Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 2
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR2 Baldvin, verða Berlínarbollur á boðstólum? „Það er nauðsynlegt á þýskum bar, og kannski pylsur, súrkál og salt- kringlur við hátíðleg tilefni.“ Baldvin Arnar Samúelsson er í hópi fólks sem vinnur nú að opnun Þýska barsins í miðborg Reykjavíkur. DÓMSMÁL Sakborningarnir þrír í skotárásarmál- inu í Bryggjuhverfinu í nóvember neituðu allir fyrir dómi í gær að hafa gerst sekir um mann- drápstilraun. Ákæran á hendur mönnunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir hafa allir sætt gæsluvarðhaldi síðan skömmu eftir árásina og voru færðir fyrir dóminn af lögreglu, tveir þeirra í járnum. Þeir eru allir ákærðir í sameiningu fyrir til- raun til manndráps, með því að hafa skotið úr haglabyssu í átt að bíl vegna fíkniefnauppgjörs. Í bílnum voru tveir menn. Einn þeirra, Kristján Halldór Jensson, er ákærður fyrir að hafa tekið í gikkinn og hinir tveir, Axel Már Smith og Tómas Pálsson Eyþórs- son, fyrir að liðsinna honum við verkið. Við því getur legið sama refsing. Enginn gengst við þess- um ákærulið. Kristján játar vopnalagabrot, en á heimili hans fundust fjórir brúsar af úðavopnum. Þá játar Axel Már að hafa haft í fórum sínum lítilræði af fíkni- efnum. - sh Ákæra á hendur þremur mönnum fyrir manndrápstilraun þingfest: Neituðu sök í skotárásarmáli MEINTUR SKOTMAÐUR Kristján Halldór Jensson er talinn hafa skotið úr haglabyssunni. Hann sést hér milli lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Á næstu dögum markaðssetur Mjólkursamsalan (MS) D-vítamínbætta léttmjólk. „Þetta er gert samkvæmt ráð- leggingum Landlæknis- embættisins og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Land- spítala, en D-víta- mínneysla lands- manna er talsvert undir ráðlegging- um,“ segir á vef MS. „D-vítamín er hálfgert vand- ræðavítamín fyrir þá sem búa á norðurslóðum. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóssins en þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá það úr fæði,“ segir þar jafnframt, en fá matvæli innihalda D-víta- mín frá náttúrunnar hendi. „Er þar í raun aðeins um að ræða lýsi og feitan fisk.“ - óká Brugðist við vítamínskorti: D-vítamínbætt léttmjólk á leið- inni í búðirnar VÍSINDI Geimvísindamenn hafa fundið plánetu sem er með and- rúmslofti sem samanstendur að mestu af vatni og gufu. Plánetan er í um 40 ljósára fjarlægð frá jörðu, og er sann- kölluð vatnaveröld. Hitastigið er þó í hærri kantinum, um 230 gráður við yfirborðið, að því er fram kemur í grein í vísindaritinu Science. Plánetan fannst árið 2009, og hefur hingað til verið talið að andrúmsloftið hennar væri ryk- mettað. Nýjar myndir sem teknar voru með Hubble-sjónaukanum benda hins vegar til þess að það sem menn töldu áður vera ryk sé í raun vatn og gufa. - bj Pláneta reyndist vatnaveröld: Andrúmsloftið vatn og gufa STJÓRNSÝSLA Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflösk- unum stendur „Drekkið í friði“. Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytis- ins. Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Sótt var um að koma bjórnum í reynslusölu í ÁTVR seint á síðasta ári, en umsókninni var hafnað. Ákvörðun ÁTVR um að hafna því að selja bjórinn sem kenndur er við svarta dauða byggir á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem teng- ist vörunni, gerð hennar eða eig- inleikum. Með öðrum orðum má ekki biðja þá sem ætla sér að drekka bjór- inn að „drekka í friði“ samkvæmt ákvörðun ÁTVR. Bjórinn er framleiddur af Vífil- felli, en eigandi vörumerkisins er Valgeir T. Sigurðsson. Í bréfi sem lögmaður Valgeirs hefur sent fjár- málaráðuneytinu segir að textinn „Drekkið í friði“ feli í sér „jákvæð skilaboð og ábendingu um ábyrga neyslu vörunnar“. Þar er því mót- mælt að textinn geti