Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 8
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR8 SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI ÁKÆRIR VEGNA AL THANI-MÁLSINS Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings og einn stærsti eigandi bankans hafa verið ákærðir vegna meintra umboðssvika og markaðs- misnotkunar. Ákæran snýr að meintum lögbrotum tengdum kaupum Sheikh Al Thani á 5% hlut í Kaup- þingi seinni hluta septem- ber 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurð- ur Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformaður og formaður lánanefndar bankans, Ólafur Ólafs- son, sem átti 9,88% hlut í Kaup- þingi í gegnum félög í sinni eigu, og Magnús Guðmundsson, fyrr- um framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg, hafa verið ákærðir fyrir brot gegn almennum hegning- arlögum og lögum um verðbréfavið- skipti vegna aðkomu sinnar að svo- kölluðu Al Thani máli. Sérstakur saksóknari telur fjórmenningana hafa framið umboðssvik og mark- aðsmisnotkun eða átt hlutdeild í slíkum brotum. Verði þeir fundn- ir sekir um þau brot sem þeim er gefið að sök að hafa framið gæti beðið þeirra allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni, sem er fjórtán blað- síðna löng, eru þær röksemdir sem málsóknin er byggð á raktar ítar- lega. Fréttablaðið hefur ákæruna, sem er dagsett 16. febrúar 2012, undir höndum. Enn átti eftir að birta einhverjum fjórmenninganna ákæruna í gærmorgun en búist var við því að það myndi takast þegar liði á daginn. Stefnt er að því að þingfesta málið í byrjun mars. Málið sem ákært er fyrir snýst um kaup Q Iceland Finance ehf. á 5,01% hlut í Kaupþingi í lok septem- ber 2008, rúmum tveimur vikum fyrir bankahrun. Opinberlega var látið líta út fyrir að Sheikh Moha- med bin Khalifa Al Thani, skráður eigandi félagsins, hefði keypt hlut- inn fyrir samtals tæpa 26 milljarða króna og að um erlenda fjárfest- ingu væri að ræða. Eftir fall Kaup- þings kom hins vegar í ljós að Kaup- þing hafði fjármagnað kaupin með því að lána tveimur aflandsfélög- um, Gerland Trading (í eigu Ólafs Ólafssonar) og Serval Trading Group Corp. (í eigu Al Thani), 12,9 milljarða króna hvoru til að fjár- Kaupþingsstjórar og Ólafur ákærðir 1 Hreiðar Már Sigurðsson er ákærður fyrir umboðssvik. Í ákærunni segir að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem forstjóri Kaupþings og farið út fyrir heimildir sínar þegar hann lét bankann veita Brooks Trading Ltd., eignalausu félagi með takmarkaða ábyrgð sem skráð er á Tortola-eyju, peningamarkaðslán upp á 50 milljónir dala 19. september 2008. Eigandi félagsins var Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani. Magnús Guðmundsson er auk þess ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars Más í þessum kafla. Umrætt peningamarkaðslán var ekki undirritað, lánanefnd Kaupþings hafði ekki samþykkt það og endurgreiðsla þess var ekki tryggð með neinum hætti samkvæmt ákærunni. Lánsfjár- hæðin var lögð inn á reikning Al Thani í Kaup- þingi í Lúxemborg. Lánið var á gjalddaga 30. september 2008 en var síðar framlengt til 14. október og loks til 18. nóvember 2008. Hreiðar Már hætti störfum hjá Kaupþingi í lok dags 21. október. Magnúsi er gefið að sök að hafa tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd umboðssvika Hreiðars Más. Í ákærunni segir að hlutdeild hans hafi falist „í því að Magnús hafði bæði milligöngu um samningsviðræður við raun- verulegan eiganda Brooks Trading Ltd., Sheikh Mohamed bin Khalifa Al Thani, og um að útvega félagið sem notað var af hálfu Al Thani í viðskiptunum“. Magnús á auk þess að hafa tekið þátt í því með Hreiðari Má að fyrirskipa starfsmönnum Kaupþings að borga lánið út og „hlaut honum að vera ljóst að Hreiðari Má brast heimild til lánveitingarinnar og að lánið var veitt án nokkurra ábyrgða eða trygginga“. Lánið til Brooks Trading Ltd. hefur ekki inn- heimst. 