Fréttablaðið - 16.03.2012, Side 2
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR2
Felix, verða þetta þöglar kvöld-
stundir?
„Þetta er svo rómantískt hjá okkur að
ég vitna bara til skáldsins og segi: Þögul
nóttin þreytir aldrei þá sem unnast.“
Felix Bergsson, leikari og tónlistarmaður,
gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu
sem ber nafnið Þögul nóttin. Á næstunni
heldur Felix ferna tónleika víðs vegar um
landið til að kynna plötuna.
DÓMSMÁL Golfklúbbur Öndverðar-
ness og Golfklúbbur Kiðjabergs
krefjast þess að innanríkisráðu-
neytið ógildi ákvörðun sveitar-
stjórnar Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps um byggingu 18 holu
golfvallar í landi Minni-Borgar.
„Það virðist vera einlægur
vilji sveitarstjórnar að í sveitar-
félaginu verði í framtíðinni einn
golfvöllur, golfvöllur sveitar-
félagsins, byggður og rekinn fyrir
skattfé íbúanna og sumarhúsa-
eigenda. Innanríkisráðuneytinu
ber að koma í veg fyrir slíkt enda
framkvæmdin andstæð lögum,“
segir Hjörleifur Kvaran, lögmað-
ur golfklúbbanna tveggja, í stjórn-
sýslukæru. Ráðuneytið hafn-
ar kröfum klúbbanna um að það
mæli fyrir um að framkvæmdum
sé frestað þar til úrskurður þess
liggur fyrir.
Gunnar Þorgeirsson, oddviti
sveitarfélagsins, bendir á að engar
athugasemdir hafi verið gerðar
þegar deiliskipulag fyrir golfvöll-
inn var samþykkt fyrir um tíu
árum. Þá var það reyndar Golf-
borgir ehf. sem hugðist standa að
byggingu vallarins og hóf fram-
kvæmdir. Félagið fór í þrot og
sveitarfélagið keypti landið af
Sparisjóðabankanum fyrir 55
milljónir króna.
„Þarna hefur verið opið fram-
kvæmdasvæði sem valdið hefur
talsverðu moldroki og leiðindum.
Við sjáum fyrir okkur að loka
þessu en erum ekki að fara að reka
golfvöll,“ segir oddvitinn og hafn-
ar því að sveitarfélagið megi ekki
koma að uppbyggingu vallarins.
„Ég vissi ekki að það væru
einkaleyfi á uppbyggingu golfvalla
á Íslandi,“ segir Gunnar. „Sveit-
arfélög byggja upp íþróttavelli,
knattspyrnuvelli og körfuboltavelli
og væntanlega flokkast golf undir
íþrótt þannig að ég átta mig nú alls
ekki á þessum málflutningi.“
Grímsnes- og Grafningshrepp-
ur hefur þegar undirritað viljayf-
irlýsingu um leigu á golfvellinum
við félag sem þar hyggst reisa og
reka eitt hundrað herbergja hótel.
Jóhann Friðbjörnsson, formað-
ur Golfklúbbs Kiðjabergs, segist
telja viljayfirlýsinguna yfirvarp
sveitarstjórnarinnar vegna kær-
unnar. Sveitarstjórnin muni alla
tíð koma að rekstrinum á einn og
eða annan hátt.
„Nú er ljóst að að fjárfesta þarf
í tækjum til að slá og hirða það
svæði sem tilbúið verður í vor. Má
þá segja að sveitarfélagið sé komið
í rekstur á svæðinu um leið og sú
vinna hefst. Höfum heyrt að þeir
séu nú þegar búnir að fjárfesta í
einum vinnubíl og að fleiri tæki séu
á leiðinni. Verða þessi tæki trúlega
skráð á áhaldahús sveitarfélagsins
svo kostnaður við kaup leggist ekki
völlinn og rekstur við hann,“ segir
Jóhann. gar@frettabladid.is
Klúbbar kæra nýjan
golfvöll í Grímsnesi
Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins
vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir
engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn.
