Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 38
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
Þátturinn Orð skulu standa
er á fjölum Þjóðleikhús-
kjallarans á fimmtudags-
kvöldum. Þar velta kepp-
endur fyrir sér meiningu
orða, ljóða og orðatiltækja
og bresta í söng eða grín
þess á milli.
„Formið hefur lítið breyst frá því
þátturinn var í útvarpinu. Hann
býður sem fyrr upp á heilabrot og
bollaleggingar um íslenskt mál. Nú
er hann bara með áhorfendum sem
ósjálfrátt fara að glíma við gáturn-
ar enda eru þeir allir með blöð og
penna.“ Þannig lýsir Sólveig Arn-
arsdóttir leikkona fyrirkomulagi
sýningarinnar Orð skulu standa í
Þjóðleikhúskjallaranum.
Hún er þar liðsstjóri ásamt Guð-
mundi Steingrímssyni alþingis-
manni og í hverri viku fá þau með
sér nýja og nýja keppendur. Stjórn-
andinn er Karl Th. Birgisson og við
píanó situr Pálmi Sigurhjartarson
því að sögn Sólveigar er tónlist
orðin fastur liður í dagskránni. En
taka gestir í sal bara þátt í skemmt-
uninni í eigin hugskoti eða eru þeir
til einhvers gagns fyrir keppendur?
„Í Þjóðleikhúskjallaranum situr
fólk við borð með kertaljós og veit-
ingar og stundum verður til spjall
á milli salar og sviðs en það er eng-
inn þvingaður til að vera með. Fólk
er oft hrætt við að vera drifið upp
á svið til að gera eitthvað sniðugt,
þetta er ekkert þannig. En fólk
hefur alveg möguleika á því að
taka þátt og í salnum er alltaf ein-
hver klárari en við á sviðinu. Svo fá
gestir í salnum líka spurningar og
sá sem er fyrstur að leysa þrautina
fær veglega gjöf.“
Margir af fremstu listamönnum
þjóðarinnar hafa verið meðal kepp-
enda, að sögn Sólveigar, og gera sitt
til að létta lund gesta. Í síðustu viku
voru Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarkona og Ari Eldjárn
uppistandari og í kvöld verða Þór-
unn Lárusdóttir leikkona og Karl
Sigurðsson Baggalútur.
Sólveig kveðst alin upp við til-
tölulega gott og kjarnyrt mál og
hafa alla tíð lesið mikið, segist þó
ekki vera neitt íslenskunörd – eins
og Davíð Þór sem hafi ótrúlega
þekkingu á tungunni. „En íslenskt
mál er svo ríkt og getur verið enda-
laus uppspretta vangaveltna,“ bend-
ir hún á. Hún segir ógerning að lesa
sér til fyrir þáttinn. „Ég gluggaði
reyndar aðeins í skólaljóðin til að
rifja upp helstu höfundana okkar,“
viðurkennir hún. „En orðin sem
hann Kalli dregur upp úr hatti
sínum hefur yfirleitt ekki nokkur
maður heyrt svo listin gengur út á
að finna einhvern punkt í þeim og
spinna sig áfram. Ótrúlega oft er
hægt að ramba á rétt svar en ger-
ist það ekki þá skiptir það heldur
engu máli. Þessi kvöldstund geng-
ur ekki út á það hver veit mest, það
eru engin stig talin og annað liðið
stendur aldrei uppi sem sigurveg-
ari kvöldsins heldur er um hreina
gleðistund að ræða.“
gun@frettabladid.is
Íslenskt mál er endalaus
uppspretta vangaveltna
LEIKKONA OG LIÐSSTJÓRI Ótrúlega oft er hægt að ramba á rétt svar en gerist það
ekki þá skiptir það heldur engu máli,“ segir Sólveig Arnarsdóttir um þátttökuna í
þættinum Orð skulu standa í Þjóðleikhúskjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Leikhús ★★★ ★★
Sjöundá
Leikhópurinn Aldrei óstelandi
sýnir í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu
Leikgerð: Marta Nordal, Edda
Björg Eyjólfsdóttir auk leik-
hópsins Leikmynd og lýsing:
Egill Ingibergsson Búningar:
Helga I. Stefánsdóttir Myndefni:
Bergsteinn Björgúlfsson Dans
og hreyfingar: Marta Nordal
Tónlist: Stefán Már Magnússon
Leikarar: Sveinn Ólafur Gunn-
arsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir,
Stefán Hallur Stefánsson, Harpa
Arnardóttir, Leikstjóri: Marta
Nordal.
