Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 104

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 104
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR68 FÓTBOLTI Lars Lagerbäck hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann var kynntur til sög- unnar sem nýr landsliðsþjálfari seint á síðasta ári. Þar tilkynnti hann þá leikmenn sem munu spila í vináttuleikjunum gegn Japan og Svartfjallalandi ytra í lok mánað- arins. En hann nýtti einnig tækifærið og fór yfir með ítarlegum hætti hvernig hann hyggst byggja upp landsliðið, bæði innan sem utan vallarins. Lagerbäck tók sér drjúgan tíma til að kynna sín sjónarmið og þær leiðir sem hann ætlar sér að fara til að ná settum markmið- um. Fundinn sátu einnig Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari hans, sem og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálf- ari kvenna. Greinilegt er að Lag- erbäck ætlar sér að nýta þeirra krafta í þágu A-landsliðs karla og uppbyggingu þess á komandi árum. Sænskur njósnari í teyminu Tvö ný andlit eru í starfsteymi Lagerbäck. Roland Andersson verður „njósnari“ liðsins – það er að segja sérfræðingur hans um andstæðinga Íslands. Lagerbäck og Andersson hafa unnið lengi saman, bæði í landsliði Svíþjóðar og Nígeríu, en sá fyrrnefndi sagði nauðsynlegt að hafa mann í þessu hlutverki sem hann þekkir vel og treystir. Það reynir á skýr og góð samskipti þeirra, sérstaklega þegar stutt er á milli leikja. Guð- mundur Hreiðarsson mun svo sjá um þjálfun markvarða. „Númer eitt hjá mér er að vinna knattspyrnuleiki,“ sagði hann um hvað hann teldi mikilvægast í sínu starfi. Það væri eitt að reyna að spila eins og Barcelona eða spænska landsliðið en niðurstað- an væri alltaf sú sama – að vinna leiki. „Besta leiðin til að vinna leiki er að spila vel.“ Það eru svo miklu fleiri atriði sem koma að því að ná aðalmark- miðinu fram, svo sem agi (innan sem utan vallar), virðing, liðsheild og ekki síst hugarfar. Viljinn til að vinna leiki verður að vera til stað- ar og hugarfarið verður að vera rétt. „Það þarf auðvitað margt til að ná árangri, svo sem hæfileika, andlegan styrk og svo framvegis. En þetta snýst að stórum hluta um skapgerð og persónur leikmanna,“ sagði Lagerbäck. „Það þarf mis- munandi leikmenn og hver hefur sína hæfileika en mín reynsla sýnir að þeir allra bestu eiga eitt sameiginlegt – allir hafa gríðar- lega löngun til að vinna leiki og ná árangri. Það er hægt að temja sér slíkan hugsunarhátt en að mestu leyti er þetta meðfæddur hæfi- leiki.“ Nýta styrkleika leikmanna Lagerbäck hnykkir einnig á mik- ilvægi þess að vera raunsær. „Við verðum að kunna að meta þá hæfi- leika sem búa í okkar leikmönn- um. Góður fótbolti snýst um að geta nýtt leikmennina og hæfi- leika þeirra á sem bestan máta,“ sagði Lagerbäck. „Þetta fer einn- ig saman með bjartsýni og trú á eigin getu.“ Hann kom einnig að fleiri þáttum sem snúa að leikað- ferð („Ég vil spila 4-4-2“), mikil- vægi æfinga og leikmannavali. Fyrir leikina tvo í lok mánaðarins valdi hann tvo átján manna hópa en enginn leikmannanna mun spila báða leikina. Hann fær því tæki- færi til að kynnast sem flestum leikmönnum. Fyrstu fjórir leikir liðsins undir stjórn Lägerbacks verða vináttu- landsleikir gegn sterkum liðum á útivelli og segir hann að það sé mikilvægt að láta reyna vel á liðið. „Það er auðvitað ekki gott að tapa en um leið er mikilvægt að liðið taki framförum. Til þess er nauð- synlegt að spila gegn eins sterkum liðum og mögulegt er.“ Lagerbäck hefur kynnt sér leiki íslenska liðsins á myndböndum og landsliðsmenn sem hafa spil- að síðustu ár. Hann vill þó gefa öllum jafnt tækifæri á að sýna sig og sanna fyrir honum í eigin persónu. „En mestu máli skiptir að bestu leikmennirnir séu í landslið- inu hverju sinni, óháð aldri,“ ítrek- ar hann. Megum ekki við klaufalegum mis- tökum Ísland hefur ekki náð góðum árangri í síðustu undankeppnum en Lagerbäck segir þó að liðið hafi oft spilað vel og í raun verið óhepp- ið í mörgum leikjum. „En ef ég á að vera hreinskilinn þá fékk liðið á sig mörg klaufaleg mörk – í raun kjánaleg (e. silly). Liðið má ekki við slíkum mistökum ef það ætlar sér að vinna sterk lið,“ sagði hann og benti á mörk sem Ísland fékk á sig gegn Portúgal í síðustu und- ankeppni. „Liðið spilaði oft vel en stundum þurfti það síðasta upp á – að koma boltanum yfir línuna. Þar komum við aftur að hugarfarinu og sigurviljanum sem getur haft mikið að segja í slíkum aðstæðum. Það er eitthvað sem öll lið þurfa að huga vel að.