Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 4
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 23.02.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,7893
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,58 124,16
194,30 195,24
163,51 164,43
21,987 22,115
21,790 21,918
18,572 18,680
1,5416 1,5506
190,87 192,01
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
P
O
R
T
hö
nn
un
Við styðjum þig
STOÐ
HEILBRIGÐISMÁL Fegrunaraðgerðir
á innri skapabörmum kvenna hafa
færst í aukana á síðustu árum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lýtalækn-
um er eftirspurnin mest meðal
yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára.
Á vefsíðu lýtalæknanna Guð-
mundar Más Stefánssonar og Ólafs
Einarssonar, www.lytalaeknir.is,
segir að helstu
ástæður aðgerð-
a r i n n a r séu
útlitslegar, auk
þess sem stór-
ir innri skapa-
ba rma r get i
stundum valdið
ertingu og sviða
við kynlíf. Þar
segir einnig að
konurnar eigi
það sameiginlegt að innri skapa-
barmar þeirra séu stærri og síðari
en þeir ytri og finnist mörgum það
töluvert lýti. Kostnaður við hverja
aðgerð er á bilinu 150 til 200 þús-
und krónur.
Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir,
sem flutti erindi um málið á Lækna-
dögum árið 2010, hefur nú skrifað
grein um fegrunaraðgerðir á skapa-
börmum en hún mun birtast í fræði-
riti sem kemur út í næsta mánuði. Í
greininni segir að vert sé að velta
fyrir sér hvaðan ungar konur fái
skilaboð um að skapabarmar þeirra
líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver
komi konunum í skilning um að
útliti þeirra sé ábótavant.
„Kynfæri eru persónulegustu
hlutar líkamans sem flestir deila
aðeins með fáum útvöldum. Ef karl-
maður gagnrýnir konu fyrir jafn
persónulegan hluta hennar og innri
skapabarma er ástæða fyrir konuna
að velta alvarlega fyrir sér ekki
útliti þeirra, heldur sambandinu,“
segir í grein Sæunnar.
Finni kona til óþæginda eða sárs-
auka vegna stærðar innri skapa-
barma er sjálfsagt að bregðast við
því, að mati Sæunnar. „En áður en
ráðist er í að skera í skapabarma
sem særa augun er mikilvægt að
grandskoða merkingu þess sem á
að skera í burtu.“
Engar tölur liggja fyrir um
umfang fegrunaraðgerða hér á
landi og eru skapabarmaaðgerðir
þar meðtaldar. Embætti landlæknis
hefur unnið að því á undanförnum
árum að fá yfirlit yfir allar aðgerð-
ir sem framkvæmdar eru á einka-
reknum læknastofum en þær hafa
þó enn ekki borist. sunna@frettabladid.is
Skapabarmaaðgerðir færast
í aukana hjá lýtalæknum
Fegrunaraðgerðir á skapabörmum kvenna njóta vaxandi vinsælda. Sálgreinir segir þróunina varasama.
Eftirspurn mest á meðal yngri kvenna segja lýtalæknar. Engar tölur til um fjölda slíkra aðgerða hérlendis.
SKURÐAÐGERÐ Ekki eru til neinar tölur um fjölda fegrunaraðgerða hér á landi, en að
sögn lýtalækna hefur aðgerðum á skapabörmum fjölgað síðustu árin.
NORDICPHOTOS/AFP
SÆUNN
KJARTANSDÓTTIR
Sigríður Dögg Arnardóttir kyn-
fræðingur segir kynfæravitund
beggja kynja í
landinu almennt
ábótavant.
Myndir af
sköpum í kyn-
fræðslutímum
grunn- og fram-
haldsskóla séu
oftast teikn-
aðar þar sem skapabarmar eru
symmetrískir og varla sjáanlegir,
ekki ósvipaðir þeim sem sjást
í klámmyndum, og því sé einu
ákveðnu útliti tekið sem „eðli-
legu“. Nauðsynlegt sé að bæta
kynfæravitund og sýna að kynfæri
kvenna séu ekki öll eins.
Lítil vitund
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknaði í gær Steingrím
Sævarr Ólafsson, ritstjóra vef-
miðilsins Pressunnar, af ásök-
unum um
meiðyrði í garð
listamannsins
Ægis Geirdal.
Ægi er gert að
greiða Stein-
grími 180 þús-
und krónur í
málskostnað.
Ægir fór
fram á að
sex ummæli
þar sem hann var sakaður um
kynferðisbrot yrðu ómerkt og
krafðist einnar milljónar króna í
miskabætur. Ummælin voru höfð
eftir systrum sem töldu ótækt að
Ægir væri í framboði til stjórn-
lagaþings, enda hefði hann brotið
gegn þeim þegar þær voru börn.