GOLFVÖLLUR Á MINNI-BORG Áætlað er að um 170 milljónir króna kosti að ljúka gerð
vallarins á Minni-Borg sem hannaður er af Edwin Roald golfvallahönnuði. Sérkenni á
vellinum verður meðal annars að í stað sands verður rauðamöl í glompum.
MYND/EDWIN ROALD
DÓMSMÁL Karlmaður var í dag
dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt
þegar hann sat sem gjaldkeri í
fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykja-
vík. Maðurinn dró sér rúma millj-
ón á tímabilinu 23. mars 2010 til
24. nóvember sama ár.
Við meðferð málsins fyrir dómi
féll sækjandi málsins frá nokkr-
um ákæruliðum, upphæðin lækk-
aði því lítillega og stóð því í 805
þúsund krónum. Maðurinn, sem
er tæplega fimmtugur, játaði brot
sín skýlaust. Refsingin er skil-
orðsbundin og fellur niður eftir
tvö ár, haldi maðurinn skilorð.
Fimmtugur maður dæmdur:
Stal milljón frá
húsfélaginu
HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunar-
fræðingum og ljósmæðrum
verður heimilt að ávísa horm-
ónatengdum getnaðarvörnum
að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum, samþykki Alþingi frum-
varp Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra.
Á vef ráðuneytis hans kemur
fram að með frumvarpinu sé
brugðist við tilmælum barna-
réttarnefndar Sameinuðu
þjóðanna sem lýsti nýlega yfir
áhyggjum vegna fjölda þungana
og fóstureyðinga meðal stúlkna
undir 18 ára aldri hér á landi.
Sala hormónagetnaðar-
varna er minnst hér á landi
í samanburði við önnur
Norðurlandaríki. Sala á
neyðargetnaðarvörnum er hvað
mest hér. - ibs
Ávísun getnaðarvarna:
Fleiri en læknar
fái heimildina
FRAKKLAND, AP Franska ríkið
braut ekki á rétti lesbískrar
konu með því að banna henni að
ættleiða barn. Þetta er niður-
staða Mannréttindadómstóls
Evrópu.
Konan vildi ættleiða dóttur
konu sinnar og verða lögforeldri
hennar. Henni var neitað um
það og franskir dómstólar vís-
uðu í lög um að aðeins gift fólk
gæti ættleitt á þennan hátt.
Konurnar kærðu niðurstöð-
una til Mannréttindadómstóls-
ins og töldu þeim mismunað
vegna kynhneigðar. Mannrétt-
indadómstóllinn taldi svo ekki
vera, því samkvæmt lögun-
um væri öllum ógiftum pörum
bannað að ættleiða með þessum
hætti, óháð kynhneigð. Samkyn-
hneigðir mega ekki gifta sig í
Frakklandi.
- þeb
Mannréttindadómstóll Evrópu:
Bann við ætt-
leiðingu í lagi
LÖGREGLUMÁL Sex menn voru í
Héraðsdómi Reykjaness í gær
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til
miðvikudags vegna viðamikillar
rannsóknar lögreglu á skipulagðri
glæpastarfsemi, líkamsmeiðingum
og öðrum tengdum brotum. Fimm
þeirra hafa kært úrskurðinn til
Hæstaréttar.
Meðal þeirra sem sitja í varð-
haldi eru handrukkarinn Ann-
þór Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson, sem hlaut sjö og hálfs
árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir
hrottafengna líkamsárás með öxi.
Þá er að minnsta kosti einn sex-
menninganna liðsmaður vélhjóla-
samtakanna Hells Angels, en hann
var tekinn höndum í Héraðsdómi
Reykjaness í gærdag, þar sem hann
var staddur til að styðja félaga sína
í samtökunum sem voru leiddir
fyrir dómara út af öðru máli.
Annþór og Börkur eru taldir
hafa staðið í innheimtustarfsemi
um nokkurt skeið, meðal annars
fyrir Hells Angels, og eru þeir
grunaðir um að tengjast tveimur
alvarlegum líkamsárásum, annars
vegar í Mosfellsbæ og hins vegar
í Hafnarfirði.
