hafa mörg „kvennablöð“ oft ráð-
lagt konum að karlar elski að láta
vekja sig um miðja nótt í villt-
um kynlífsleik. Kannski finnst
konunni þinni þessi tími einfald-
lega hentugastur eða kannski er
hún að fara eftir afleitum ráðum
tímarits. Hvort heldur, ef þessi
tími hentar þér ekki þá verður þú
að segja það við hana og þið að
sammælast um tíma sem hentar
ykkur báðum. Það gengur ekki
að annað hvort ykkar sé hálf-
sofandi á meðan á samförum
stendur. Kannski þarf konan þín
að fara fyrr upp í rúm, ná að sofa
smá áður en þú kemur upp í og þá
eru þið bæði til í tuskið á sama
tíma. Eða þið gætu prufað kyn-
líf um miðjan dag. Ef þú vilt að
þetta breytist þá verður þú að
tala við hana. En svo velti ég því
fyrir mér, vill hún kannski hafa
þig sofandi á meðan á samförum
stendur? Ef svo er þá erum við
komin út í allt aðra sálma.
Vakinn af kærustunni
til að stunda kynlíf
FÓLK ER MISJAFNT Sumir vilja stunda kynlíf á næturnar, aðrir á kvöldin og enn aðrir
um hábjartan dag.
KYNLÍF: ÞARFTU HJÁLP?
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Skeggjaðir menn hafa lent í
vandræðum með snertiskjá-
símana sína sem lýsir sér
þannig að skeggið skellir á
viðmælendur. Fyrir suma
ætti að vera einfalt mál að
leysa vandann.
TÆKNI Alskegg er í tísku hjá karl-
mönnum víða um heim og þá sér-
staklega í Reykjavík. Skeggið hefur
ýmsa kosti, eins og Fréttablaðið
greindi frá á dögunum, en skegg-
sérfræðingurinn Stjúri, sem rekur
rakarastofu í Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar, segir það
meðal annars veita góða vörn fyrir
bæði hita og kulda. Ókostirnir eru
líka til staðar og einn af þeim ein-
skorðast við menn sem nota síma
með snertiskjá og þá sérstaklega
Nokia N8.
Þeir sem eru með þykkt alskegg
hafa lent í því að skjárinn nemi
skeggið á meðan á samtali stendur
með þeim afleiðingum að síminn
skelli á eða setji viðmælandann á
bið. Vandamálið má þó leysa á ein-
faldan hátt með því að hala niður
Symbian Belle-uppfærslunni á
heimasíðu Nokia.
Þorsteinn Þorsteinsson, vöru-
stjóri farsíma hjá Hátækni, segir
að vandinn hafi legið í skynjara í
skjánum, en að það sé nú úr sög-
unni. „Það er búið að laga þetta
vandamál með uppfærslum, en þeir
sem voru með mikið skegg lentu
frekar í þessu en hinir,“ segir hann.
Ókostirnir við alskeggið eru
nokkrir í viðbót, eins og Stjúri
kom að á dögunum. „Marga klæj-
ar undan skegginu í fyrstu,“ segir
hann. „Svo eiga matarleifar til að
festast í því, en maður verður að
vera duglegur að þrífa sig og forð-
ast að borða eins og dýr.“ Þessi
vandamál verða ekki leyst með
hugbúnaðaruppfærslu.
atlifannar@frettabladid.is
Uppfærsla gerir út um
símavandamál skeggjaðra
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal.
■ Til að sækja Symbian Belle í Nokia N8-símann þinn þarftu að vera með
Nokia PC Suite-hugbúnaðinn settan upp í tölvunni þinni.
■ Það á að vera nóg að tengja símann við tölvuna og opna Nokia PC Suite.
Þannig ættirðu að finna nýjustu uppfærsluna sem ætti að gera út um
skeggvandamálið.
UPPFÆRÐU SÍMANN ÞINN
NÝR KINDLE Bókarisinn Amazon.com kynnir á næstunni tvær nýjar
útgáfur af Kindle-lestölvunni sinni, sem hefur slegið í gegn víða um heim.
Nýju útgáfurnar verða með sjö og níu tommu skjá. Kindle hefur hingað til
verið fáanleg með sex tommu skjá.lifsstill@frettabladid.is
58