Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 36
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR28
BAKÞANKAR
Friðriku
Benónýs
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. íþrótt, 6. hvort, 8. þvottur, 9.
farvegur, 11. kringum, 12. laust bit,
14. enn lengur, 16. strit, 17. þjálfa, 18.
almætti, 20. persónufornafn, 21. ögn.
LÓÐRÉTT
1. klöpp, 3. pot, 4. reiðufé, 5. fát,
7. fáskiptinn, 10. gras, 13. frjó, 15.
kviður, 16. siða, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. golf, 6. ef, 8. tau, 9. rás,
11. um, 12. glefs, 14. áfram, 16. at, 17.
æfa, 18. guð, 20. ég, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. ot, 4. lausafé,
5. fum, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ, 15.
magi, 16. aga, 19. ðð.
Nei... komdu
sæl Erna! Það
eru ár og dagar
síðan síðast!
Sæl
Beate!
Og þú ert
með litla
með þér,
sé ég!
Jájá einmitt,
gaman
að hjálpa
mömmu
að versla!
Hvað
heitir þú
litli vinur?
Emma!
Og ég fylgdi
þessu eftir með
því að segja
„Jáhá, þú ert
mjög lík
mömmu“!
Beate! Svona
mikið klúður
krefst einstakra
hæfileika!
Ég er
stoltur
af þér!
Hvernig
ertu búin
að hafa
það, Sara?
Gott
Ég sakna
þín og
vildi að
þú myndir
bjóða mér
út aftur.
Hvernig
hefur
þú haft
það.
Gott
Ég sakna
þín og
vildi að
þú myndir
bjóða mér
út aftur.
Ég ætti að
drífa mig. Ég líka.
Þetta er
vonlaust.
Opnar
bráðleg
a
Hvernig
gengur
með
skiltið?
Kannski ættum
við að fara í
almennilegt
ferðalag með
börnin
í sumar.
Já...
Æji,
gleymum
þessu.
Úff! Og þetta
var bara það
sem við sáum
fyrir okkur.
Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost
sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir
því að kosningarétturinn er mikils virði
en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem
hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki
við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri
svona álíka og að deita mann sem ég væri
ekkert skotin í, bara til að deita. Sú til-
hugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima.
Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta.
ÞESSI samlíking er ekki eins mikið
út í hött og ætla mætti. Utan frá séð
virðist hegðun margra íslenskra
kjósenda eiga margt sameiginlegt
með hegðun örvæntingarfullr-
ar konu í makaleit. Hún sækir
sama skemmtistaðinn ár eftir
ár og hefur stofnað til lengri eða
skemmri sambanda við flesta ein-
hleypa karla sem þar er að finna.
Allir hafa þeir brugðist henni á einn
eða annan hátt, svikið loforð, haldið
framhjá, hunsað óskir hennar og
sýnt skoðunum hennar fyrir-
litningu. Hún rígheldur þó enn í
vonina um að finna þann rétta og
fyllist bjartsýni í hvert sinn sem
inn slæðist óþekktur maður sem
hugsanlega, mögulega, kannski
gæti uppfyllt óskir hennar.
SUMIR þessara nýju gæja eru sætir, aðrir
fyndnir og enn aðrir gáfaðir, að minnsta
kosti við fyrstu kynni. Spennandi valkost-
ir sem örugglega munu reynast traustari
en gömlu sleðarnir sem hún hefur reynt að
viðhalda samböndum við. Hún hellir sér út
í viðreynsluna, ástin blómstrar og glýjan í
augum hennar birgir alla sýn á galla sæta/
fyndna/gáfaða gæjans sem er svo allt
öðruvísi en allir hinir. Maður óskar henni
góðs gengis og vonar það besta, en nokkr-
um vikum seinna er allt komið í hund og
kött, vonirnar brostnar og tárin flæð-
andi. Nýi gæinn reyndist nefnilega vera
nákvæmlega eins og allir hinir.
AÐRIR kjósendur líkjast meðvirku kon-
unni sem var ung gefin einhverjum Njáli
og heldur tryggð við hann þrátt fyrir
síendurtekin svik hans. Hann er ekki svip-
ur hjá sjón, slæðist heim í morgunsárið
illa til reika eftir að hafa sóað mánaðar-
launum þeirra beggja í sukk og svínarí,
en hún gefst ekki upp. Hann var nú sætur
einu sinni, þetta var ást, jafnvel sálufélag
og einhvers staðar þarna inni í flakinu
sem hann er orðinn hlýtur að leynast eitt-
hvað af því sem fékk hana til að elska
hann í upphafi. Hann hefur bara lent í
slæmum félagsskap þessi elska. Bráðum,
bráðum verður allt eins og var ef hún bara
lokar augunum nógu lengi.
Einhvern til að elska
Prófakralestur
Andra
BLÆS Á SLÚÐURSÖGUR
„Í sumum tilfellum eru sögurnar svo galnar
að maður getur ekki gert neitt annað en
hlegið að þeim,“ segir sjónvarpskokkurinn
Rikka í einlægu viðtali við Lífið þar sem
hún blæs á slúðursögurnar og ræðir um
fjölskylduna og framann.