2 Hreiðari Má og Sigurði Einarssyni er gefið að sök að hafa framið umboðssvik með því að hafa mis- notað aðstöðu sína þegar þeir fóru út fyrir heimildir sínar með því að veita Gerland Assets Ltd., eignalausu félagi með takmarkaða ábyrgð sem er skráð á Tortola-eyju, tæpa 12,9 milljarða króna peningamarkaðslán 29. sept- ember 2008. Gerland var í eigu Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings. Fjárhæðin var síðan millifærð inn á reikning Choice Stay Ltd., félags sem var m.a. í eigu Ólafs og í kjölfarið ráðstafað áfram til Q Iceland Finance ehf., félags í eigu Al Thani, sem notaði hana til að greiða fyrir helming upphæðarinnar sem hann reiddi fram fyrir hlutabréf í Kaupþingi í september 2008. Lánið var ekki undirritað, samþykki lánanefndar lá ekki fyrir veitingu þess og endurgreiðsla var ekki tryggð. Ólafur er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum, og til vara fyrir peningaþvætti og hylmingu, fyrir að hafa „ásamt meðákærðu Hreiðari Má og Sigurði, lagt á ráðin um að umrætt lán yrði greitt úr sjóðum bankans“. Lánið til Gerland Assets Ltd. hefur ekki inn- heimst. 3 Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum með hlutabréf Kaupþings í september 2008. Ólafur og Magnús eru ákærðir fyrir hlutdeild í þeirri markaðsmisnotkun. Hreiðari Má og Sigurði er gefið að láta ranglega líta svo út að þekktur fjárfestir frá Katar, Sheikh Al Thani, „hefði lagt til fé til að kaupa 5,01% hlutafjár í Kaupþingi […] þegar Q Iceland Finance ehf., dótturfélag í eigu eignar- haldsfélags hans Q Iceland Holding ehf., keypti umræddan hlut af bankanum og leyna fullri fjármögnun bankans á hlutabréfakaupunum og aðkomu meðákærða Ólafs að þeim“. Í ákærunni segir að í þessum tilgangi hafi verið sett upp viðskiptaflétta sem var fólgin í því að Kaupþing lánaði Serval Trading Group Corp, eignalausu félagi í eigu Al Thani skráð á Tortola-eyju, um 12,9 milljarða króna. Hinn helmingur kaupverðsins, 12,9 milljarðar króna, var lánaður til Gerland og þaðan ráðstafað eftir krókaleiðum til Q Iceland Finance, líkt og lýst er í öðrum kafla ákærunnar. Í ákærunni segir að „Hreiðar Már og Sigurður tóku sameiginlega ákvörðun um hlutabréfa- viðskiptin og fjármögnun þeirra og gaf ákærði, Hreiðar Már, starfsmönnum bankans fyrirmæli um framkvæmd þeirra“. Um hafi verið að ræða viðskipti sem fólu í sér „blekkingu og sýndar- mennsku“ og voru líkleg til að gefa misvísandi upplýsingar um eftirspurn og verð hlutabréfa í Kaupþingi. Þá hafi full fjármögnun bankans á viðskiptunum , aðkoma Ólafs að þeim og að helmingur markaðsáhættu vegna hlutabréf- anna hvíldi enn á bankanum verið dulin. Hlutdeild Magnúsar og Ólafs er m.a. skýrð með því að þeir hafi átt „milligöngu um að koma viðskiptunum á og áttu samskipti“ við Al Thani. Þá hafi þeir báðir komið að undirbúningi viðskiptafléttunnar auk þess sem Magnús hefði komið að framkvæmd hennar og Ólafur að fjár- mögnun hennar. 4 Í þessum kafla eru allir fjórir mennirnir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með því að hafa „í september 2009, í fréttatilkynn- ingu sem birt var á vef Kauphallar Íslands og viðtölum við fjölmiðla í kjölfarið, dreift fréttum og upplýsingum sem hver fyrir sig og í heild gáfu eða voru líklegar til að gefa misvísandi upplýsingar og vísbendingar“ um kaup á 5,01% hlut í Kaupþingi í september 2008. Gefið hafi verið í skyn að fjármagn væri að koma inn í bankann með viðskiptunum og að gefið hafi verið til kynna að Al Thani stæði einn að við- skiptunum en aðkomu Ólafs að þeim leynt. Í ákærunni segir að upplýsingarnar hafi gefið „til kynna að bankinn nyti mikils trausts virts erlends fjárfestis sem væri tilbúinn að verja miklu fé til að fjárfesta í hlutabréfum hans. Upplýsingarnar voru til þess fallnar að hafa áhrif á ákvarðanir varðandi viðskipti með hlutabréf bankans“. Í ákærunni er síðan talin upp frétta- tilkynning vegna viðskiptanna sem send var að morgni 22. september 2008, fimm ummæli sem Hreiðar Már lét falla um kaupin í fjölmiðlum 22.-23. september, tvenn ummæli sem Ólafur lét falla í fjöl- miðlum 23. september 2008 og ein ummæli sem Sigurður lét falla í fjölmiðli 23. september 2008. Öll eiga ummælin það sameiginlegt að þau eru látin falla í þeim tilgangi að láta líta út fyrir að Al Thani hefði raunverulega keypt hluti í bankanum, væri að gera það með erlendri fjár- festingu og að kaupin styrktu bankann. Kaflar ákærunnar: 19. SEPTEMBER 2008 Kaupþing lánar Brooks Trading, í eigu Al Thani, 50 milljónir Banda- ríkjadala. 22. SEPTEMBER Tilkynnt um kaup Al Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi fyrir tæpa 26 milljarða króna. 