Leikritið Sjöundá var frumsýnt í
Kúlunni, minnsta leikrými Þjóð-
leikhússins, síðastliðið föstudags-
kvöld. Að því stendur leikhópur-
inn Aldrei óstelandi sem fékkst
við Fjalla-Eyvind síðasta vetur og
heldur þannig áfram að gera sér
mat úr íslenskum örlagasögum.
Fjórar vesælar mannverur á hjara
veraldar steyptu hver annarri í
glötun á Sjöundá. Flestir kann-
ast við frásögnina af afspurn og
eins úr sagnaminninu í Svartfugli
Gunnars Gunnarssonar. Marta
Nordal leggur upp með svipaða
vinnuaðferð og hún notaði í hinni
góðu sýningu um Fjalla-Eyvind,
það er að láta útvarpsraddir leiða
okkur inn í leikmyndina, mála upp
fyrir okkur umhverfið. Þetta gerði
Gunnar Gunnarsson hér, þar sem
hann af bandi lýsti því umhverfi
sem við honum blasti af sjó, þá er
hann barði grónar rústir þessa
örreytiskots augum. Síðan var
mynd af ströndinni varpað upp á
tjald að baki leikaranna og marg-
ar slíkar birtust meðan á verkinu
stóð.
Textinn var byggður á spuna
unnum úr Svartfugli og eins
klipptar inn glefsur úr Galdra-
Lofti en yfirheyrslur voru einmitt
aðaluppistaðan í verkinu. Tvenn
hjón á sömu þúfu. Jón á Steinunni
og Bjarni á Guðrúnu. Eitthvað á
þetta fólk af börnum en nærvera
þeirra er engin í verkinu hér, raun-
ar aðeins minnst á þau í eitt sinn
þegar Jón er að tala um vanlíðan
sína og löngun til þess að komast
á brott frá þessum stað. Steinunn
og Bjarni fella ekki aðeins hugi
saman heldur verða hreinlega svo
heltekin af hvort öðru að samvisk-
an og skynsemin yfirgefur þau og
allt gengur út á að koma hinum
tveimur fyrir kattarnef.
Edda Björg Eyjólfsdóttir lék
Steinunni og Sveinn Ólafur Gunn-
arsson fór með hlutverk Bjarna.
Sú brennandi erótík og óslökkv-
andi löngun sem stjórnaði gjörð-
um þeirra kemst hér heldur illa
til skila því nálgun þeirra er allan
tímann svo vélræn. Það var frem-
ur eins og verið væri að lýsa kyn-
lífsfíklum heldur en undirliggjandi
mögnuðum ástríðum. Leikstjórinn
velur þá leið að leysa leikinn upp
í einhvers konar óskilgreindum
dansi og voru þau atriði heldur
kauðsleg þar sem hin kattliðuga
Harpa Arnardóttir var í raun og
veru sú eina sem réði við þessa
titrandi skjálfandi tjáningu. Harpa
var líka á allan hátt hreint frábær
í hlutverki Guðrúnar sem smám
saman breyttist í vofu og engu
líkara en að hún yrði græn í fram-
an. Hinir leikararnir skiluðu hlut-
verkum sínum ágætlega, einkum
Stefán Hallur í argandi hlutverki
yfirvaldsins. Loks má þess geta að
tónlistin og hljóðmyndin öll sem
Stefán Már Magnússon er skrif-
aður fyrir var hrífandi.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Heldur endurtekn-
ingarsöm leikgerð á Svartfugli en þó
nokkuð af góðum lausnum. Harpa
Arnardóttir er stjarnan í annars
ágætlega leikinni sýningu.
SJÖUNDAÁ Yfirheyrslur eru uppistaðan í verkinu.
Ástarglóð í taktföstum tómleika
Hefur þú gert
góðverk í dag?
Hefst í mars á Stöð 2
Kate Winslet í glænýrri þáttaröð
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
UPPBOÐ verður á verkum af sýningunni Veggir í Norræna húsinu
á laugardag klukkan fjögur. Aðstandendur lofa samtímalist á góðu
verði en meðal listamanna eru fremstu graffítí-listamenn landsins.