Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 44
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is Nýjasta mynd leikstjórans Stevens Soderbergh, Haywire, verður frum- sýnd á morgun. Myndin fjallar um málaliðann Mallroy Kane sem vinnur ýmis verkefni sem yfirvöld loka augunum fyrir þar sem þau geta ekki heimilað þau, en vilja að þau séu unnin. Þegar Kane er svikin þarf hún að elta uppi þá sem sviku hana og fá þá til að segja sannleikann til að bjarga lífi sínu og fjölskyldu sinnar. Nicholas Cage snýr aftur í hlutverki Johnny Blaze í kvik- myndinni Ghost Rider: Spirit of Vengeance sem verður frumsýnd á morgun. Blaze er enn þjakaður af bölvun kölska, en fær tækifæri til að losna undan bölvuninni og bjarga ungum dreng frá því að verða hýsill Satans. Önnur Journey-myndin, The Mys- terious Island, fjallar um Sean And- erson sem fer í leiðangur á smáeyju sem býr yfir miklum töfrum til að leita að afa sínum sem týndist þar. Dwayne Johnson, Michael Caine og Josh Hutcherson fara með aðalhlut- verkin. Austfirska spennumyndin Glæpur og samviska eftir Ásgeir Hvítaskáld verður einnig frumsýnd um helgina og á laugardaginn verður svo sýnd óperan Ernani eftir Verdi. Hasarfull helgi með spennuívafi STJÖRNUMYND Myndin Haywire er stjörnum prýdd en auk Ginu Carano, sem leikur aðalhlutverkið, er þar að finna leikarana Ewan McGregor, Michael Douglas, Antonio Banderas, Bill Paxton, Channing Tatum og Michael Fassbender. Kvikmyndaverið Paramount Pictures hefur kært Anthony Puzo, son rithöfundarins Mario Puzo, til að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar um Guð- föðurinn, „The Family Cor- leone“. Kvikmyndaverið heldur því fram að það hafi keypt höf- undarréttinn á skáldsögu Puzo um Guðföðurinn árið 1969 og að aðeins hafi verið samþykkt að gefa út eina framhalds- sögu, „The Godfather Returns“ sem kom út árið 2004. Að sögn kvikmyndaversins er tilgangur kærunnar að „vernda heilindi og orðspor þríleiksins um Guð- föðurinn“. Útgáfa „The Family Cor- leone“ kærð DON CORLEONE Marlon Brando sést hér í hlutverki sínu sem Don Corleone. Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíð- inni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe- hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Mynd- in er þó ekki með flestar tilnefn- ingar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ell- efu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minn- ast Óskarsverðlaunahátíðarinn- ar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að mynd- irnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood“. The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svart- hvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverð- launahátíðinni árið 1929. Jean Du- jardin hlaut Gol- den Globe- verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrang- leg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verð- launanna tvisvar sinn- um, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar til- nefningar til Óskars- verðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Kath- arine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í mynd- inni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleik- arinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefnd- ur einn besti kynnir í sögu hátíðar- innar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is THE ARTIST TALIN SIGURSTRANGLEGUST Besta myndin: ■ The Artist ■ The Descendants ■ Extremely Loud & Incredibly Close ■ The Help ■ Hugo ■ Midnight in Paris ■ Moneyball ■ The Tree of Life ■ War Horse Besti leikari í aðalhlutverki: ■ Demián Bichir - A Better Life ■ George