talist gildis- hlaðinn eða innihaldi ómálefnaleg- ar upplýsingar. Í bréfinu er einnig bent á að ósamræmi sé í því sem ÁTVR kjósi að taka í sölu og því sem hafnað hafi verið. Bent er á að á umbúðum bjórsins Bríó standi „Það er gott að vera bríó“. Orðið bríó finnst ekki í orðabók, en í bréfinu segir að það sé slangur fyrir að vera hífaður. brjann@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum ÁTVR vill ekki taka bjórinn Svarta dauða í sölu. Finnur að orðunum „Drekkið í friði“ á flöskunni. Felur í sér jákvæð skilaboð um ábyrga neyslu á bjórnum segir seljandi. Hann hefur kært ákvörðun ÁTVR til fjármálaráðuneytisins. Ákvörðun ÁTVR að taka ekki í sölu svarta dauða bjórinn er ekki eina umdeilda ákvörðunin sem stjórnendur stofnunarinnar hafa tekið undanfarið. ■ ÁTVR hafnaði því til dæmis að taka rauðvín sem ber nafn rokkhljóm- sveitarinnar Motörhead í sölu. Ákvörðunin var rökstudd með því að nafn hljómsveitarinnar sé vísun í amfetamínneyslu og Motörhead syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. ■ ÁTVR vildi ekki heldur taka í sölu bjórinn Heilagan papa frá brugghúsinu Ölvisholti. Sú ákvörðun var rökstudd með því að mynd af munki með kross í hendi á umbúðunum bryti í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Höfnuðu Motörhead og Heilögum papa VÍNBÚÐ ÁTVR hefur heimild í lögum og reglugerð til að hafna því að taka vöru í sölu á ýmsum forsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVARTUR Á miðanum á bjór- flöskunum er hauskúpa með pípuhatt ásamt tvemur gíturum. Undir hauskúpunni stendur „Drink in peace“, sem útleggst „Drekkið í friði“. MYND/VÍFILFELL LÖGREGLUMÁL Ráðist var á yfir- mann hjá Dróma á heimili hans í fyrradag. Meintur árásarmaður segist eiga inni peninga hjá fyrir- tækinu. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins hafa áhyggjur af öryggi starfs- manna sinna í kjölfar árásarinnar. Fjármálafyrirtækið Drómi tók yfir skuldir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Innheimtu- aðgerðir fyrirtækisins hafa verið gagnrýndar undanfarið. Fórnarlambið kærði árásina síð- degis í gær. Áður hafði gerand- inn komið á lögreglustöð og óskað eftir því að gefa skýrslu um atvik- ið. - bj, eh Ráðist á yfirmann Dróma: Segist eiga fé hjá fyrirtækinu STJÓRNLAGARÁÐ Alþingi samþykkti í gær að kalla stjórnlagaráð saman að nýju til sérstaks fjögurra daga fundar í byrjun mars. Þar verður fjallað um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að mögulegum breyting- um á frumvarpi til stjórnskipun- arlaga. Ef ráðið sér tilefni til þess að gera breytingar á tillögum sínum hefur það frest til 12. mars til að skila breytingartillögum. Eftir það mun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leggja til að til- lögurnar í heild verði lagðar fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakjöri. - þj Endurskoðun stjórnarskrár: Stjórnlagaráð hittist í mars STJÓRNLAGARÁÐ Alþingi hefur kallað stjórnlagaráð saman til fjögurra daga fundar til að fjalla um tillögur þing- nefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ARGENTÍNA, AP Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háanna- tíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestar- innar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofn- aði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið,“ sagði J.P. Schiavi, samgöngu- ráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum,“ sagði Ruben Sobrero, verkalýðs- leiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj 49 lestarfarþegar létust og hundruð slösuðust í mannskæðasta lestarslysi Argentínu í áratugi: Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð BJARGAÐ ÚR FLAKINU Slökkviliðsmenn bjarga særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49 höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.