Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 110
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR74
PERSÓNAN
„Það er óneitanlega gaman að myndin fái
svona mikla athygli,“ segir Óskar Þór Axels-
son, leikstjóri myndarinnar Svartur á leik.
Bandaríski vefmiðillinn Hollywood Reporter
telur íslensku myndina vera eina af sjö
myndum sem vert er að fylgjast með á kvik-
myndahátíðinni í Berlín.
Svartur á leik, eða Black ś Game eins og hún
er titluð á ensku, hefur verið á miklu heims-
hornaflakki undanfarið þrátt fyrir að enn eigi
eftir að frumsýna hana hér á landi. Myndin
var sýnd á kvikmyndahátíð í Rotterdam á dög-
unum en bæði leikstjórinn og aðalleikarinn,
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, fylgdu henni
eftir þangað.
Myndin fékk góða dóma þar sem leikarinn
Damon Younger fær sérstakt hrós frá gagn-
rýnanda vefsíðunnar Twitchfilm.com.
„Það er alltaf smá stressandi að frumsýna
fyrir fullum sal af fólki en þetta gekk mjög
vel og við fengum jákvæð viðbrögð,“ segir
Óskar og bætir við að áhorfendur hafi verið
að tengja vel við íslenska raunveruleikann í
myndinni. „Af því sem ég hef fengið að heyra
þykir myndin endurspegla íslenskt umhverfi
og veruleika vel.“ Svartur á leik er byggð á bók
Stefáns Mána og gerist í undirheimum Reykja-
víkurborgar í lok tíunda áratugarins.
Óskar ætlar ekki að fylgja myndinni til Berl-
ínar en hlakkar til að heyra af viðtökunum.
„Ég kemst því miður ekki í þetta sinn en ég
fylgist spenntur með. Það verður líka spenn-
andi að frumsýna hér heima.“ Myndin verður
frumsýnd hér á landi í mars. - áp
Óskar Þór ánægður með viðtökurnar
ÁNÆGÐUR Óskari Þór Axelssyni líkar vel við athyglina
sem mynd hans Svartur á leik hefur fengið úti í heimi.
Hér er hann ásamt Stefáni Mána, höfundi bókarinnar
sem myndin er byggð á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og einn af
stofnendum Vesturports, er nú að búa sig og fjöl-
skyldu sína undir flutning til Vancouver í Kan-
ada. Þangað hyggst leikkonan flytjast á næstu
mánuðum til að setjast á skólabekk í Vancouver
Film School og takast á við nám í handritagerð
fyrir kvikmyndir og sjónvarp.
Vancouver Film School er mjög virtur skóli og
langt, strangt og erfitt ferli að komast þar inn.
Nanna Kristín má því una sátt við sitt og vera
stolt af þessum árangri.
Til að minnka búslóðina fyrir flutningana
hefur Nanna Kristín, ásamt Tobbu Marinós
og nokkrum öðrum, boðað til bílskúrssölu á
KEX Hosteli Skúlagötu 28, á sunnudaginn milli
klukkan 11 og 17. Þar verður að finna allt frá
barnafötum til húsgagna og alvöru bílskúrssölu-
andrúmsloft mun svífa yfir vötnum. - trs
Nanna lærir
handritagerð
HELDUR UTAN
Nanna Kristín
flytur með
fjölskylduna til
Vancouver.
„Það er mannréttindabrot að geta
ekki keypt sitt rauðvín,“ segir
Aðalbjörn Tryggvason, söngvari
rokksveitarinnar Sólstafa.
Ekki eru allir á eitt sáttir við
ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda
um að banna sölu á rauðvíni ensku
rokksveitarinnar Motörhead hér á
landi. Ástæðan sem gefin var upp
var sú að nafnið sé vísun í amfeta-
mínneyslu og sveitin syngi um
stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni.
„Tónlist er list og það er verið
að kenna rauðvín við listform.
