Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Fimmtudagur
skoðun 20
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Allt
23. febrúar 2012
46. tölublað 12. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Haust og vetrarlína Ingvars Helgasonar og Suzanne Ostwald fékk frábærar viðtökur í New York.
Þ etta er ótrúlega spenn-andi. Við bjuggumst ekki við slíkri umfjöll-un enda mikið að gerast á tískuvikunni og fjöldi ungra hönnuða að gera það sama og við. Þetta er fyrsta línan sem við sýnum á tískuviku,“ segir Ingvar Helgason fatahönnuð-ur en nýjasta lína hans og Sus-anne Ostwald, fékk feykigóðar viðtökur á tískuvikunni í New York í síðustu viku. Meðal annars mátti lesa á Style.com að Ostwald Helgason hafi komið hvað mest á óvart þetta sýningarkvöld og fylgj-ast ætti með þeim í fram-tíðinni. Á Style Bubble.co.uk voru þau sögð hafa farið af stað með hvelli og WWD sagði sýninguna „stjörnu frumraun“. Þá var farið fögrum orðum um línuna á Vogue.com og sagt að þau sigldu af stað með vind í seglunum.
Ingvar og Suzanne hófu samstarf
árið 2008 og reka vinnustofu í London.
Milk Studios í London valdi þau í hóp
ungra hönnuða sem fyrirtækið styrkir
til þátttöku í tískuvikunni í New York.
Tóku tísku-vikuna með trompi
2
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
STÓR FLOTTUR
teg MAGGIE - með sérstaklega gott hald fyrir þung
brjóst, fæst frá 36-42 í skálum E,F,FF,G,GG,H,HH,J,JJ á
kr. 10.985,- glæsilegar buxur frá M-4xl á kr. 4.750,-
Vertu vinur okkar á facebook
Skrefamæ
Sýnir vegalengd orkunotkun og tíma • Skynjar hröðunOpið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Verð: 6.950 kr.
MosiDesign.nl er ný hollensk sölusíða með
íslenskri hönnun. Þar er meðal annars að finna
skart frá Hring eftir hring og Stássi, tréslaufur
eftir Guðmund Jón Stefánsson og ýmiss konar
íslenska vöruhönnun.
29.900
.-VERÐ KR.
IFÖ BAÐINNRÉTTING
STÆRÐ: 29 X 46 X 51,5
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
í kvöld
Opið til
21
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
0
7
5
1
raudikrossinn.is
Mannvinir
Rauða krossins
hjálpa börnum í neyð
Hjálpaðu núna
HEILBRIGÐISMÁL Fegrunaraðgerðir
á innri skapabörmum kvenna hafa
færst í aukana á síðustu árum.
Hver aðgerð kostar á bilinu 150
til 200 þúsund krónur og eru þær
algengastar meðal kvenna á aldr-
inum 20 til 45 ára.
Sæunn Kjartansdóttir sálgrein-
ir segir þessa þróun varhuga-
verða og veltir upp gagnrýnum
sjónarmiðum í grein sem birtast
mun í fræðiriti sem kemur út í
næsta mánuði. Hún segir að vert
sé að velta fyrir sér hvaðan ungar
konur fái skilaboð um að skapa-
barmar þeirra líti illa út, hvert
viðmiðið sé og hver komi konun-
um í skilning um að útliti þeirra
sé ábótavant.
Á heimasíðunni Lytalaeknar.is
segir að helstu ástæður aðgerð-
anna séu útlitslegar, auk þess sem
stórir innri skapabarmar geti
stundum valdið ertingu og sviða
við kynlíf. - sv / sjá síðu 4
Sálgreinir gagnrýnir þróun:
Fegrunaraðgerð-
um á kynfærum
kvenna fjölgar
SAKAMÁL Embætti sérstaks sak-
sóknara segir að ef kaup Sheikh
Mohamed bin Khalifa Al Thani í
Kaupþingi í september 2008 hefðu
skilað hagnaði hefði Ólafur Ólafs-
son, þá einn stærsti eigandi bank-
ans, hagnast á því.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ákæru embættisins þar
sem Ólafur, Hreiðar Már Sig-
urðsson, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings, Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
bankans, og Magnús Guðmunds-
son, fyrrum framkvæmdastjóri
Kaupþings í Lúxemborg, eru
ákærðir fyrir umboðssvik og
markaðsmisnotkun eða hlutdeild
í slíkum brotum.
Í ákærunni segir að „í sept-
ember 2008 létu ákærðu starfs-
menn Kaupþings og Kaupþings
Lúxemborg setja upp viðskipta-
fléttu í kringum kaup á 5,01%
hlut í Kaupþingi. Í fléttunni
fólst að Kaupþing lánaði tveim-
ur félögum, Gerland og Serval,
samtals um 26 milljarða króna.
