Fréttablaðið - 23.02.2012, Page 2
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR2
Baldvin, verða Berlínarbollur
á boðstólum?
„Það er nauðsynlegt á þýskum bar,
og kannski pylsur, súrkál og salt-
kringlur við hátíðleg tilefni.“
Baldvin Arnar Samúelsson er í hópi fólks
sem vinnur nú að opnun Þýska barsins í
miðborg Reykjavíkur.
DÓMSMÁL Sakborningarnir þrír í skotárásarmál-
inu í Bryggjuhverfinu í nóvember neituðu allir
fyrir dómi í gær að hafa gerst sekir um mann-
drápstilraun.
Ákæran á hendur mönnunum var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir hafa
allir sætt gæsluvarðhaldi síðan skömmu eftir
árásina og voru færðir fyrir dóminn af lögreglu,
tveir þeirra í járnum.
Þeir eru allir ákærðir í sameiningu fyrir til-
raun til manndráps, með því að hafa skotið úr
haglabyssu í átt að bíl vegna fíkniefnauppgjörs. Í
bílnum voru tveir menn.
Einn þeirra, Kristján Halldór Jensson, er
ákærður fyrir að hafa tekið í gikkinn og hinir
tveir, Axel Már Smith og Tómas Pálsson Eyþórs-
son, fyrir að liðsinna honum við verkið. Við því
getur legið sama refsing. Enginn gengst við þess-
um ákærulið.
Kristján játar vopnalagabrot, en á heimili hans
fundust fjórir brúsar af úðavopnum. Þá játar Axel
Már að hafa haft í fórum sínum lítilræði af fíkni-
efnum. - sh
Ákæra á hendur þremur mönnum fyrir manndrápstilraun þingfest:
Neituðu sök í skotárásarmáli
MEINTUR SKOTMAÐUR Kristján Halldór Jensson er talinn hafa skotið
úr haglabyssunni. Hann sést hér milli lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Á næstu dögum
markaðssetur Mjólkursamsalan
(MS) D-vítamínbætta léttmjólk.
„Þetta er gert
samkvæmt ráð-
leggingum
Landlæknis-
embættisins og
rannsóknastofu
í næringarfræði
við HÍ og Land-
spítala, en D-víta-
mínneysla lands-
manna er talsvert
undir ráðlegging-
um,“ segir á vef
MS.
„D-vítamín er
hálfgert vand-
ræðavítamín fyrir
þá sem búa á norðurslóðum. Það
er myndað í líkamanum með
hjálp sólarljóssins en þegar sólar
nýtur ekki við er mikilvægt að fá
það úr fæði,“ segir þar jafnframt,
en fá matvæli innihalda D-víta-
mín frá náttúrunnar hendi. „Er
þar í raun aðeins um að ræða lýsi
og feitan fisk.“ - óká
Brugðist við vítamínskorti:
D-vítamínbætt
léttmjólk á leið-
inni í búðirnar
VÍSINDI Geimvísindamenn hafa
fundið plánetu sem er með and-
rúmslofti sem samanstendur að
mestu af vatni og gufu.
Plánetan er í um 40 ljósára
fjarlægð frá jörðu, og er sann-
kölluð vatnaveröld. Hitastigið
er þó í hærri kantinum, um 230
gráður við yfirborðið, að því er
fram kemur í grein í vísindaritinu
Science.
Plánetan fannst árið 2009, og
hefur hingað til verið talið að
andrúmsloftið hennar væri ryk-
mettað. Nýjar myndir sem teknar
voru með Hubble-sjónaukanum
benda hins vegar til þess að það
sem menn töldu áður vera ryk sé í
raun vatn og gufa. - bj
Pláneta reyndist vatnaveröld:
Andrúmsloftið
vatn og gufa
STJÓRNSÝSLA Bjór kenndur við
svarta dauða verður ekki seldur í
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
(ÁTVR) vegna þess að á bjórflösk-
unum stendur „Drekkið í friði“.
Eigandi vörumerkisins hefur kært
ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn
ekki í sölu til fjármálaráðuneytis-
ins.
Bjórinn Black Death Beer hefur
verið framleiddur frá árinu 1989
og seldur víða erlendis, auk þess
sem hann hefur verið seldur í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Sótt var um að koma
bjórnum í reynslusölu
í ÁTVR seint á síðasta
ári, en umsókninni
var hafnað.
Ákvörðun ÁTVR
um að hafna því að
selja bjórinn sem
kenndur er við svarta
dauða byggir á því að
á umbúðum áfengis
megi einungis vera
skilaboð sem teng-
ist vörunni, gerð
hennar eða eig-
inleikum. Með
öðrum orðum
má ekki biðja
þá sem ætla sér
að drekka bjór-
inn að „drekka í friði“ samkvæmt
ákvörðun ÁTVR.
Bjórinn er framleiddur af Vífil-
felli, en eigandi vörumerkisins er
Valgeir T. Sigurðsson. Í bréfi sem
lögmaður Valgeirs hefur sent fjár-
málaráðuneytinu segir að textinn
„Drekkið í friði“ feli í sér „jákvæð
skilaboð og ábendingu um ábyrga
neyslu vörunnar“. Þar er því mót-
mælt að textinn geti talist gildis-
hlaðinn eða innihaldi ómálefnaleg-
ar upplýsingar.
