Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 18
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
Endurskoðunarfyrirtækið
Deloitte vinnur á ári hverju
skýrslu um tekjur stærstu
knattspyrnuliða heims. Í
nýútkominni skýrslu er
varpað ljósi á þá gríðarlegu
þýðingu sem Meistaradeild-
in hefur fyrir stóru félags-
liðin í Evrópu.
Spænsku risarnir í Real Madrid
voru tekjuhæsta knattspyrnulið
heims á síðasta tímabili. Er þetta
sjöunda árið í röð sem Real Madrid
trónir á toppi tekjulistans í alþjóð-
legum fótbolta en endurskoðunar-
fyrirtækið Deloitte vinnur á ári
hverju skýrslu um tekjur 20 stærstu
knattspyrnuliða heims.
Nýjasta útgáfa skýrslunnar kom
út í síðustu viku en eins og áður
sagði var Real Madrid á toppi
listans með tekjur sem námu 480
milljónum evra, jafngildi 87,5 millj-
arða íslenskra króna. Erkióvinir
þeirra í Barcelona voru í öðru sæti
með 451 milljón evra í tekjur en
liðin eru í sérflokki á toppi listans.
Í þriðja sæti voru ensku meistar-
arnir í Manchester United með 367
milljóna evra tekjur og í því fjórða
þýska stórliðið Bayern München
með tekjur upp á 321 milljón. Önnur
félög á listanum voru með tekjur á
bilinu 115 til 250 milljón evrur en
næst á eftir Bayern koma ensku
liðin Arsenal og Chelsea og ítölsku
liðin AC og Inter Milan.
Í skýrslu Deloitte er einnig að
finna umfjöllun um þýðingu Meist-
aradeildarinnar fyrir tekjustreymi
bestu liða Evrópu. Þá er vakin
athygli á þeim mun sem er á pen-
ingunum í boði í Meistaradeildinni
og í Evrópudeildinni, hinni keppni
evrópska knattspyrnusambandsins.
Á síðasta tímabili var alls 754
milljónum evra deilt milli þeirra
32 liða sem tóku þátt í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar. Til saman-
burðar fá þau 56 lið sem taka þátt í
riðlakeppni Evrópudeildarinnar 150
milljónir evra. Þessi munur hefur þó
dregist aðeins saman eftir að gamla
UEFA-Evrópukeppnin breytti um
nafn, varð að Evrópudeildinni, og
hlaut nýja styrktaraðila árið 2009.
Þannig hefur sú upphæð sem dreift
er til liðanna í keppninni næstum
fjórfaldast á þremur árum.
Tekjur frá Evrópudeildarþátttöku
geta skipt lið sem komast sjaldan í
Evrópukeppni nokkru máli. Fyrir
þau lið sem eru vön að keppa í
Meistaradeildinni eru þetta þó ekki
sérstaklega háar fjárhæðir. Þannig
hlaut slóvakíska liðið MSK Zilina
sömu fjárhæð fyrir þátttöku í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar á síð-
ustu leiktíð og sigurlið Evrópudeild-
arinnar. En lið Zilina tapaði öllum
sex leikjum sínum í Meistaradeild-
inni og skoraði aðeins þrjú mörk og
hlaut fyrir vikið minnst af öllum
þátttökuliðum í Meistaradeildinni.
Muninn má einnig sýna fram
á með því að bera saman tekjur
Manchester United frá þátttöku
sinni í Meistaradeildinni á síðustu
leiktíð við væntar tekjur liðsins
fyrir þátttöku í Evrópudeildinni. Í
fyrra komst liðið alla leið í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar og hlaut
fyrir þátttökuna í útsláttarhluta
keppninnar 16,1 milljón evra. Fari
liðið alla leið og vinni Evrópudeild-
ina í vor fær það hins vegar einung-
is 4,6 milljónir evra.
Loks er í skýrslunni að finna sam-
anburð á tekjum evrópsku stórlið-
anna og tekjum liða utan Evrópu.
Kemur í ljós að tekjur stærstu liða
heims utan Evrópu, Corinthias og
São Paulo í Brasilíu, myndu skila
liðunum í kringum 50. sæti á tekju-
listanum. Voru liðin með tekjur á
bilinu 70 til 80 milljónir evra á síð-
ustu leiktíð. magnusl@frettabladid.is
milljónum
evra er deilt
milli þeirra
32 liða sem tóku þátt í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar.
754
Úrval notaðra bíla
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Mercedes-Benz M320 CDI
árg. 2006, ekinn 95 þús. km.
3000cc, sjálfsk. dísil
Verð nú: 5.790.000 kr.
Toyota Land Cruiser
árg. 2008, ekinn 82 þús. km.
2982cc, sjálfsk. dísil
Verð nú: 5.790.000 kr.
Verð áður: 6.490.000 kr.
: 6.490.00 kr. 5.990.000 kr.
Volkswagen Golf
árg. 2007, ekinn 75 þús. km.
1595cc, beinsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr.
Kia cee’d LX
árg. 2010, ekinn 42 þús. km.
1396cc, beinsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr. : 1.690.00 kr. : 2.290.00 kr.
Mazda Tribute 4x4
árg. 2006, ekinn 67 þús. km.
2967cc, sjálfsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr.
