Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 6
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR6 Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. 20% afslátturGildir einungis í verslunum Lyfja & heilsu Síðustu forvöð 15-50% afsláttur af öllum pottum og pönnum 100 tegundir SPARAÐU ÞÚSUNDIR VIÐSKIPTI Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykja- vík og forsvarsmanna fyrirtæk- isins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um upp- gjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokks- félagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Frétta- blaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefj- ast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDe- caux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í mál- inu. Snorri segir að „meint skuld“ verði greidd upp þegar samn- ingar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh Framkvæmdastjóri Framsóknar segir að staðið verði við skuldbindingar: Framsókn hissa á fjárnámsfrétt FRAMSÓKNARHÚSIÐ Framsóknarflokk- urinn undrast ummæli framkvæmda- stjóra JCDecaux. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Gunnar Þ. Ander- sen, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins (FME), áskilur sér rétt til að láta reyna á málatilbúnað stjórnar FME við ætlaða brottvikningu hans úr starfi með stjórnsýslukæru. Þetta kemur fram í bréfi sem Skúli Bjarnason, lögmaður hans sendi stjórnarformanni FME í gær. „Sú kærumeðferð, ef af verð- ur, fyrirbyggir ekki að látið verði reyna á aðra þætti málsins fyrir dómstólum, samhliða eða í kjöl- farið,“ segir jafnframt í bréfinu. „Miðaldaréttarfar á Íslandi á 21. öld verður aldrei liðið.“ Eins er áréttað í bréfinu að Gunnar hafni því að hafa á nokkurn hátt beitt blekkingum vegna aðkomu hans að málefnum Lands- bankans árið 2001. „Væri þetta skoð- að til fulls fellur að sjálfsögðu hinn meinti blekking- arþáttur út og málatilbúnaðurinn hrynur.“ Gunnar og lögmaður hans líta svo á að þriggja sólarhringa svar- frestur sem stjórn FME gaf þann 20. þessa mánaðar byrji ekki að líða fyrr en stjórnin hafi svarað öllum spurningum sem að henni hafi verið beint vegna fyrirhugaðrar uppsagn- ar Gunnars. Í bréfinu sem forstjóri FME fékk boðsent frá stjórn FME 17. þessa mánaðar er honum kynnt fyrir- ætlan stjórnar um að segja honum upp störfum með sex mánaða fyrir- vara. „Þá er það jafnframt fyrirætl- an stjórnar að lýsa því yfir að ekki verði óskað eftir vinnuframlagi þínu á uppsagnartímanum,“ segir þar. - óká Forstjóri FME hótar stjórn stofnunarinnar stjórnsýslukæru og málaferlum: Miðaldaréttarfar verður aldrei liðið GUNNAR Þ. ANDERSEN FERÐAIÐNAÐUR Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslun- ar- og þjónustumiðstöð fyrir ferða- menn á Suðurlandi. Miðstöðin kall- ast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suður- landsvegar og Biskupstungnabraut- ar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjón- ustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sér- staklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsa- byggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins for- svarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum sam- starfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vil- yrði fyrir þeirri lóð sem við hyggj- umst nýta undir starfsemina,“ segir hann og kveður bæði minni- hluta og meirihluta í stjórn sveitar- félagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi“, en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsversl- un og hinum megin byggingavöru- verslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaust- an Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Sam- kvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burð- arþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari,“ segir þar. Árni kveðst hins vegar von- góður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svo- lítið af ákvörðunum á sviði stjórn- málanna. olikr@frettabladid.is Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum Bygging verslunar- og þjónustumiðstöðvarinnar Miðja Suðurlands er í undir- búningi. Byggingin er tengd færslu Suðurlandsvegar norðaustur fyrir Selfoss og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Árborg hefur lofað lóð undir starfsemina. STÓRHUGA ÁÆTLANIR Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. MYND/GATNAMÓT EHF. NÝ GATNAMÓT Rými er við fyrirhuguð gatnamót Suður- landsvegar, Biskupstungnabrautar og afleggjara niður að Selfossi. MYND/GATNAMÓT EHF. GRÍMSNES, GULLFOSS, GEYSIR HVERAGERÐI SUÐURLAND LANDEYJAHÖFN SELFOSSVERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ 14.000 - 18.000 m2 BÍLASTÆÐI BÍLASTÆÐI Hefur þú lært skyndihjálp og endurlífgun? Já 74,9% Nei 25,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér fyrirhuguð hækkun bílastæðagjalds í Reykjavík rétt- lætanleg? Segðu þína skoðun á Vísi.is FÉLAGASAMTÖK Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, skrifuðu í gær undir samninginn, að því er fram kemur á vef ASÍ. Sumarliði Ísleifsson sagnfræð- ingur hefur undanfarin fjögur ár unnið að ritun bókarinnar. Áætl- aður útgáfudagur verksins er sagður fyrsti október. - óká Skrifað undir útgáfusamning: Saga ASÍ kemur út í október NÝR SUÐ URLAND SVEGUR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.