Í bréfinu er einnig bent á að
ósamræmi sé í því sem ÁTVR kjósi
að taka í sölu og því sem hafnað
hafi verið. Bent er á að á umbúðum
bjórsins Bríó standi „Það er gott að
vera bríó“. Orðið bríó finnst ekki í
orðabók, en í bréfinu segir að það sé
slangur fyrir að vera hífaður.
brjann@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Svarti dauði fer ekki
í sölu í vínbúðunum
ÁTVR vill ekki taka bjórinn Svarta dauða í sölu. Finnur að orðunum „Drekkið
í friði“ á flöskunni. Felur í sér jákvæð skilaboð um ábyrga neyslu á bjórnum
segir seljandi. Hann hefur kært ákvörðun ÁTVR til fjármálaráðuneytisins.
Ákvörðun ÁTVR að taka ekki í sölu svarta dauða bjórinn er ekki eina
umdeilda ákvörðunin sem stjórnendur stofnunarinnar hafa tekið
undanfarið.
■ ÁTVR hafnaði því til dæmis að taka rauðvín sem ber nafn rokkhljóm-
sveitarinnar Motörhead í sölu. Ákvörðunin var rökstudd með því að nafn
hljómsveitarinnar sé vísun í amfetamínneyslu og Motörhead syngi um stríð,
óábyrgt kynlíf og fíkniefni.
■ ÁTVR vildi ekki heldur taka í sölu bjórinn Heilagan papa frá brugghúsinu
Ölvisholti. Sú ákvörðun var rökstudd með því að mynd af munki með kross
í hendi á umbúðunum bryti í bága við almennt velsæmi með skírskotun til
trúarbragða.
Höfnuðu Motörhead og Heilögum papa
VÍNBÚÐ ÁTVR hefur heimild í lögum og reglugerð til að hafna því að taka vöru í
sölu á ýmsum forsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVARTUR Á
miðanum á bjór-
flöskunum er
hauskúpa með
pípuhatt ásamt
tvemur gíturum.
Undir hauskúpunni
stendur „Drink
in peace“, sem
útleggst „Drekkið í
friði“.
MYND/VÍFILFELL
LÖGREGLUMÁL Ráðist var á yfir-
mann hjá Dróma á heimili hans í
fyrradag. Meintur árásarmaður
segist eiga inni peninga hjá fyrir-
tækinu. Forsvarsmenn fyrirtækis-
ins hafa áhyggjur af öryggi starfs-
manna sinna í kjölfar árásarinnar.
Fjármálafyrirtækið Drómi tók
yfir skuldir SPRON og Frjálsa
fjárfestingabankans. Innheimtu-
aðgerðir fyrirtækisins hafa verið
gagnrýndar undanfarið.
Fórnarlambið kærði árásina síð-
degis í gær. Áður hafði gerand-
inn komið á lögreglustöð og óskað
eftir því að gefa skýrslu um atvik-
ið. - bj, eh
Ráðist á yfirmann Dróma:
Segist eiga fé
hjá fyrirtækinu
STJÓRNLAGARÁÐ Alþingi samþykkti
í gær að kalla stjórnlagaráð saman
að nýju til sérstaks fjögurra daga
fundar í byrjun mars. Þar verður
fjallað um spurningar og tillögur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis að mögulegum breyting-
um á frumvarpi til stjórnskipun-
arlaga.
Ef ráðið sér tilefni til þess að
gera breytingar á tillögum sínum
hefur það frest til 12. mars til að
skila breytingartillögum.
Eftir það mun stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd leggja til að til-
lögurnar í heild verði lagðar fyrir
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
samhliða forsetakjöri. - þj
Endurskoðun stjórnarskrár:
Stjórnlagaráð
hittist í mars
STJÓRNLAGARÁÐ Alþingi hefur kallað
stjórnlagaráð saman til fjögurra daga
fundar til að fjalla um tillögur þing-
nefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ARGENTÍNA, AP Að minnsta kosti 49 létust og á
sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í
gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of
miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háanna-
tíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við
enda lestarteinanna.
Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestar-
innar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman
til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar
skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður
splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofn-
aði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist
sex metra inn í næsta vagn á undan.
„Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski
hafa margir dáið,“ sagði J.P. Schiavi, samgöngu-
ráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að
slysið varð.
Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki
reyndist unnt að ræða við hann strax.
Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem
við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri
lestarstöðvum,“ sagði Ruben Sobrero, verkalýðs-
leiðtogi lestarstarfsmanna.
Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu
frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á
fullri ferð og 200 manns létust.
Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og
síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér
stað.
Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með
þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj
49 lestarfarþegar létust og hundruð slösuðust í mannskæðasta lestarslysi Argentínu í áratugi:
Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð
BJARGAÐ ÚR FLAKINU Slökkviliðsmenn bjarga
særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49
höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP