Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2012 41 Opið laugard. kl. 10-14 „Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili,“ segir Halldóra Matthías- dóttir en hún og Rúnar Jónsson taka við sem stjórnendur Formúlu 1 á Stöð 2 Sport sem hefst í mars. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúlu 1 á stöðinni síðan árið 2008. Halldóra verður Rúnari til halds og trausts í lýsingum á kappakstrinum og í tímatökum. Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni. „Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kall- ast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síð- ustu tvö ár,“ segir hún. Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akst- ursíþróttum en hún er áhugamanneskja um mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúl- unni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá bjó ég í Hamburg og fylgdist með keppninni þar, en þá voru Michael Schumacher og Mika Häkkinen að berjast um heimsmeistaratitilinn.“ Hall- dóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég af F1 keppninni í Sjanghæ í Kína.“ Halldóra er mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með hlaupahópnum Bíddu aðeins,“ segir Halldóra. Formúlan hefst að nýju í mars og allar keppnir ársins verða sýndar í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Járnkona lýsir formúlu eitt Í ELDLÍNUNNI Halldóra lýsir formúlunni ásamt Rúnari Jónssyni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 23. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 20.30 Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15. Um er að ræða fyrstu tónleikana hérlendis síðan diskur þeirra, Long Pair Bond, kom út. ➜ Námskeið 16.30 Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, stendur fyrir námskeiði fyrir 7-9 ára gömul börn. Um er að ræða 10 vikna styrkjandi nám- skeið fyrir börn sem hafa átt eða eiga nána aðstandendur með krabbamein. Skráning á námskeiðið, sem er ókeypis, er á netfanginu ljosid@ljosid.org. ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin sýnir fyrsta hluta heimildaþríleiksins Kína: Byltingaöldin (e.China: A Century of Revolution) eftir Sue Williams. Myndin er sýnd í stofu 101 í Odda. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Dagskrá 20.00 Fjallað verður um bæjarlista- mann Mosfellsbæjar, Bergstein Björg- úlfsson kvikmyndaleikstjóra og fram- leiðanda í dagskrá í Hlégarði. Notaleg stemning, kaffi og kókostoppar í boði. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 20.30 Tríó danska Hammond-orgel- leikarans Kjeld Lauritsen spilar á jazz- tónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Tríóið mun flytja fjölbreytt úrval þekktra jazzlaga auk nokkurra eigin tón- smíða. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Davíð Logi Sigurðsson heldur erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar í stofu 101 í Odda. Yfirskrift erindisins er Allar leiðir liggja til Damaskus og mun Davíð meðal annars fjalla um sam- bandið milli Sýrlands og Líbanon. Allir velkomnir. 17.15 Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, flytur annað erindið af fjórum um ÁBYRGÐ í Bókasafni Kópavogs. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 20.00 Aðalsteinn Ingólfsson flytur fyrirlesturinn Tíu Kyrralíf (og nokkur til vara) í Hafnarborg. Þar fjallar hann um kyrralífsmyndina í sögulegu og hug- myndalegu ljósi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.