Hvernig geturðu sagt að listform
stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði
og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í
hött,“ segir Motörhead-aðdáand-
inn Aðalbjörn, sem er ósáttur við
gang mála. „Þetta er bara plebb-
ismi. Á hvaða öld lifum við eig-
inlega? Þú tekur ekki LSD þótt
þú hlustir á Let it Be. Börn eru
í tölvuleikjum og þau fara ekki
að drepa fólk. Þetta er forræðis-
hyggja af verstu sort,“ segir hann
og bætir við: „Þegar ég sá þetta á
netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég
ekki ofbeldishneigður? Þá myndi
ég bara skalla einhvern. Ég á ekki
til orð.“
Bergur Geirsson úr poppsveit-
inni Buff, sem er einnig mik-
ill Motörhead-maður, er á sama
máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi
hræsni sem er í stjórnsýslunni og
víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston
Churchill-koníak þó að hann hafi
verið spíttfíkill og drykkjumaður.
Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði
hann örugglega leyfður.“
Annar grjótharður Motörhead-
aðdáandi er Vésteinn Valgarðs-
son. „Mér þykir miður að geta
ekki keypt mér Motörhead-vín.
Mér finnst ástæðurnar sem eru
gefnar upp fyrir því hljóma hjá-
kátlega. Þær hljóma eins og geð-
þóttaákvörðun. Ef við myndum
nota sama mælikvarða á allt þá
myndu þeir örugglega banna ýmis-
legt sem þeir leyfa núna. Ég skil
ekki af hverju ég ætti ekki að geta
keypt mér þetta rauðvín,“ segir
Vésteinn svekktur.
Blaðamaður reyndi einnig að
ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum
trommuleikara Egó, við vinnslu
fréttarinnar en ekki náðist í hann.
freyr@frettabladid.is
AÐALBJÖRN TRYGGVASON: FORRÆÐISHYGGJA AF VERSTU SORT
Mannréttindabrot að geta
ekki keypt rauðvínið sitt
ÓSÁTTIR MOTÖR-
HEAD-AÐDÁENDUR
Aðalbjörn Tryggvason,
Bergur Geirsson og Vésteinn
Valgarðsson eru ósáttir við
að mega ekki kaupa sér
Motörhead-rauðvín í ÁTVR sem
Lemmy og
félagar í
Motör-
head
standa
fyrir.
Agnar Ólason
Aldur: 21 árs
Starf: Vél-
skólanemi,
útgerðarmaður
og formaður
Karlakórs Sjó-
mannaskólans.
Foreldrar: Óli Björn Einarsson,
húsasmiður og Kristbjörg Sigurðar-
dóttir, verðandi ferðamálafræðingur.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Búseta: Bý í Reykjavík eins og er,
en er aðfluttur frá Kópaskeri.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Agnar er formaður Karlakórs Sjómanna-
skólans sem sigraði söngkeppni Tækni-
skólans í síðustu viku og keppir fyrir
hönd skólans í Söngkeppni framhalds-
skólanna.
Krassandi ævintýraleikrit
í leikstjórn Sigga Sigurjóns
MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS
NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS
MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ
Lau 11/2 kl.16 UPPSELT
Lau 11/2 kl.19 UPPSELT
Sun 12/2 kl.19 UPPSELT
Fim 16/2 kl.19 örfá sæti laus
Fös 17/2 kl.19 UPPSELT
Lau 18/2 kl.16 UPPSELT
Lau 18/2 kl.19 UPPSELT
Sun 19/2 kl.19 örfá sæti laus
Fim 23/2 kl.19 örfá sæti laus
Fös 24/2 kl.19 UPPSELT
Lau 25/2 kl.16 UPPSELT
Lau 25/2 kl.19 UPPSELT
Sun 26/2 kl.16 ný sýning
Lifestream Bowel+
meltingarensímin tryggja betri meltingu,
meiri upptöku á næringaefnum og góða
líðan í maga og ristli.
Regluleg inntaka tryggir vellíðan.
Inniheldur:
Nútíma meðhöndlun á matvælum
eyðileggur ensímin í matnum,
því skortir flesta meltingarensím
nema við séum reglulega á hráfæði.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
Fæst: Apótekum, heilsubúðum og Krónunni.
Bragðgott, 2 tsk á dag