Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
Íslenskt hráefni í Svíþjóð
Rúnar Larsen býður upp á
íslenskt lamb og humar á
veitingahúsi sínu í Svíþjóð.
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
16. mars 2012
64. tölublað 12. árgangur
BJÓÐA UPP Á ÍSLENSKAN HUMAR OG LAMB Í SVÍ Ó
MÁLVERKA-GJÖRNINGUR Hulda Hlín Magnúsdóttir stendur fyrir gjörningi,
Málverk á ferð, á morgun. Gjörningurinn hefst við
Hallgrímskirkju klukkan 13. Þaðan ferðast hún
með málverk gegnum miðbæinn til þess að gera
list sýnilegri utan hefðbundinna sýningarrýma. 16. MARS 2012
KATRÍN JAKOBS
RÁÐHERRA
LEIKUR VIÐ BÖRNIN
TIL AÐ TÆMA HUGANN
JÓI FEL & UNNUR
SAMSTÍGA Í RÆKTINNI
GLÆSIKONUR Á OPNUN
HRÍMS HÖNNUNARHÚSS
MAGGI BESS & KATRÍN
EVA Í SKÝJUNUM
Paratabs®
Kringlukast
Opið til 19 í kvöld
Nýtt kortatímabil
20–50% afsláttur
Einstök örlagasaga
um vináttu, leyndarmál
og ástríður
NÝ
KILJA
Ég l jú fa v i l þé r s yng ja söngva
ÉL SV-TIL Í dag verður yfirleitt
hæg suðlæg átt með éljum SV-til
en annars úrkomulaust að mestu.
Hitinn breytist lítið.
VEÐUR 4
1
-1
-2
-2
0
EFNAHAGSMÁL Rannsóknarnefnd
Alþingis vann ágæta grunnvinnu
á þeim skamma tíma sem hún
hafði til umráða en sú vinna dugar
hvergi nærri til að gera upp hrun-
ið. Þetta er mat Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, fyrrverandi
utanríkisráðherra.
„Tökum mig sem dæmi, ég fer til
rannsóknarnefndarinnar og sit þar
í klukkutíma í skýrslutöku. Það er
allt og sumt. Það sem fólk segir er
aldrei gagnprófað og reynt að kafa
dýpra eða fólk spurt aftur og málum
fylgt eftir. Það er ekki við nefndina
að sakast – hún hafði mjög skamm-
an tíma – en það hefði þurft að skoða
þetta miklu betur,“ segir Ingibjörg í
viðtali við Fréttablaðið í dag.
Hún telur að það hafi verið mikil
mistök að fara með málið í refsifar-
veg þar sem ekkert er til skoðunar
annað en tímabilið frá febrúar fram
í október 2008. „Í stað þess að fara
með þetta í farveg einhvers konar
sannleiksnefndar þar sem málið
yrði skoðað í miklu víðara ljósi. Það
er það sem menn eins og Ögmundur
Jónasson átta sig núna á þó að seint
sé. Þetta gerir það að verkum að það
er búið að loka þeirri leið – hún verð-
ur aldrei farin.“
Ingibjörg segir að þrátt fyrir allt
þetta séu réttarhöldin yfir Geir
H. Haarde ekki alslæm. „Það er
að ýmsu leyti gott að fá að koma
þarna og fá að tala. Vegna þess að
maður hefur upplifað það í þrjú ár
að það hafa engin hlustunarskilyrði
verið í samfélaginu. Það er eins og
sá tímapunktur sé kannski loksins
kominn.“
Ingibjörg ræðir í einnig í viðtal-
inu um starf sitt í þágu kvenréttinda
í Afganistan. - sh / sjá síðu 12
Skýrsla RNA langt
frá því að vera nóg
Við hefðum þurft sannleiksnefnd til að gera upp hrunið, segir Ingibjörg Sólrún,
sem telur rannsóknarnefnd Alþingis ekki standa undir þeim titli. Sjálf sat hún
lengur í vitnastúku fyrir Landsdómi en í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni.
EFNAHAGSMÁL Húsnæðisverð á
Íslandi er líklegt til að hækka um
samanlagt 16% á næstu tveimur
árum. Að teknu tilliti til verðbólgu-
spár jafngildir það um 8,5% hækk-
un að raunvirði. Þetta er mat grein-
ingar Íslandsbanka sem birt hefur
spá um þróun íbúðaverðs.
