Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 46
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR38 folk@frettabladid.is ■ Ekki reykja og forðastu reyk frá öðrum. Ekki nota munn- og neftóbak. ■ Reyna að ná hálftíma hreyfingu á dag. ■ Borða hollan og fjölbreyttan mat. Dagleg ávaxta- og grænmetisneysla. ■ Forðast að vera of þungur. ■ Takmarka neyslu áfengis. ■ Varast ber ljósabekki og óhófleg sólböð. ■ Vera vakandi fyrir krabbameinsvaldandi efnum í umhverfinu. HVERNIG KARLMENN GETA DREGIÐ ÚR LÍKUM Á KRABBAMEINI Fjórar stúlkur í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar hafa útbúið slaufur sem líkj- ast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabba- meinsfélagsins, Mottu- mars. Slaufurnar hafa sleg- ið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. TÍSKA „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn,“ segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. Ása hefur hannað skemmtilegar slaufur sem líta út eins og yfirvara- skegg í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottu- mars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kær- astinn minn ætlaði að taka þátt í mottu mars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitt- hvað fyrir þá sem geta ekki safn- að skeggi,“ segir Ása en slaufurn- ar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlkn- anna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verk- efnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra fram- haldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurn- ar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndun- um og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka.“ Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfangið arcos. ehf@gmail.com. alfrun@frettabladid.is SLAUFUR FYRIR STELPUR OG MOTTULAUSA SLAUFUR Í STAÐINN FYRIR YFIRVARASKEGG Þær Ása Þórdís Ásgeirsdóttir, Irena Sveinsdóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt og Camilla Arnarsdóttir hafa hannað slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TÆKNI Framúrstefnuleg Google- gleraugu sem tengjast Android- snjallsímum eru væntanleg á markað í lok ársins, samkvæmt frétt The New York Times. Hinar ýmsu upplýsingar úr sím- anum munu sjást þegar maður setur gleraugun upp, þannig að ekkert fari framhjá manni. Þann- ig er hægt að skoða tölvupóst- inn, uppfæra stöðuna á Facebook og ýmislegt fleira með hjálp gleraugnanna á meðan maður er á gangi án þess að þurfa að gjóa augunum sífellt á farsímann. Talið er að í gleraugunum verði innbyggð mynda- vél og að verðmiðinn verði í kringum 30 til 75 þúsund krónur. Orðrómur er uppi um að þau muni líta svipað út og Oakley Thumps- gleraugu. Svo virðist sem gleraugun séu hluti af langtímaáætlun Google um að auka notkun Android-stýri- kerfisins. „Android-kerfinu var alltaf ætlað stærra hlutverk en eingöngu fyrir farsíma,“ sagði Hugo Barra, háttsettur markaðs- maður hjá Google. Google-sólgleraugu á markað í lok ársins TÆKNI Koma þarf tæknibúnaði fyrir í hátt í milljón breskra heimila til að koma í veg fyrir að bylgjur úr 4G-farsímum trufli ekki sjónvarpsút- sendingar. Þessi aðgerð mun kosta rúma tuttugu milljarða króna, sam- kvæmt frétt BBC. Búnaðinum verður komið fyrir í stafrænum sjónvarpsafruglara sem hindrar að hávaði sem bylgjur úr 4G-símum skapa komist þar að. Þrátt fyrir aðgerðirnar muni skapa töluvert rask eru þær sagðar mik- ilvægar. Að sögn menningarmálaráðherra Bretlands mun 4G-farsíma- kerfið hleypa nýju blóði í stafræna iðnaðinn í landinu. 4G-farsímar valda truflun SJÓNVARP Koma þarf tækjabúnaði fyrir í hátt í milljón breskra sjónvarpsafruglara. STEIK Í MORGUNMAT Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Tel Aviv léttust tveir hópar offitusjúklinga jafn mikið þrátt fyrir að annar hópurinn hafi verið látinn borða kolvetnislítinn morgunverð á meðan hinn hópurinn fékk að gæða sér á veislumáltíð, og eftirrétti, á hverjum morgni. NÝ GLERAUGU Talið er að Google-gler- augun muni líkjast þessum Oakley Thumps-sólgleraugum. lifsstill@frettabladid.is 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.