Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 16
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Hollustumerkið Skráargatið verður tekið upp á Íslandi á næstunni. Þar með eiga neytendur að geta gengið að því vísu að matvæli sem merkt eru með þessu merki uppfylli þá kröfu að vera hollust í sínum flokki. Myll- an hefur beðið spennt eftir þessari leið til þess að koma á framfæri hollum vörum sínum, að sögn Iðunnar Geirsdóttur, matvælafræð- ings hjá fyrirtækinu. Skráargatið, sem er eitt elsta holl- ustumerkið í Evrópu, var tekið upp í Svíþjóð 1989. Fyrir þremur árum gengu Danir og Norðmenn til samstarfs við Svía um merkið. Vegna samstarfsins þurfti að taka tillit til ýmissa nýrra matvæla og ólíkra neysluvenja. Breyta varð bæði skilyrðunum og matvæla- flokkunum til þess að kerfið hent- aði betur stærri og fjölbreyttari hópi neytenda. Mögulega leggja Íslendingar fram óskir og/eða kröfur varðandi endurskoðun á matvælaflokkum og/eða skilyrð- um fyrir Skráargatinu. Alls eru nú skilgreindir á þriðja tug matvælaflokka sem geta notað Skráargatið og til ein- földunar hafa þeir verið dregnir saman í níu hópa, það er mjólk og mjólkurvörur, fita og olíur, kjöt og kjötvörur, fiskur og fiskafurð- ir, tilbúnir réttir, brauð og korn- vörur, ávextir og grænmeti. Sem dæmi um skilyrði má nefna að mjólk og sýrðar mjólk- urvörur án viðbættra bragðefna mega ekki innihalda meira magn af fitu en 0,7 g í hverjum 100 g vörunnar. Heildarsykurmagn í sýrðum mjólkurvörum með við- bættum bragðefnum verður að vera undir 9 g í 100 g. MS hefur þegar merkt Skyr.is drykki með Skráargatinu þó svo að hollustu- merkið hafi ekki enn verið tekið formlega í notkun. Brauð má ekki innihalda meira en 7 g af fitu og ekki meira en 0,5 g af salti í hverjum 100 g. Hins vegar þarf brauð að innihalda að minnsta kosti 5 g af trefjum í hverjum 100 g. Iðunn Geirsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Myllunni, segir fyrirtækið þegar með á markaði sjö brauðtegundir sem uppfylla skilyrði Skráargatsins. „Það eru Eyrarbrauð, nýja brauðið Lífs- korn, tvær tegundir af maltbrauði, danskt rúgbrauð og speltbrauð. Við eigum eftir að draga úr salt- magni í fleiri tegundum af rúg- brauði en við stöndum vel hvað varðar viðmið um magn trefja, fitu og sykurs í þeim,“ segir Iðunn. Hún getur þess að gerð sé krafa um að 25 prósent af mjölinu séu heilkorn en heilkorn er heilt fræ korntegundar (kím, fræhvíta og klíð). „Heilkorn getur verið kornið sjálft eða heilmalað korn. Fræ eins og hörfræ og sólkjarnar flokkast ekki undir heilkorn þótt þau séu líka afar holl. Heilkorna- skilgreiningin segir ekki alla sög- una.“ Að sögn matvælafræðingsins hefur Myllan beðið lengi eftir leið- um til þess að koma á framfæri hollum vörum sínum á sýnileg- an hátt. „Við erum ánægð með að Skráargatið hafi verið samþykkt en munum bíða með að merkja vörurnar þar til Matvælastofnun hefur sett formlega umgjörð utan um þetta.“ ibs@frettabladid.is Vara merkt Skráar- gatinu er hollust í sínum flokki Í MYLLUNNI Til þess að mega bera Skráargatið má brauð ekki innihalda meira en 7 g af fitu og 0,5 g af salti í hverjum 100 g. Innihald trefja verður að vera að minnsta kosti 5 g í hverjum 100 g. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐ HÚSRÁÐ Viðbrenndir pottar Í stað þess að henda potti má láta reyna á húsráð sér til bjargar. Því hefur til dæmis verið fleygt að lyftiduft kunni að koma að notum í aðstæðum þar sem kolsvartar viðbrenndar matarleifar eru eins og límdar í botninn á pottinum. Þá er sett í pottinn eins og ein matskeið af lyftidufti, eða matarsóda, og góð botnfylli af vatni. Þetta er svo látið sjóða upp og eiga þá matarafgang- arnir og sótið að losna upp af botn- inum. Annar kostur mun svo vera að setja skvettu af uppþvottavélardufti í botnfylli af vatni í potti sem svona er fyrir komið og láta liggja í 15 til 20 mínútur. Eftir það á að nægja að skola óhreinindin burt. - óká EFNAHAGSMÁL Laun landsmanna stóðu í stað í janúar frá mán- uðinum á undan. Þetta leiðir launavísitala Hagstofu Íslands í ljós en gildi hennar fyrir janúar- mánuð var birt í gær. Kaupmáttur launþega minnkaði því um 0,3% í mánuðinum þar sem vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3%. Er janúar þar með annar mánuðurinn í röð þar sem kaup- máttur lækkar en hann lækkaði um 0,1% í desember. Á síðustu tólf mánuðum hefur kaupmáttur launa þrátt fyrir þetta aukist um 2,5%. Fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka að búast megi við nokkurri hækk- un á kaupmætti í febrúar vegna þeirra kjarasamningsbundnu hækkana sem tóku gildi um síð- ustu mánaðamót. Laun flestra á almennum markaði hækkuðu um 3,5%. Vísitala kaupmáttar launa stendur nú í 110,8 stigum og hefur hækkað um rúmlega 6,4% frá því að hún náði sínu lægsta gildi í maí árið 2010. Kaupmáttur er þó enn talsvert minni en þegar hann var mestur fyrir hrun í janúar 2008. Nemur munurinn 7,8%. - mþl Gert ráð fyrir kaupmáttaraukningu í febrúar: Kaupmáttur örlítið dregist saman KAUPMÁTTUR Greiningardeild Íslands- banka á von á því að kaupmáttur launa hafi aukist nokkuð í febrúar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Danska matvælastofnunin hefur bannað framleiðendum að nota orðið ofur- ávexti, það er að segja superfrugter, superfruit eða powerfruit, á umbúðir ávaxtadrykkja. Framleiðendurnir eru ósammála stofnuninni um að orðin séu villandi. Þeir segja að hollusta ávaxtanna réttlæti nafnið sem þeim er gefið. Matvælastofnunin í Danmörku segir að ekki hafi verið sannað að um ofurávexti sé að ræða. Sumir framleiðendanna segjast nú hafa selt þessar vörur sínar til annarra landa þar sem menn hafi ekki áhyggjur af fyrrgreindum nöfnum á drykkjunum. ■ Matvæli Bannað að kalla ávexti ofurávexti Norskir vísindamenn hafa þróað aðferð til þess að fjarlægja meirihluta krabba- meinsvaldandi efnis, akrýlamíðs, úr kartöflum sem á að steikja. Efnið finnst ekki í matvælum sem eru framleidd eða elduð við suðuhitastig, heldur myndast það í mestu magni í kolvetnaríkum matvælum sem eru hituð mikið. Hefur það fundist í kartöfluflögum, steiktum kartöflum, djúpsteiktum kartöflum, hrökk- brauði, kexi og smákökum. ■ Matvæli Fjarlægja krabbameinsmyndandi efni 418 KRÓNUR var meðalverðið á einu kílói af agúrkum í nóvember sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2005 þegar kílóverðið var 194 krónur að meðaltali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.