Í spánni kemur fram að meðal
helstu aflvaka líklegra hækkana
verði áframhaldandi bati í efna-
hagslífinu, sögulega lágir vextir,
vaxandi kaupmáttur og minni
óvissa um skuldastöðu heimila. Þá
hafi á síðustu misserum safnast upp
óuppfyllt eftirspurn eftir húsnæði.
Helsta forsenda spárinnar er að bat-
inn í hagkerfinu haldi áfram á næst-
unni án bakslags en ýmsir óvissu-
þættir eru þó nefndir sem sett geta
strik í reikninginn. Ingólfur Bender,
forstöðumaður greiningar Íslands-
banka, segir að hækki húsnæðis-
verð muni það koma skuldugum
heimilum til góða. „Þetta getur auk
þess ýtt undir efnahagsbatann en þá
þarf að tryggja að hækkunin verði
varanleg og sérstaklega að passa
að ekki verði farið of geyst í nýjar
lánveitingar,“ segir Ingólfur.
Gangi spáin eftir mun sú lækk-
un sem varð á nafnverði íbúðar-
húsnæðis eftir hrun hafa gengið til
baka um mitt þetta ár. Raunverð er
þó enn langt undir þeim hæðum sem
það náði fyrir hrun. - mþl
Greining Íslandsbanka spáir 16% hækkun húsnæðisverðs næstu tvö ár:
Ekki má fara of geyst í lánveitingar
FÓLK Leikstjórinn Ólafur
Jóhannes son er að ganga frá
samningum við kvikmyndaris-
ann New Regency um endurgerð
á myndinni Borgríki.
Það eru Hollywood-fram-
leiðendurnir James Mangold
og Cathy Conrad sem hyggjast
endurgera myndina en meðal
þeirra mynda sem þau hafa fram-
leitt eru Walk the Line, Girl
Interrupted og Scream 1, 2, 3 og 4.
„Þetta er mjög stórt og við
Kristín Andrea, sem framleiddi
Borgríki með mér, erum komin
með sterkan lögfræðing til að sjá
um okkur þarna úti því þetta er
mikill frumskógur.“ - áp / sjá síðu 34
Íslensk kvikmynd endurgerð:
Selja Borgríki
til Hollywood
SAFNA FYRIR UNICEF Nemendur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hafa undanfarna daga kynnst
Afríku vegna þemadaga í skólanum. Krakkarnir framleiddu meðal annars skartgripi. Í dag milli klukkan tíu og tólf
verður opið hús þar sem hægt verður að kaupa afurðirnar. Allur ágóðinn rennur til UNICEF. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Læra fléttur
Útskriftarnemar í
hárgreiðslu kenna
foreldrum ýmsar auðveldar
barnahárgreiðslur.
lífstíll 26
Börn eru vanmetin
Þórdís Þórðardóttir ver í
dag doktorsritgerð sína um
menningarlæsi barna.
tímamót 20
Töpuðu en fengu bikar
Grindvíkingar tóku á móti
deildarmeistarabikarnum í
gærkvöldi.
sport 30
SÝRLAND Yfir þúsund flóttamenn
hafa komið til Tyrklands frá Sýr-
landi undanfarinn sólarhring.
Verið er að setja upp nýjar flótta-
mannabúðir fyrir ört vaxandi
fjölda Sýrlendinga við landa-
mærin.
Ár var í gær liðið frá því að
uppreisnin gegn Assad Sýrlands-
forseta hófst. Stjórnarherinn
hefur hert aðgerðir sínar gegn
uppreisnarmönnum undanfar-
ið og er talið að 46 manns hið
minnsta hafi látist í gær. Mann-
réttindasamtök segja um tíu þús-
und manns hafa látist á undan-
förnu ári. Sameinuðu þjóðirnar
telja að um 230 þúsund manns
hafi flúið heimili sín vegna
ástandsins. - þeb
Ár liðið frá uppreisn í Sýrlandi:
Þúsundir flýja
til Tyrklands
FLÓTTAMANNABÚÐIR Sýrlenskur
drengur í Reyhanli-flóttamannabúð-
unum í Tyrklandi. NORDICPHOTOS/AFP