29. SEPTEMBER 12,9 milljarða króna lán til Ger- land Assets Ltd. og 12,9 milljarða króna lán til Serval Trading Group Corp. greidd út. Í kjölfarið voru greiddir tæplega 26 milljarðar króna fyrir kaupin á 5,01% hlut í Kaupþingi sem látið var líta út fyrir að Sheikh Al Thani væri að kaupa. 8. OKTÓBER Lánið til Brooks Trading flutt heim til Íslands og umbreytt í íslenskar krónur á tvöföldu gengi Seðla- bankans. Krónurnar notaðar til að greiða niður lán sem Al Thani var í persónulegum ábyrgðum fyrir. Við það losnaði um ábyrgðirnar. 9. OKTÓBER Kaupþing fellur og Fjármálaeftirlitið tekur yfir bankann. 13. MARS 2009 Rannsókn á kaupum Al Thani á hlut í Kaupþingi og þeirri fléttu sem sett var á fót vegna þeirra kaupa er vísað frá FME, sem hafði rannsakað málið um tíma, til embættis sérstaks saksóknara. 7. MAÍ 2010 Hreiðar Már og Magnús hand- teknir vegna rannsóknar á starfsemi Kaupþings fyrir bankahrun. Þeir eru síðar um daginn úrskurðaðir í gæsluvarð- hald á grundvelli rannsóknarhags- muna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Magnúsar kemur fram að eitt þeirra mála sem verið sé að rann- saka séu kaup Al Thani á bréfum í Kaupþingi og sú flétta sem sett var á svið í kringum þau kaup. 16. FEBRÚAR 2012 Gefin út ákæra á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einars- syni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni í Al Thani-málinu. TÍMALÍNA Al Thani-málsins Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, segir að ákæran á hendur fjórmenningunum séu vonbrigði. „Það hefur verið látið í það skína í fjölmiðlaumræðu að þessi viðskipti hafi verið ein allsherjar sýndarviðskipti, en við rannsókn málsins var upplýst að svo var ekki,“ sagði hann við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær. „Kaupandi hlutabréf- anna bar mikla fjárhagslega áhættu af þessum viðskiptum, og þau byggðu á eðlilegum forsendum. Þess vegna eru það vonbrigði að málið sé komið í þennan farveg.“ - sh Al-Thani tók mikla áhættu „Ég hafna alfarið ásökunum sérstaks saksóknara og lýsi mig saklausan af þeim öllum,“ segir Ólafur Ólafsson í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni segir Ólafur að Sheikh Al Thani hafi staðfest við sérstakan saksóknara að hann hafi einn staðið að kaupunum og hann hafi því vonað að rúmlega þriggja ára rannsókn „með tilheyrandi skoðun bankagagna á Íslandi og erlendis, símhlerunum, yfirheyrslum, húsleit á skrifstofum, í íbúðarhúsum, hesthúsi og verkfærageymslu“ myndi leiða í ljós að hann hefði engin lög brotið. Ákæran komi honum því mjög á óvart. Þá segir hann allar vangaveltur í ákærunni um að hann hafi getað hagnast á viðskiptunum rangar. - sh Leitað í hesthúsi og verkfærageymslu magna kaupin. Til viðbótar lánaði Kaupþing á sama tíma öðru félagi í eigu Al Thani, Brooks Trading Ltd. 50 milljónir dala. Stjórnendur Kaupþings hafa sagt opinberlega að lánið hafið verið til að kaupa skuldatryggingar á bankann, en álag þeirra var á þeim tíma orðið mjög hátt. Al Thani var í persónulegum ábyrgðum fyrir láninu til Serval. Í ákærunni kemur fram að eftir hádegi þann 8. október 2008, dag- inn áður en Kaupþing féll, hafi láns- féð sem Brooks Trading fékk lánað verið „ráðstafað í flýti til Íslands þar sem því var umbreytt í íslensk- ar krónur á genginu 256 krón- ur fyrir hvern Bandaríkjadal og andvirðið notað til að endurgreiða bróðurpartinn af láni bankans til félagsins Serval“. Við það voru 12,8 milljarðar króna af tæplega 12,9 milljarða láni Serval greiddir upp. Þennan dag fengust 127 íslenskar krónur fyrir hvern Bandaríkja- dal hjá Seðlabanka Íslands og því ljóst að Kaupþing umbreytti láni Brooks Trading á rúmlega tvö- földu því gengi. Í ákærunni segir að „Al Thani hafði gengist í pers- ónulega ábyrgð á láni Kaupþings til Serval, en sem fyrr segir var lánið til Brooks Trading veitt án ábyrgða og trygginga. Á endanum stóð Kaupþing því uppi með ótryggða kröfu á hendur eignalausu félagi, þ.e. Brooks, en krafa á Serval, sem tryggð var með persónulegri ábyrgð, hafði verið greidd niður með lánsfé bankans til Brooks“. 2008 2009 2010 2012 Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is HINIR ÁKÆRÐU Sérstakur saksóknari hefur ákært þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Sigurð Einarsson og Ólaf Ólafsson vegna meintra umboðssvika og markaðsmisnotkunar. Allt að sex ára fangelsi bíður þeirra ef þeir verða sakfelldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.