Ægir hafnaði þessu, höfðaði mál á
hendur Steingrími og hótaði mál-
sókn gegn systrunum sem ekkert
hefur orðið af. - sh
Ægir Geirdal tapar dómsmáli:
Ritstjóri sýkn
af meiðyrðum
Sagt var frá dómsmáli á bls. 2 í
blaðinu í gær undir fyrirsögninni
„Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu“.
Ónærgætið var af blaðinu að draga
sérstaklega fram þetta atriði málsins,
sem snerist um að maður hefði
gengið of langt í að bregðast við
bjölluati með því að svipta lítinn
dreng frelsi um stund. Blaðið biður
drenginn og aðstandendur hans
afsökunar á fyrirsögninni.
HALDIÐ TIL HAGA
STEINGRÍMUR
SÆVARR ÓLAFSSON
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hefur
fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúr-
skurð Héraðsdóms Norðurlands
eystra yfir manni sem hefur játað
alvarlega líkamsárás á eldri mann
á Þórshöfn fyrr í mánuðinum.
Farið var fram á varðhaldið þar
sem rannsóknarhagsmunir krefð-
ust þess og á það féllst héraðs-
dómur. Hæstiréttur er hins vegar
ósammála, enda sé rannsókn máls-
ins langt komin og ekkert fram
komið um að maðurinn muni reyna
að torvelda hana. Hann var fyrst
handtekinn 11. febrúar og sleppt úr
haldi en síðan úrskurðaður í varð-
hald 17. febrúar til 1. mars, eftir að
lögregla gerði sér fulla grein fyrir
alvarleika málsins.
Fram kemur í gæsluvarðhalds-
úrskurðinum að árásin hafi verið
mjög hrottafengin og sé rannsök-
uð sem tilraun til manndráps.
Talið er að maðurinn hafi ráðist
margsinnis á þolandann með hnefa-
höggum og hafi meðal annars notað
munnhörpu sem eins konar hnúa-
járn. Þá telur lögregla að hann hafi
sparkað ítrekað í hann, meðal ann-
ars í höfuð hans. Þolandinn hlaut
heilablæðingu og mar á heila auk
fleiri áverka. Fram hefur komið við
rannsóknina að árásin geti tengst
sögusögnum um alvarleg brot þol-
andans, sem nú er sjötugur, fyrir
mörgum áratugum. - sh
Beitti eldri mann hrottalegu ofbeldi á Þórshöfn, meðal annars með munnhörpu:
Árásarmaður leystur úr haldi
ÞÓRSHÖFN Sögusagnir um áratuga
gömul alvarleg afbrot sjötugs þolandans
virðast hafa verið kveikjan að árásinni.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
8°
9°
7°
9°
7°
6°
6°
18°
16°
16°
12°
29°
2°
13°
21°
3°
Á MORGUN
Dregur úr vindi.
LAUGARDAGUR
5-10 m/s, vaxandi
S-átt síðdegis.
1
0
0
1
-1
2
-2
33
6
4
9
7
8
12
10
10
8
10
12
20
14
3
2
0
0
-2 0 0
0
2
2
ÚRKOMUSAMT
Það er heldur stutt
á milli lægða hjá
okkur þessa dag-
ana og því veður
nokkuð breytilegt.
Lægð dagsins
fylgir stífur vindur
einkum við suður-
ströndina og verður
úrkomusamt syðra
fyrri partinn en
fer síðan að snjóa
norðan til síðdegis.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
DANMÖRK Bæjaryfirvöld í Rand-
ers á Jótlandi munu frá og með
næstu mánaðamótum senda ungt
atvinnulaust fólk út til hreingern-
ingastarfa.
Á vef Berlingske segir að
atvinnulausum undir 25 ára
aldri verði gert að þrífa upp rusl
í skóglendi bæjarins auk þess
sem fólkið verði sent í tilfallandi
störf hjá náttúrumiðstöð Rand-
ers og annað til að fegra bæinn
og umhverfi hans. Um er að ræða
fulla vinnu, 37 stundir á viku.
- þj
Atvinnulausir í Randers:
Atvinnulausir
sendir í tiltekt
Hraðakstur í miðborginni
Fimm ökumenn voru sviptir ökurétt-
indum til bráðabirgða í fyrradag eftir
að hafa ekið of hratt á Suðurgötu við
Skothúsveg í Reykjavík. Þeir mældust
á 64-74 km hraða á klukkustund þar
sem hámarkshraði er 30.
LÖGREGLUFRÉTTIR