“ Ísland leikur gegn Japan 24. febrúar og Svartfjallalandi fimm dögum síðar. eirikur@frettabladid.is NÚMER EITT ER AÐ VINNA LEIKI Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið sína fyrstu landsliðshópa en á blaðamanna- fundi í gær útlistaði hann hvaða leiðir hann ætlar að fara til að ná settum markmiðum. Leikmenn byrja með hreint borð hjá þjálfaranum sem valdi alls 36 menn fyrir leikina á móti Japan og Svartfjallalandi. GÓÐIR SAMAN Lars Lagerbäck og Eyjólfur Sverrisson á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Samvinna þjálfara A- landsliðs karla og U-21 landsliðs- ins verður meiri en hingað til. Lars Lagerbäck sagði á blaðamanna- fundi KSÍ í gær að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við bæði Eyj- ólf Sverrisson, þjálfara U-21 liðs- ins, sem og Sigurð Ragnar Eyjólfs- son þjálfara kvennalandsliðsins. „Við höfum rætt saman um þessi mál og það hefur allt verið mjög jákvætt,“ sagði Eyjólfur um sam- starf hans og Lagerbäcks fyrstu vikur þess síðarnefnda í starfi. „Við ætlum að koma íslenska landsliðinu á hærri stall. U-21 liðið er undirbúningur fyrir A-liðið og þar fá strákarnir fyrstu kynni af þessu umhverfi. Við munum sam- ræma okkar aðferðir, allt frá leik- skipulagi að agareglum, svo að leikmenn sem koma úr U-21 lands- liðinu í A-landsliðið viti að hverju þeir eru að ganga.“ Lagerbäck leggur áherslu á að láta lið sín spila samkvæmt 4-4-2 leikkerfinu og Eyjólfur mun því innleiða þá leikaðferð í sitt lið. „Við ræddum þessi mál ítarlega og auðvitað þarf að haga þessum málum eftir aðstæðum hverju sinni. En ég tel að við getum stillt upp í 4-4-2 enda mikilvægt að þessi tvö lið stilli saman strengi sína á þennan máta,“ segir Eyj- ólfur og er óhræddur við að prófa nýja hluti. „Ég lít á þetta sem tækifæri til að bæta við mig og læra af Lars sem er hokinn af reynslu í þessum bransa. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig.“ - esá Eyjólfur Sverrisson: U-21 spilar 4-4-2 eins og A-liðið EYJÓLFUR SVERRISSON Kynnir hér hópinn sinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leikur við Japan 24. febrúar Markmenn: Gunnleifur Gunnleifsson FH Hannes Þór Halldórsson KR Varnarmenn: Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg Arnór Sveinn Aðalsteinsson Hönefoss Guðmundur Kristjánsson Breiðablik Skúli Jón Friðgeirsson KR Hallgrímur Jónasson Sönderjyske Elfar Freyr Helgason AEK Aþena Miðjumenn: Helgi Valur Daníelsson AIK Theódór Elmar Bjarnason Randers Steinþór Freyr Þorsteinsson Sandnes Ari Freyr Skúlason Sundsvall Haukur Páll Sigurðsson Valur Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV Sóknarmenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson Norrköping Arnór Smárason Esbjerg Matthías Vilhjálmsson FH Garðar Jóhannsson Stjarnan Leikur við Svartfjallaland 29. febrúar Markmenn: Stefán Logi Magnússon Lilleström Haraldur Björnsson Sarpsburg Varnarmenn: Indriði Sigurðsson Viking Grétar Rafn Steinsson Bolton Birkir Már Sævarsson Brann Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk Ragnar Sigurðsson FCK Sölvi Geir Ottesen FCK Hjörtur Logi Valgarðsson IKF Gautaborg Miðjumenn: Emil Hallfreðsson Hellas Verona Aron Einar Gunnarsson Cardiff Kári Árnason Aberdeen Jóhann Berg Guðmundsson AZ Rúrik Gíslason OB Eggert Gunnþór Jónsson Wolves Sóknarmenn: Birkir Bjarnason Standard Liege Alfreð Finnbogason Lokeren Gylfi Þór Sigurðsson Swansea Landsliðshóparnir hans Lars Lagerbäck Hilton stóll kr. 49.000,- SVARTUR & BRÚNN Hilton 3ja sæta kr. 89.000,- SVARTUR & BRÚNN Hilton 2ja sæta kr. 69.000,- SVARTUR & BRÚNN ReLax 3ja sæta kr. 159.000,- SVARTUR & BRÚNN ReLax stóll kr. 89.000,- SVARTUR & BRÚNN Hallanlegt bak og fótskemill báðum megin Ótrúlega þægilegt ! Allir sitja vel ! U-21 landsliðshópurinn Markmenn: Arnar Darri Pétursson (Sönder- jyske), Ásgeir Þór Magnússon (Valur) Árni Snær Ólafsson (ÍA) Varnarmenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (Bochum), Finnur Orri Margeirsson (Breiða- blik), Jóhann Laxdal (Stjarnan), Eiður Aron Sigurbjörnsson (Örebro), Brynjar Gauti Guð- jónsson (ÍBV), Hörður Björgvin Magnússon (Juventus) Miðjumenn: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV), Björn Daníel Sverrisson (FH), Dofri Snorrason (KR), Guðmundur Þórarinsson (ÍBV), Jón Daði Böðvarsson (Selfoss), Egill Jónsson (KR) Sóknarmenn: Kristinn Steindórsson (Halmstad), Aron Jóhannsson (AGF), Björn Bergmann Sigurðarson (Lilleström), Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.