Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 20
20 23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja.
Ekki er hægt að tengja kreppuna evr-
unni, heldur frekar að ákveðin ríki í
Evrópu standa frammi fyrir erfiðleik-
um meðal annars vegna óráðsíu í rekstri
og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar
bankakerfi, og verðhækkana á eignum
knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum.
Þá var þess ekki gætt að halda í sam-
keppnishæfni í alþjóðavæddum viðskipta-
heimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar
og Ítalir.
Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram
á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta
lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg
fyrir að einstök ríki bregðist við sam-
drætti með því að setja upp hindranir
eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru
lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé
að gengisfella myntir einstakra landa til
að styrkja framleiðslu innanlands. Þess-
lags úrræði hafa í för með sér gríðarlega
kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og
skuldasöfnun og gengur því þvert gegn
hagsmunum almennings til lengri tíma.
Í þriðja lagi hefur evran gert sameigin-
legar aðgerðir mögulegar, þó að slík
samstilling hafi tekið tíma og ekki verið
þrautalaus. Þannig hefur evran í raun
mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu,
samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir
höft, viðskiptahindranir og gengisfell-
ingar.
Vissulega hefur kreppan leitt fram
galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna
hefur verið lögð í að taka á þeim vanda-
málum. Allt eftirlit hefur verið bætt,
aukin samvinna er um stjórn fjármála
ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið.
Evran er því sterkari eftir kreppu en
fyrir kreppu og verður áfram áhugaverð-
ur kostur fyrir Íslendinga. Nánara sam-
starf um stjórn ríkisfjármála er ákjós-
anlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða
reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjár-
mál.
Samþykki þjóðin aðild að ESB getur
hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið
og um leið tengt krónu við gengi evru með
stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig
næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst
til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg
fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem
vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri
vexti og afnám verðtryggingar. Raun-
verulegar kjarabætur fyrir íslensk heim-
ili felast í upptöku nýrrar myntar.
Skulda- eða evrukreppa?
ESB-aðild
Magnús Orri
Schram
alþingismaður
S
jö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í
eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu
misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur
Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé
að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og
þá væntanlega minnihluti í honum seldur.
Landsbankinn er í meirihlutaeigu ríkisins og því óhætt að tala
um að framundan sé mesta einkavæðing Íslandssögunnar, en um
leið hægt að fullyrða að með því að ríkið fékk bankann í fangið og
hann fyrirtækin hafi átt sér stað einhver mesta ríkisvæðing eða
þjóðnýting Íslandssögunnar.
Það er af ýmsum ástæðum
fagnaðarefni að til stendur að
skrá þessi fyrirtæki á hluta-
bréfamarkað og í því geta falizt
ótal tækifæri.
Í fyrsta lagi er þannig undið
ofan af þeirri afar óheilbrigðu
stöðu að fjöldi stórra fyrirtækja
á samkeppnismarkaði hafi verið í eigu bankanna (og í þessu til-
viki í óbeinni eigu ríkisins). Það hefur skekkt samkeppnisstöðuna
á viðkomandi mörkuðum og sett keppinautana í klemmu. Of hægt
hefur gengið að renna fyrirtækjum úr mjúkum faðmi bankanna.
Í öðru lagi skiptir miklu máli að fyrirtækin séu skráð á hluta-
bréfamarkað til þess að sala þeirra sé gegnsæ og menn geti forðazt
tortryggni og ásakanir um einkavinavæðingu eða spillingu.
Í þriðja lagi mun skráning þessara félaga í Kauphöllina efla
hlutabréfamarkaðinn, sem þarf nauðsynlega að ná sér á strik á
nýjan leik eftir hrun. Virkur hlutabréfamarkaður er nauðsynlegur
til að bæta aðgang fyrirtækja að fé og fjölga möguleikum almenn-
ings og fagfjárfesta til að ávaxta fé sitt. Alltof mikið af peningum
liggur nú í bankainnistæðum á lágum vöxtum eða í ríkisskulda-
bréfum og gerir lítið gagn í atvinnulífinu.
