Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 97

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 97
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2012 61 Nýverið sendi tónlistarmaðurinn Úlfur frá sér myndband við lagið Black Shore sem er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kemur út hjá Kimi Records í lok mars. Áður kemur hún út hjá jap- anska útgáfufélaginu AfterHours. Máni Sigfússon leikstýrði myndbandinu sem hefur fengið mikla athygli frá frumsýningu og hafa rúmlega 33 þúsund manns borið það augum á Vimeo.com. Úlfur, sem kallaði sig áður Klive, hefur spilað með Swords of Chaos og verið bassaleikari í tón- leikahljómsveit Jónsa. Black Shore vekur athygli ÚR NÝJU MYNDBANDI Nýtt myndband Úlfs við lagið Black Shore hefur vakið athygli. Naomi Watts mun leika Díönu prinsessu í nýrri mynd sem talið er að fjalli um samband hennar við hjartalækninn Hasnat Khan. Þau áttu í leynilegu ástarsam- bandi sem hófst árið 1995 en lauk nokkrum mánuðum fyrir dauða hennar 1997. Myndin nefnist Caught in Flight og leikstjóri verður Oliver Hirschbiegel sem vakti mikla athygli fyrir myndina Downfall. Hann segir Watts framúrskar- andi leikkonu sem hafi yfir að ráða þeirri hlýju og manngæsku sem þarf til að leika Díönu. Watts sást síðast í myndinni J. Edgar þar sem hún lék á móti Leonardo DiCaprio. Naomi Watts sem Díana LEIKUR DÍÖNU Naomi Watts leikur Díönu prinsessu í nýrri mynd. Bandarísku sjónvarpsþættirnir House ljúka göngu sinni í Banda- ríkjunum í apríl þegar sýningum lýkur á áttundu þáttaröðinni. Framleiðendurnir, þar á meðal aðalleikarinn Hugh Laurie, sögðu að ákvörðunin hefði verið sárs- aukafull en tími væri kominn að binda enda á þættina. Laurie leikur Gregory House, snjallan lækni sem virðist eiga erfitt með að læra almenna mannasiði. Þættirnir hafa hlotið yfir fjörutíu verðlaun síðan þeir hófu göngu sína, þar á meðal Emmy- og Golden Globe-verð- laun. House hættir göngu sinni KVEÐJUSTUND Áttundu og síðustu þáttaröðinni af House lýkur í apríl. Sir Elton John og maðurinn hans, David Furnish, hafa hitt ráðgjafa vegna uppeldis sonar þeirra, Zach- ary. Þeir óttast að hann verði litinn hornauga þegar hann vex úr grasi. Zachary kom í heiminn á jóla- dag 2010. „Við ætlum að ala hann upp þannig að hann verði stolt- ur af því hver hann er og skilji að hann varð til upp úr ást okkar beggja,“ sagði Furnish við tíma- ritið Attitude. „Hann á eftir að fá mikla athygli og hugsanlega verð- ur hann litinn tvöfalt meira horn- auga bæði vegna þess að foreldrar hans eru mjög frægir og að hann á tvo pabba.“ Elton John, sem er 64 ára, segir að það hafi verið ótrúleg upplif- un að eignast barn, sérstaklega vegna þess að hann bjóst ekki við því að eignast fjölskyldu. „Árið okkar með honum hefur verið frá- bært. Ég get ekki lýst því hversu gott þetta ár hefur verið og hversu mikla ánægju hann hefur fært okkur,“ sagði tónlistarmaðurinn um Zachary. „Mér líður ekki eins og 65 ára manni, sem ég verð á næsta ári. Núna þegar ég hef eignast barn hef ég svo mikið meira að gera. Mig langar að sjá svo margt verða að veruleika áður en ég dey.“ Hitta ráðgjafa vegna sonarins HITTA RÁÐGJAFA Elton John og David Furnish hafa hitt ráðgjafa vegna upp- eldis sonar þeirra, Zachary. ... og náðu tökum á mataræðinu Í þessari bók er kynnt aðferð við að ná stjórn á matarvenjum sínum sem höfundurinn hefur þróað á síðastliðnum 15–20 árum. Aðferðin hefur verið nefnd „þjálfun svengdarvitundar“ og byggir á hugrænni atferlismeðferð. Aðferðin er notuð á næringar- og offitusviði Reykjalundar, á Landspítalanum og víðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Reynslan hefur sýnt að þjálfun svengdarvitundar gagnast vel þeim sem glíma við offitu og hvers kyns átraskanir. Umsagnir um bókina: Í offitumeðferðinni á Reykjalundi höfum við notað þjálfun svengdarvitundar í nokkur ár. Hún hefur gefist mjög vel og hjálpað fjölmörgum að skilja mun á svengd og löngun í mat og auðveldað þeim að hafa stjórn á stærð máltíða. Það hefur aftur auðveldað þeim að ná tökum á „eðlilegri“ næringu. Við sjáum þjálfun svengdarvitundar því sem mjög gott hjálpartæki í meðferð offitu. Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir næringar- og offitusviðs Reykjalundar Neyslusamfélagið léttir okkur ekki ævinlega lífið. Knúið áfram af æ meiri framleiðslu, sölu og neyslu á alls kyns varningi, hvetur það leynt og ljóst til ofneyslu og sóunar. Öll ofgnóttin verður hvað sýnilegust og afdrifaríkust þegar neysluvaran er matur eða drykkur. Afleiðingarnar eru aukin líkamsþyngd milljóna manna um víða veröld. Við þurfum að læra að borða, drekka og velja rétt og hlusta á líkamann. Þessi bók kennir einmitt það. Dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur og prófessor við H.Í. Við þjálfun svengdarvitundar er áhersla lögð á að velja mat af kostgæfni, fylgjast með áti á meðan því stendur, hætta að borða hóflega saddur og meta líðan að máltíð lokinni. Þetta er gagnreynd meðferð, sem kennir að þekkja sitt magamál. Þýðendum hefur tekist vel að þýða bókina, sem á erindi við hina fjölmörgu, sem eiga við ofþyngd að stríða. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, prófessor í sálfræði við H.Í. SKRUDDA www.skrudda.is 2 fyrir 1 af lambasamlokum í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.