Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 54
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR46
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki.
Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir
rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið
ákærður fyrir að henda glerflösku í lög-
reglubíl.
Atvikið átti sér stað á stúdentagörðum
í Reykjavík. Lögreglan hafði stöðvað teiti
sem Gauti var gestur í, en flaskan átti að
hans sögn að hafna við hliðina á lögreglu-
bílnum. „Ég ætti auðvitað að vera með
gleraugu,“ segir hann. „Ég sá ekki alveg
hvert ég var að kasta og hitti beint ofan á
húddið á löggubílnum.“
Gauti var handtekinn ásamt öðrum
manni sem hafði leikið svipaðan leik
og voru þeir færðir niður á lögreglu-
stöðina við Hverfisgötu þar sem þeir
viðurkenndu brotin. „Þá urðum við og
lögreglumennirnir mestu mátar og spjöll-
uðum um lífið,“ segir Gauti. „Hann laug
svo að mér að þetta myndi kosta mig 15
þúsund kall, en sektin var vel yfir 100
þúsund kallinn.“
Gauti er ekki góðkunningi lögreglunnar
og síðast þegar lögreglan þurfti að hafa
afskipti af honum var þegar hann fór á
vindsæng út á Reykjavíkurtjörn. Þetta
er í fyrsta skipti sem Gauti fer fyrir hér-
aðsdóm, en málið verður þingfest í mars.
„Þetta hefði getað farið illa, flaskan hefði
getað hafnað í einhverjum,“ segir Gauti
þegar hann rifjar atvikið upp. „Þá hefði
grínið ekki verið eins fyndið. Ég ætlaði
hvorki að meiða neinn né skemma lög-
reglubílinn. Ég ætlaði aðeins að stríða
þeim, þeir eru alltaf að stríða okkur.“ - afb
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl
SÉR EFTIR ÖLLU Gauti sér eftir að hafa hent flöskunni í lög-
reglubílinn og vill færa lögreglunni fría tónlist á vefsíðunni
Emmsjegauti.com. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Við fengum einfaldlega tilboð sem
við gátum ekki hafnað,“ segir Birg-
ir Þórarinsson, einn meðlima hljóm-
sveitarinnar GusGus, en tískurisinn
Bulgari fær sveitina til Mílanó til að
halda uppi fjörinu á tískuvikunni.
Hljómsveitin flaug út í dag og
kemur heim á laugardaginn en
ásamt Birgi, sem betur er þekktur
sem Biggi veira, skipa þau Urður
Hákonardóttir, Daníel Ágúst Har-
aldsson, Stephan Stephensen og
Högni Egilsson danssveitina. Biggi
vissi ekki mikið um viðburðinn en
taldi að um væri að ræða stórt eftir-
partí eftir sýningu Bulgari á tísku-
vikunni. „Þetta verður eitthvað
tískupartý og bara mikið stuð. Það
verða eflaust allir rosa flottir og
fínir eins og tískupartíum sæmir,“
segir Biggi en Bulgari bókaði sveit-
ina í gegnum umboðsskrifstofu Gus-
Gus í Þýskalandi.
„Við spiluðum í Mílanó síðasta
sumar og þeir tónleikar gengu
svakalega vel. Mig grunar helst að
útsendarar frá þeim hafi séð okkur
á þeim tónleikum og því ákveðið að
fá okkur yfir.“
Mikið flakk er á sveitinni þessa
dagana en hún er nýkomin frá
norsku tónlistarhátíðinni by:Larm
sem fór fram í Ósló um síðustu
helgi.
„Það var frábært í Ósló og gekk
vel. Við höfum ekki verið að spila
mikið í Skandinavíu heldur einbeitt
okkur að Austur-Evrópu og Þýska-
landi. Nú höfum við kannski opnað
einhverjar dyr þar í kjölfarið á
hátíðinni.“ - áp
Tilboð sem þau gátu ekki hafnað
EFTIRSÓTT Íslenska dansveitin GusGus fékk tilboð frá tískuhúsinu Bulgari sem þau
gátu ekki hafnað. Þau koma frá í partýi á tískuvikunni í Mílanó um helgina.
