Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 26
„Það kom okkur í raun á óvart
að Milk Studios skyldu velja
okkur en við urðum auðvitað
ánægð. Það er mjög dýrt að sýna
á aðalsýningarsvæðinu í New
York og við höfum ekki tekið þátt
áður,“ segir Ingvar.
En hvaða þýðingu hefur það
fyrir ungt hönnunarfyrirtæki að
fá lofsamlega umfjöllun helstu
tímarita í tískubransanum?
„Þetta vonandi hjálpar okkur
með sölu á línunni,“ segir Ingvar.
„Við erum með „show room“ í
New York og þau sem halda utan
um það segja okkur að alls konar
búðir hafi þegar haft samband
til að skoða vöruna. Hvort þær
enda á að kaupa eða vilja bíða
eftir næstu línu
kemur í ljós.
Þetta er líka
gott fyrir
þær versl-
anir sem við
erum þegar
í samvinnu
við. Þær
sjá að þær hafa veðjað á réttan
hest,“ segir hann og hlær. „Svo
verður þetta vonandi til þess að
einhverjir fylgjast með okkur á
næstu tískuviku,“ bætir hann við
og ítrekar að þau tvö eigi ekki
allan heiðurinn.
„Þetta er auðvitað ekki „one
man show“. Það hafa margar hend-
ur komið að og hjálpað okkur í
langan tíma. Vinir og vanda-
menn okkar eiga sérstaklega
þakkir skildar. Nú höldum við
bara okkar striki enda næg
vinna fram undan fyrir næstu
línu.“ heida@frettabladid.is
Fatahönnuðirnir Ingvar Helgason og
Suzanne Ostwald hófu samstarf árið
2008 og reka vinnustofu í London.
MYND/OSTWALD HELGASON
Framhald af forsíðu
„Hönnunin
hefur fengið
lofsamlega
umfjöllun.”
Lagersalan
Opið fim. og föst. 12-18 og laugardga 10-16.
Þýsk og dönsk gæðavara á ótrúlegu verði.
70-90% afsláttur
af ÖLLUM fatnaði og skóm!
FULLT af nýjum fatnaði á lagersölunni!
Nú einnig bolir, peysur, vattjakkar
og léttar yfirhafnir. Stærðir 36-52
VERÐDÆMI
Vattjakki verð áður 15.900 – verð nú 4.790
K&S skór verð áður 29.990 – verð nú 4.990
Erich Fend kápa verð áður 45.900 – verð nú 13.770
EHC peysa verð áður 12.900 – verð nú 3.870
Pastellitir verða áberandi næstu mánuði. Á meðan veðrið
býður ekki upp á að klæðast hlýrakjólum er um að gera að fá sér
fölbleika, fölbláa, lillabláa, ljósgula eða lime-græna peysu.
Kjólar og skart sem söngdívan Whitney Houston hefur borið
verður boðið upp á stjörnuuppboði í Los Angeles lok næsta
mánaðar.
„Þetta eru valdir munir frá söng- og kvikmyndaferli hennar,“ segir
í tilkynningu frá Julien‘s Auctions. Má þar nefna svartan flauelskjól
með silfurlinda og perlueyrnalokka sem söngkonan bar í kvik-
myndinni The Bodyguard.
Whitney var sem kunnugt er borin til grafar um helgina.
Heimild: www.news.yahoo.com