Verð áður: 1.990.000 kr.
Toyota Yaris
árg. 2006, ekinn 71 þús. km.
1364cc, sjálfsk. dísil
Verð nú: 5.790.000 kr.
1.790.000 kr.
: 1.590.00 kr.
Kia Sorento 4x4
árg. 2007, ekinn 80 þús. km.
2497cc, sjálfsk. dísil
Verð nú: 5.790.000 kr.
Ford Escape XLT
árg. 2005, ekinn 78 þús. km.
2966cc, sjálfsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr.
Verð áður: 1.490.000 kr.
: 3.290.00 kr.
1.090.000 kr.
Hyundai i10
árg. 2011, ekinn 27 þús. km.
1086cc, beinsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr.
Verð áður: 1.690.000 kr.
Volkswagen Golf
árg. 2008, ekinn 60 þús. km.
1595cc, beinsk. bensín
Verð nú: 5.790.000 kr.
1.590.000 kr.
: 1.890.00 kr.
Meistaradeildin mikilvæg tekjulind
MEISTARADEILDIN Þátttaka í Meistaradeildinni er gríðarleg tekjulind fyrir bestu
félagslið Evrópu og getur árangur liða þar skipt sköpum um hve háar tekjur liðanna
verða á tilteknu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fjármál Manchester United hafa verið nokkuð í sviðs-
ljósinu frá því að bandaríski auðjöfurinn Malcolm Glazer
framkvæmdi skuldsetta yfirtöku á félaginu árið 2005. Á
miðvikudag var hálfsársuppgjör þess fyrir yfirstandandi
leiktíð birt. Leiðir það í ljós að tekjur liðsins jukust
um 11,8% á fyrri helmingi reikningsársins en
þær hafa vaxið hratt síðustu misseri. Rekstrar-
kostnaður jókst hins vegar einnig nokkuð á
tímabilinu, eða um 14,3% og voru tekjur
fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á
tímabilinu því einungis 4,6 milljónum
punda hærri en í fyrra. Ólíklegt er
talið að félaginu takist á seinni hluta
reikningsársins að endurtaka þá aukningu sem varð
á tekjum á fyrri hlutanum, af þeirri ástæðu helst
að félaginu mistókst að komast upp úr riðli sínum
í Meistaradeildinni og verður af miklum tekjum
fyrir vikið.
Þá kemur í ljós í uppgjörinu að félagið
hefur nú keypt til sín eigin skuldabréf fyrir
92,8 milljónir punda frá því að félagið
endurfjármagnaði skuldir sínar með 512
milljón punda skuldafjárútboði 2010. Kaupir
félagið bréfin til þess að lækka vaxtagreiðslur
en slíkar greiðslur námu 24,5 milljónum
punda á fyrri helmingi reikningsársins.
Tekjur Man. Utd. jukust á fyrri hluta leiktíðarinnar
224,41 ER GENGISVÍSITALA ÍSLENSKU KRÓNUNNAR. Hún hefur ekki verið hærri síðan í maí 2010 en hækkun á
gengisvísitölu þýðir að gengi krónunnar er að veikjast.
VIÐSKIPTI Miðengi ehf., dóttur-
félag Íslandsbanka, hefur falið
endurskoðunarfyrirtækinu PwC
að annast formlegt söluferli á 100
prósenta hlut Miðengis í Bláfugli,
eða Bluebird Cargo. Bláfugl er
íslenskt flugfélag sem sérhæfir
sig í fraktflugi og blautleigu flug-
véla til flutningamiðlara.
Í tilkynningu frá Miðengi segir
að söluferlið sé opið öllum áhuga-
sömum fagfjárfestum. Þá er gerð
krafa um að fjárfestar geti sýnt
fram á eiginfjárstöðu umfram 500
milljónir króna.
Á árinu 2010 tapaði Blá-
fugl jafngildi rúmra 63 millj-
óna íslenskra króna á núverandi
gengi. Í lok árs 2010 var eigið
fé fyrirtækisins jafngildi rúm-
lega tveggja milljarða króna en
athygli vekur að fyrirtækið sat
í lok síðasta árs á miklu magni
reiðufjár, eða jafngildi um 1.680
milljóna. - mþl
PwC annast opið söluferli á Bláfugli fyrir Miðengi:
Bláfugl í opið söluferli
BLÁFUGL Eigið fé Bláfugls var rúmir tveir milljarðar króna í lok árs 2010 en það ár
tapaði það rúmum 60 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NOREGUR Listaverð á 95 oktana
bensíni fór allt upp í 15 krónur í
Ósló í Noregi í vikunni, sem jafn-
gildir um 328 íslenskum krónum
og hefur verðið aldrei verið hærra.
Í frétt á vefmiðlinum E24 segir
að verðið hafi hækkað um tíu aura
frá síðustu viku.
Þar segir jafnframt að útsölu-
verð gæti verið allt að krónu
hærra í afskekktari byggðum
landsins þar sem flutningskostn-
aður leggst ofan á verðið.
Opinberar álögur hafa einnig
verið að hækka og tekur nú ríkið
til sín um sjö krónur af hverjum
seldum lítra.
- þj
Eldsneytisverð í Noregi hækkar:
Lítrinn á 328 krónur