Lögregla réðst í húsleitir á átta
stöðum vegna málsins á mið-
vikudagsmorgun, meðal annars á
tveimur sólbaðsstofum Annþórs
og Barkar og í heimahúsum. Þar
fannst lítilræði af fíkniefnum og
meint þýfi.
- sh
Viðamikil rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og handrukkunum:
Sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald
HULINN Annþór var leiddur út úr
Héraðsdómi Reykjaness undir teppi.
MÆTTUR AFTUR Þessi liðsmaður Hells
Angels var handtekinn í Héraðsdómi
Reykjaness á miðvikudag og leiddur
þangað aftur í gær.
EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld endur-
greiða síðar í þessum mán-
uði jafngildi 116 milljarða
króna af lánum frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum (AGS) og
Norðurlöndunum.
Fjárhæðin nemur ríflega fimmt-
ungi af þeim lánum sem tekin voru
hjá aðilunum í tengslum við efna-
hagsáætlun stjórnvalda og AGS.
Um er að ræða fyrirframgreiðslu
vegna gjalddaga lánanna á árunum
2013 til 2016. Miðar greiðslan að
því að draga úr kostnaði við gjald-
eyrisforðahald. - mþl
Endurgreiðsla AGS lána:
Greiða 116 millj-
arða fyrirfram
VIÐSKIPTI Slitastjórn Glitnis greið-
ir í dag forgangskröfuhöfum
jafngildi 105,6 milljarða króna.
Greiðslurnar verða í myntkörfu
sem styðst við gengi krónunnar
hinn 22. apríl 2009.
Slitastjórnin áformar að inna
af hendi greiðslur beint til for-
gangskröfuhafa og einnig inn á
sérstaka geymslureikninga sem
greitt verður af mánaðarlega.
Samkvæmt breytingum
sem gerðar voru á lögum um
gjaldeyris höft í vikunni þarf slita-
stjórnin samþykki Seðlabankans
fyrir úthlutun greiðslna í íslensk-
um krónum. Sá hluti sem greiða
átti í íslenskum krónum í dag
verður settur á geymslureikning
meðan beðið er heimildar Seðla-
bankans fyrir greiðslunum. - mþl
Slitastjórn Glitnis:
Greiðir út rúma
100 milljarða
Eldisstöð fyrir senegalflúru
Framkvæmdir við nýja fiskeldisstöð
á Reykjanesi gætu hafist á næstu
vikum. Stolt Sea Farm Holdings hefur
fengið leyfi frá Reykjanesbæ til að
reisa stöðina. Um er að ræða eldi á
senegalflúru.
REYKJANESBÆR
STJÓRNSÝSLA Aðalsteinn Leifsson,
stjórnarformaður Fjármála-
eftirlitsins, segir að rétt hafi verið
staðið að brottvikningu Gunnars Þ.
Andersen úr starfi forstjóra FME.
Þetta kom fram í viðtali við hann í
Kastljósi í gærkvöldi.
Aðalsteinn segir að frá upphafi
hafi verið ljóst að ákvörðun um
framtíð Gunnars hjá FME yrði
byggð á þremur þáttum: álits-
gerð Andra Árnasonar lögmanns,
álitsgerð Ástráðs Haraldssonar
lögmanns og Ásbjörns Björns-
sonar endurskoðanda og loks
mati stjórnar FME. Hann sagði
aðeins hafa verið stigsmun á álits-
gerðunum tveimur og niðurstaða
beggja hafi verið að upplýsinga-
gjöf Gunnars um aðkomu hans að
aflandsfélögum í eigu Landsbank-
ans hafi verið ófullnægjandi.
Aðalsteinn hélt því fram að ekki
hefði verið hægt að veita Gunn-
ari áminningu eins og lög um rétt-
indi og skyldur opinberra starfs-
manna kveða á um vegna þess að
brot hans hefðu átt sér stað áður
en hann var ráðinn. Hann sagðist
ekki óttast að tapa dómsmáli ef
Gunnar kærir brottvikningu sína.
- þeb
Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, segir ekki hægt að veita áminningu:
Segir rétt staðið að brottvikningu
AÐALSTEINN
LEIFSSON
GUNNAR Þ.
ANDERSEN
SPURNING DAGSINS