MYND/ARIMAGG
„Ég kveiki á útvarpinu á morgn-
ana og ég flakka á milli Rásar
2 og Bylgjunnar en annars er
ég ekki að hlusta á neitt sérstakt
þessa dagana.“
Sara Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður
stúdentaráðs og nemi í stjórnmálafræði
og hagfræði.
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
FERSKT & ÞÆGILEGT
„Þetta er svo fyndið og absúrd að ég get ekki verið
stressuð yfir þessu,“ segir Hildur Kristín Stefáns-
dóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla
Íslands í Tokyo.
Hildur syngur þjóðsöng Íslands fyrir vináttu-
leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Japani á
morgun. Landsleikurinn fer fram í Osaka í Japan og
er búist við um 50.000 áhorfendum á leikvanginn.
„Þetta er lang stærsti hópur sem ég hef sungið fyrir
og mjög spennandi allt saman,“ segir Hildur en hún
er meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró þar sem hún
bæði syngur og spilar á selló.
Íslenski þjóðsöngurinn er þekktur fyrir að vera
heldur óþjáll með sína háu tóna og hefur Hildur feng-
ið að kynnast því undanfarna daga. „Þetta er erf-
iðasta lag sem hægt er biðja mann um að syngja en
ég fékk sem betur fer heilan mánuð til að undirbúa
mig. Ég þakka bara fyrir að hafa tekið eitt ár í óperu-
söng fyrir nokkrum árum.“
Það var íslenski sendiherrann í Tokyo sem benti
á Hildi í verkefnið en hún kom í fyrsta sinn fram í
Japan í litlu boði hjá sendiráðinu. „Þegar ég kom út
bjóst ég við að vera í pásu frá tónlist því hljómsveit-
in mín er auðvitað staðsett á Íslandi. En ég sá fljótt
að það myndi aldrei ganga, enda elska ég tónlist of
mikið og tækifærin hér eru svo spennandi. Ég tróð
svo upp á samnorrænni kvikmyndahátíð hérna úti
og þá fór boltinn að rúlla. Það er frábært að vera hér
í námi og geta fengið að upplifa japanska menningu
en um leið fá tækifæri til að sinna tónlistinni,“ segir
Hildur sem kallar sóló verkefni sitt Lily and Fox.
Mikill áhugi er á leiknum hérlendis þó einungis sé
um vináttulandsleik að ræða en leikurinn verður sá
fyrsti undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Hildur
hefur verið í miklu sambandi við þá sem sjá um
undirbúning leiksins í aðdragandanum og segir þau
samskipti hafa verið skondin. „Japanir eru rosalega
nákvæmir í öllu sem þeir gera og ég hef fengið fullt
af reglum sem ég verð að fylgja. Til dæmis er mér
bannað að mæta í háhæluðum skóm því það skemmir
grasið á vellinum. Svo má ég ekki syngja lengur en
nákvæmlega 95 sekúndur,“ segir Hildur sem stend-
ur með hljóðnema á miðjum leikvanginum í Osaka
klukkan 10.15 í fyrramálið á íslenskum tíma.
alfrun@frettabladid.is
HILDUR KRISTÍN: ERFIÐASTA LAG SEM HÆGT ER AÐ SYNGJA
Syngur þjóðsönginn fyrir
50 þúsund Japani í Osaka
JAPANIR NÁKVÆMIR Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur fengið
reglur frá Japönunum sem sjá um vináttulandsleikinn við
Ísland. Hún má til dæmis ekki vera í hælaskóm og flutningur
íslenska þjóðsöngsins má alls ekki vera lengri en 95 sekúndur.
Alla daga kl. 19.00 og 01.00
CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR
PIERS
MORGAN
tonight