Clooney - The Descendants ■ Jean Dujardin - The Artist ■ Gary Oldman - Tinker Tailor Soldier Spy ■ Brad Pitt - Money- ball Besta leikkona í aðalhlutverki: ■ Glenn Close - Albert Nobbs ■ Viola Davis - The Help ■ Rooney Mara - The Girl with the Dragon Tattoo ■ Meryl Streep - The Iron Lady ■ Michelle Williams - My Week With Marilyn Besti leikstjóri: ■ Michel Hazanavicius - The Artist ■ Alexander Payne - The Descendants ■ Martin Scorsese - Hugo ■ Terrence Malick - The Tree of Life Besti leikari í aukahlutverki: ■ Kenneth Branagh - My Week With Marilyn ■ Jonah Hill - Money- ball ■ Nick Nolte - Warrior ■ Christopher Plum- mer - Beginners ■ Max von Sydow - Extremely Loud & Incredibly Close Besta leikkona í aukahlutverki: ■ Bérénice Bejo - The Artist ■ Jessica Chastain - The Help ■ Melissa McCarthy - Bridesmaids ■ Janet McTeer - Albert Nobbs ■ Octavia Spencer - The Help HELSTU TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNANA KYNNIR HÁTÍÐINA Billy Crystal þykir einn besti kynnir á Óskarsverðlaunahá- tíðinni frá upphafi. Hefst þriðjudaginn 28. febrúar FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Ashton Kutcher mætir til leiks Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight Spænski leikarinn Antonio Bande- ras leikur Pablo Picasso í nýrri kvikmynd um listmálarann. Mynd- in ber nafnið 33 Days og er leikstýrt af spænska leikstjóranum Carlos Saura. Hún fjallar um tímabilið þegar Picasso málaði málverkið Guernica árið 1937. Hún mun einn- ig fjalla um samband listmálarans við frönsku listakonuna Doru Maar. Samkvæmt tímaritinu Variety er áætlað að hefja tökur sumarið 2013. Banderas sagði í viðtali við spænska blaðið El País að hann hefði fæðst aðeins nokkrum húsa- röðum frá staðnum þar sem Picasso fæddist, en þeir eru báðir fæddir í Malaga á Spáni. Hann hafi lengi ætlað að taka að sér að leika list- málarann en ávallt neitað þangað til nú. Pablo Picasso er einn af þekkt- ustu listamönnum 20. aldar, en hann lést árið 1973 þá 91 árs að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa þróað kúbisma ásamt George Braque. Einnig þótti hann afar afkastamikill, en eftir hann liggja um 50.000 listaverk. Guernica er eitt af hans þekktustu verkum, en hann málaði það eftir að þýskar og ítalskar herflugvélar sprengdu bæinn Guernica á Spáni. Málverk- ið er nú til sýnis í Museo Reina Sofí safninu í Madríd. Banderas hefur áður leikið sögu- frægar persónur en hann lék Che Guevara í kvikmyndinni Evita. Sögusagnir hafa verið um að Banderas muni taka að sér að leika Fidel Castro í nýrri kvikmynd um dóttur Castros, sem ber nafnið Castro‘s Daughter. Antonio Banderas leikur Picasso ANTONIO BANDERAS vílar ekki fyrir sér að taka að sér krefjandi hlutverk. THIS MEANS WAR ★★★★★ Óvönduð útfærsla á ágætri hugmynd. Þolanleg í fluginu til Tenerife í sumar. SAFE HOUSE ★★★★★ Mundu eftir eyrnatöppunum. Og sjóveikipillunum. EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE ★★★★★ Ekki alslæm mynd, en rembist ítrekað við að græta áhorfendur. Leikararnir halda þessu uppi. SHAME ★★★★★ Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð. HUGO ★★★★★ Heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn. KVIKMYNDARÝNI > ÁNÆGÐUR MEÐ CRAIG Sam Mendes sem leikstýrir nýj- ustu Bond-myndinni, Skyfall, er mjög ánægður með Daniel Craig sem leik- ur njósnarann 007. „Mér fannst Cas- ino Royale frábær. Daniel Craig var venjulegur maður í raun- verulegum kringumstæðum,“ sagði Mendes, sem á að baki myndirnar American Beauty og Road to Perdition. „Þessi mynd minnti mig á þegar ég horfði á Sean Connery-myndirnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.