Í fjórða lagi fá lífeyrissjóðirnir með eflingu hlutabréfamark-
aðarins ný tækifæri til að ávaxta fé sjóðsfélaga og dreifa áhættu
sinni. En þeir fá líka tækifæri til að beita sér í þágu þroska og
siðvæðingar markaðarins; tækifæri sem þeir létu sér úr greipum
ganga fyrir hrun. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar hvatti
forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á síðasta ársþingi landssamtaka
þeirra til að vera virkari á hlutabréfamarkaðnum og aðhalds-
samari gagnvart félögum sem þeir fjárfesta í; ganga til dæmis
fastar eftir því að stjórnarhættir fyrirtækja séu í lagi og ekki tekin
óhófleg áhætta.
Með því að grípa þetta tækifæri myndu lífeyrissjóðirnir stuðla
að heilbrigðum hlutabréfamarkaði, þar sem mistök fortíðarinnar
yrðu ekki endurtekin, og fengju um leið færi á að bregðast við
hluta af þeirri gagnrýni, sem að þeim var beint í úttektarskýrsl-
unni á dögunum.
Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur farið vel af stað.
Hagar, sem voru fyrsta fyrirtækið sem skráð var í Kauphöllina
eftir hrun, hafa hækkað í verði um fimmtung og fjárfestar þannig
fengið ágæta ávöxtun nú þegar. Það skiptir þó máli að stilla vænt-
ingum í hóf og gæta þess að hjarðhegðun útrásartímans, þar sem
jafnvel afleitar fréttir af fyrirtækjum virtust ekki geta komið í veg
fyrir að þau héldu áfram að hækka í verði, verði ekki endurtekin.
Mörg fyrirtæki á leið á hlutabréfamarkað:
Ótal tækifæri
Krónulaust
Ísland eftir 5 ár
Leiðin að upptöku evrunnar
VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON, frumkvöðull og fjárfestir.
Hvað kostar krónan íslensk heimili?
ÓLAFUR DARRI ANDRASON, hagfræðingur ASÍ.
Fundarstjóri er MARGRÉT ARNARDÓTTIR, verkfræðingur.
Fundurinn verður haldinn í dag,
fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20,
að Skipholti 50A, 2. hæð.
A l l i r v e l k o m n i r.
Ljóst
Gunnar Þ. Andersen fékk upp-
sagnarbréf á föstudaginn frá stjórn
Fjármálaeftirlitsins. Bréfið, sem var
birt opinberlega í gær, er býsna
afdráttarlaust. Þar segir berum
orðum að stjórnin hafi
komist að þeirri niður-
stöðu að borin von væri
að semja um málalyktir
við Gunnar. Þar sem það
væri orðið ljóst að hann
væri ekki samstarfsfús
og bullandi vanhæfur í
þokkabót yrði honum
sagt upp og ekki óskað
eftir vinnuframlagi hans
á uppsagnartíma. Orðið „ljóst“ kemur
raunar fjórum sinnum fyrir í þessu
eða svipuðu samhengi í bréfinu, sem
þó er innan við síða að lengd.
Rekinn
Málið lá með öðrum orðum
mjög ljóst fyrir og skilaboð
bréfsins eru eins skýr öllu
læsu fólki og orðið getur:
Þú, Gunnar Andersen,
ert rekinn og því fær
ekkert breytt – en við
verðum samt að
leyfa þér að
skila and-
mælum.
Villandi
Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður
FME, lagði annan og einkennilegri
skilning í bréfið ef marka má yfirlýs-
ingar hans í fjölmiðlum eftir að málið
kvisaðist út. „Það hefur ekki verið
tekin ákvörðun um að segja Gunnari
upp störfum og ég veit ekki hvort
sú ákvörðun verði tekin,“ sagði
hann við Fréttablaðið. Þetta er í
besta falli villandi hártogun hjá
stjórnarformanninum, sem rak
forstjórann einmitt
fyrir að villa um
fyrir sér.
stigur@frettabladid.is