Fréttablaðið - 16.03.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 16.03.2012, Síða 17
FÖSTUDAGUR 16. mars 2012 17 Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla- Íslandi er skilvirkt markaðshag- kerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar. Ég elst upp á Fóta-Íslandi. Á Fóta-Íslandi notar fólk fætur, hjól eða strætó til að ferðast. Fóta- Ísland er vitanlega ekki sérlega fjölmennt. Lengi vel vissu raunar fæstir að Fóta-Ísland væri yfir- höfuð til og þeir sem það þó gerðu héldu að þar byggju aðallega fátæklingar og útlendingar. Sem að mörgu leyti var ekki alrangt. Fóta-Ísland var þannig eins konar huglægt gettó. Fáir ímynd- uðu sér að nokkur byggi þar nema af fjárhagslegum ástæðum, nema kannski einstaka bóhemar. Og vissulega er Fóta-Ísland ekki dýr staður til að búa á en ókostur- inn við hann er að þjónustan þar er gjarnan rekin á félagslegum forsendum. Og vond eftir því. Ef bensín hækkar þurfa íbúar Bíla-Íslands að borga meira fyrir bensín meðan íbúar Fóta-Íslands þurfa að horfa fram á niðurskurð í strætókerfinu. Svona er þetta. Á Bíla-Íslandi borga menn mikið en fá það sem þeir þurfa. Á Fóta- Íslandi borga menn lítið sem ekk- ert og fá lítið sem ekkert. Ég keypti mér hjól fyrir nokkrum árum með innbyggð- um ljósrafal á framhjólinu. Eftir hálft ár hætti hann að virka. Ég fór með hjólið á upprunalega sölustaðinn, þar sem viðgerðar- mennirnir smurðu það og stilltu en ypptu svo öxlum yfir ónýta ljósinu. Þeir kynnu ekkert á svona lagað. Ég sé þetta ekki ger- ast á Bíla-Íslandi. Þar er manni skutlað til og frá vinnu á meðan ötulir starfsmenn bílaumboðs- ins kíkja á bilunina. Og ef bil- unin er ekki á ábyrgð þá er við- gerðin vissulega sjúklega dýr, en allavega möguleg. Ef bíl er stolið á Bíla-Íslandi er það tekið alvarlega. Menn taka af manni skýrslu og reyna jafn- vel að finna bílinn. Sé hjóli stolið á Fóta-Íslandi er flestum sama. Þótt hjólaþjófnaðir séu algjör plága upplýsast þeir aldrei og ekkert er gert til að sporna við þeim. Það væri auðvelt að koma upp kerfi þar sem sölumenn og aðrir gætu skráð stellnúmer hjóla hjá lögreglu. Eða selja hjólin með almennilegum lásum. Flestir íslenskir hjólalásar flokk- ast sem barnalásar og eru ekki ætlaðir til notkunar í alvöru- borgum. Hugsið ykkur ef stela mætti 90% bíla með garðklippum einum saman. Menntakerfi Bíla-Íslands er einkarekið og fjárhagslega sjálf- bært. Ökunám kostar um þrjú hundruð þúsund krónur og eng- inn vælir yfir því. Ein klukku- stund í ökukennslu kostar jafn- mikið og önn í framhaldsskóla. Allir borga með glöðu geði. Ekk- ert tal um „jafnrétti til bílprófs“ eða „rétt til aksturs óháð efna- hag“. Jafnvel bílprófið sjálft er tekið hjá einkaaðilum og kostar sitt. En fyrir vikið er framboðið á þjónustunni ótrúlega gott. Það er til dæmis hægt að hefja öku- námið hvenær sem er. Skrifleg og verkleg próf er hægt að taka alla daga ársins. Ekkert nám utan Bíla-Íslands er jafnsveigj- anlegt og jafneinstaklingsmiðað. En þótt markaðshyggja Bíla- Íslands sé aðdáunarverð þá er samt einn stór þáttur sem henni er undanskilinn. Vega- kerfið sjálft er ríkisbákn. Það er fjármagnað með skattheimtu og byggt upp af hinu opinbera. Sveitarfélög fjármagna vegagerð með sköttum á alla fasteignaeig- endur, óháð því hvort þeir eiga bíl eða ekki. Eins mikið og kvart- að er undan sköttum á bensín þá er staðreyndin sú að þeir sér- skattar hafa á undanförnum árum ekki staðið undir kostnað- inum af viðhaldi og uppbygg- ingu vegakerfisins. Menn eiga samt ekki í minnstu vandræðum með að hvetja í sömu andrá til lækkunar bensíngjalda og stór- aukinna útgjalda til vegagerð- ar. Slíkt gengur auðvitað ekki upp nema að aðrir skattar verði hækkaðir eða peningar teknir frá öðru. Raunar er til leið til að lækka álögur á bensín og hraða jafn- framt uppbyggingu vegakerfis- ins, án þess að þurfa sækja féð í aðra sjóði eða í vasa allra skatt- greiðenda. Sú leið felst í því að láta stærri framkvæmdir næstu ára byggjast upp í gegnum einka- framkvæmd og fjármagna þær með gjöldum þeirra vegfarenda sem umrædda vegi nota. Vissu- lega yrði þannig markaðsvætt vegakerfi dýrara í notkun fyrir umrædda vegfarendur. En það yrði fáránlega skilvirkt. Eins og allt annað á Bíla-Íslandinu góða. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Bíla-Ísland Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðn- aðar- og sjúkrahússorp frá Kan- ada og Bandaríkjunum. Mér finnst ótrúlega hljótt hafa verið um þetta mál og hvergi hefi eg séð nein afgerandi andmæli gegn þessari ráðagerð. Að mínu mati hafa Íslending- ar meiri þörf fyrir flest annað en innflutning á sorpi sem þessi stórveldi eru í vandræðum með að eyða sjálf á forsvaranlegan hátt. Það getur varla verið fjár- hagslega hagkvæmt að flytja slíkt sorp til fjarlægra landa til förgunar, svo að augljóst er að eitthvað annað liggur að baki. Heyrst hefur um slíka flutninga til nokkurra þróunarlanda þar sem komið hafa upp stórfelld mengunarvandamál og að ein- mitt sé verið að loka fyrir slíka starfsemi þar og því ekki undar- legt að leitað sé hingað í fram- haldi þess. Í Víkurfréttum annan febrú- ar sl. segir m. a. um. þetta mál: „Áhugi Bandaríkjamanna stafar fyrst og fremst af mjög stífum reglum í þeirra heimalandi og því kaupi þeir nú m.a. brennslu í fleiri löndum.“ Er trúlegt að það kosti minna að framfylgja ásættanlegum (stíf- um) reglum hér en í Bandaríkj- unum eða er hreinlega verið að segja okkur að sætta okkur við slakari mengunar- og heilbrigð- iskröfur? Í sömu grein Víkurfrétta segir að hjá sorpbrennslunni Kölku hafi þegar hlaðist upp stórt öskufjall og engin lausn hafi fundist á því hvað hægt sé að gera við öskuna, hún sé nú geymd í gámum á nokkrum stöðum á Suður nesjum, í Sandgerði, Garði og gömlu sorp- eyðingarstöðinni við Hafnarveg. Enn fremur segir þar orðrétt: „Ekki hefur fundist lausn á því hvernig Kalka getur losað sig við úrganginn, öskuna. Er m.a. verið að skoða það alvarlega að sigla henni til Danmerkur þar sem hægt væri að urða hana.“ Eru framtíðaratvinnuhorf- ur Suðurnesja (og reyndar allra Íslendinga) virkilega orðnar svo slæmar að þörf sé á innflutn- ingi á iðnaðar- og sjúkrahús sorpi frá Kananum og útflutningi á úrgangsösku frá brennslu þess? Meðan við Íslendingar erum í vandræðum með að eyða okkar eigin sorpi, þá eigum við ekki að ljá máls á því að taka við iðnað- ar- og sjúkrahússorpi frá öðrum löndum til förgunar. Því vil eg skora á ráðherra umhverfis- og heilbrigðismála að vísa þessu máli frá hið bráðasta. Það er ekki forsvaranlegt að ljá þessu eyra eða að láta það velkj- ast til lengdar í umræðu, svo frá- leitt sem það er. Íslendingar eiga ekki að skeina Ameríkana Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýs- ingagjöf hefur ekki verið inn- leidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíð- mengun frá nokkrum sorpeyð- ingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingar- stöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitn- eskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfis- yfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýs- ingaskort, enda hafði almenn- ingi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkur- samsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkju- bæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díox- íðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að for- eldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reynd- ust stöðvarnar í Vestmanna- eyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunar mörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburð- ir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-meng- aðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgang- ast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftir- litsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upp- lýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upp- lýsinga . Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstrar- aðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórn- sýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Þagnarmúrinn rofinn Umhverfisvernd Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Umhverfismál Ingimar Sveinsson fv. kennari við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri Lagerútsala Das Möbelhaus Bjóðum vandaða vöru á frábæru verði. Sófar frá 62.000 kr Opið einungis í nokkra daga! Vertu velkominn, sjón er sögu ríkari! Erum í Korputorgi, Gamla Office Outlet plássinu Opið virka daga frá 11-18:30 og helgar frá 12 - 18

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.