Var Gerland í eigu ákærða Ólafs
en Serval í eigu Sheikh Mohamed
bin Khalifa Al Thani. Lánsfé því
sem ákærðu, Hreiðar Már og Sig-
urður, létu veita til félaganna […]
var sama dag veitt áfram til kýp-
verska félagsins Choice Stay Ltd.“
Eigendur þess félags voru
Sheikh Mohamed bin Khalifa Al
Thani, Ólafur og Sheikh Sultan
Al Thani, vinur Ólafs og ráðgjafi
Sheikh Mohamed. Féð var síðan
látið renna til Q Iceland Finance
og hlutirnir í Kaupþingi keyptir í
nafni þess félags.
Í ákærunni segir að svo „virðist
sem hugsunin með fléttunni hafi
verið sú að nær allur mögulegur
hagnaður af viðskiptunum myndi
flæða frá Q Iceland Finance til
Choice Stay í gegnum hagnaðar-
tengt lán (e. profit participation
loan). Ef hagnaður hefði orðið
af viðskiptunum með hlutabréf-
in hefðu það því verið eigendur
Choice Stay[…]sem hefðu deilt
honum með sér“. Samkvæmt
hagnaðartengda láninu áttu lána-
kjörin að „endurspegla gengi
bréfa Kaupþings þannig að ef t.d.
100 krónu hagnaður hefði orðið á
bréfunum hjá Q Iceland Finance
hefðu 90-100 krónur farið til
Choice Stay“.
Ólafur neitaði því í yfirlýsingu í
gær að einhver hagnaðarhlutdeild
hefði átt að rata til hans.
- þsj / sjá síðu 8
Ólafur gat grætt á kaupunum
Ef hagnaður hefði orðið á kaupum Al Thani í Kaupþingi hefði hann að hluta til runnið til Ólafs Ólafssonar,
samkvæmt ákæru. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings og einn stærsti eigandi bankans ákærðir.
SAMFÉLAGSMÁL Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar
á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eigin-
konu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tíma-
ritið Nýtt líf fjallar um málið í dag.
Fréttablaðið hefur ekki séð umrædd bréf, en Jón
Baldvin lýsir þeim í aðsendri grein í blaðinu í dag.
Þar segist hann hafa sent stúlkunni, sem þá var
skiptinemi í Venesúela, bók eftir Vargas Llosa um
samskipti Norður- og Suður-Ameríku. Bæði bókin og
bréf sem fylgdi séu „á köflum erótísk“. Hann segir
það hafa verið dómgreindarbrest, hvorugt hafi átt
erindi við stúlkuna.
Jón Baldvin segir stúlkuna hafa kært sig fyrir
kynferðislega áreitni á grundvelli bréfanna árið
2005. Kærunni hafi verið vísað frá sem tilefnis-
lausri. Þá hafi saksóknari ákveðið að rannsaka sér-
staklega árið 2006 hvort refsivert væri að skrifa slík
bréf í Bandaríkjunum, þar sem Jón Baldvin bjó á
þeim tíma, eða í Venesúela. Því hafi síðar verið vísað
frá.
„Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við ein-
hvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það
alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt
um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugar-
angri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beð-
ist fyrirgefningar,“ skrifar Jón Baldvin í Frétta-
blaðinu í dag. - bj / sjá síðu 24
Nýtt líf birtir sendibréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til sextán ára stúlku:
Biðst afsökunar á „erótísku“ bréfi
Mottuslaufur slá í gegn
Fjórar stúlkur í Garðabæ
hafa hannað slaufur sem
líta út eins og yfirvaraskegg.
fólk 38
Endalaus uppspretta
Það er endalaust hægt
að velta íslensku fyrir sér
segir Sólveig Arnarsdóttir
liðsstjóri í Orð skulu standa.
menning 30
HVÖSS A-ÁTT um S-vert landið
í dag og slydda eða rigning.
Hægari og úrkomulítið N-til fram
eftir degi. Hiti víða um frostmark
en 0-5 stig syðra.
VEÐUR 4
4
3
0
0
-1
HREIÐAR MÁR
SIGURÐSSON
MAGNÚS
GUÐMUNDSSONÓLAFUR ÓLAFSSON
SIGURÐUR
EINARSSON
KÖTTUR Í TUNNU Ýmiss konar furðuverur og fígúrur fóru um borg og bæ í gær til að syngja fyrir
sælgæti og slá ketti úr tunnum. Þessir hressu krakkar fylltu Smáralindina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Niðurfærsla skulda
Íslenskir skattgreiðendur
myndu greiða kostnað við
skuldaniðurfellingu skrifar
Þórarinn G. Pétursson.
skoðun 22
Fáheyrðir yfirburðir
Kiel fór létt með Rhein-
Neckar Löwen í þýsku
úrvalsdeildinni í gær.
sport 42