Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2012 41
Opið laugard. kl. 10-14
„Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex
fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu
keppnistímabili,“ segir Halldóra Matthías-
dóttir en hún og Rúnar Jónsson taka við sem
stjórnendur Formúlu 1 á Stöð 2 Sport sem
hefst í mars. Þau munu taka við af Gunnlaugi
Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúlu 1 á
stöðinni síðan árið 2008.
Halldóra verður Rúnari til halds og trausts
í lýsingum á kappakstrinum og í tímatökum.
Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun
þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni.
„Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kall-
ast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef
verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síð-
ustu tvö ár,“ segir hún.
Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akst-
ursíþróttum en hún er áhugamanneskja um
mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúl-
unni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá bjó ég í
Hamburg og fylgdist með keppninni þar, en þá
voru Michael Schumacher og Mika Häkkinen
að berjast um heimsmeistaratitilinn.“ Hall-
dóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að
missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í
Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég
af F1 keppninni í Sjanghæ í Kína.“ Halldóra er
mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa
sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer
fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt
áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla
og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með
Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með
hlaupahópnum Bíddu aðeins,“ segir Halldóra.
Formúlan hefst að nýju í mars og allar
keppnir ársins verða sýndar í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá.
Járnkona lýsir formúlu eitt
Í ELDLÍNUNNI Halldóra lýsir formúlunni ásamt Rúnari
Jónssyni.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 23. febrúar 2012
➜ Tónleikar
20.30 Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur
heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu,
Hverfisgötu 15. Um er að ræða fyrstu
tónleikana hérlendis síðan diskur þeirra,
Long Pair Bond, kom út.
➜ Námskeið
16.30 Ljósið, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur
fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma
og aðstandendur þeirra, stendur fyrir
námskeiði fyrir 7-9 ára gömul börn. Um
er að ræða 10 vikna styrkjandi nám-
skeið fyrir börn sem hafa átt eða eiga
nána aðstandendur með krabbamein.
Skráning á námskeiðið, sem er ókeypis,
er á netfanginu ljosid@ljosid.org.
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin sýnir
fyrsta hluta heimildaþríleiksins Kína:
Byltingaöldin (e.China: A Century of
Revolution) eftir Sue Williams. Myndin
er sýnd í stofu 101 í Odda. Allir eru
velkomnir og aðgangur er ókeypis.
➜ Dagskrá
20.00 Fjallað verður um bæjarlista-
mann Mosfellsbæjar, Bergstein Björg-
úlfsson kvikmyndaleikstjóra og fram-
leiðanda í dagskrá í Hlégarði. Notaleg
stemning, kaffi og kókostoppar í boði.
Allir velkomnir.
➜ Tónlist
20.30 Tríó danska Hammond-orgel-
leikarans Kjeld Lauritsen spilar á jazz-
tónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu
28. Tríóið mun flytja fjölbreytt úrval
þekktra jazzlaga auk nokkurra eigin tón-
smíða. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda
tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Davíð Logi Sigurðsson heldur
erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar í
stofu 101 í Odda. Yfirskrift erindisins er
Allar leiðir liggja til Damaskus og mun
Davíð meðal annars fjalla um sam-
bandið milli Sýrlands og Líbanon. Allir
velkomnir.
17.15 Ragna Árnadóttir, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, flytur annað erindið
af fjórum um ÁBYRGÐ í Bókasafni
Kópavogs. Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
20.00 Aðalsteinn Ingólfsson flytur
fyrirlesturinn Tíu Kyrralíf (og nokkur til
vara) í Hafnarborg. Þar fjallar hann um
kyrralífsmyndina í sögulegu og hug-
myndalegu ljósi.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.