Fréttablaðið - 16.03.2012, Síða 20
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
Sýningin heitir Dulúð og myndirnar eru allar unnar út frá hugmynd-um um einhverja óskilgreinda
töfraveru,“ segir Rebekka Líf sem opnar
einkasýningu á ljósmyndum í Galleríi
Tukt á morgun. „Þetta eru sex myndir
á svipuðum nótum og þemað er ljós og
skuggi.“
Rebekka Líf stundar nám í ljósmynd-
un við Tækniskólann og útskrifast í vor.
Auk þess hefur hún lokið sveinsprófi
í grafískri miðlun. Hvað var það sem
kveikti áhugann á ljósmyndun? „Ég hef
tekið myndir síðan ég var lítil stelpa
og þessi áhugi alltaf legið undir niðri,“
segir Rebekka Líf. „Ég held reyndar að
mér hafi í upphafi þótt þetta spennandi
af því að það var eiginlega bannað að
vera að fíflast með myndavélina hans
pabba og það varð auðvitað til þess að
maður sótti enn meira í það. Ég fékk
þó að nota einnota myndavélar, en
filmurnar voru nánast aldrei framkall-
aðar þannig að ég á enn þá fjöldann
allan af óframkölluðum filmum heima.
Fyrstu stafrænu myndavélina fékk ég
svo í fermingargjöf, en það var ekki fyrr
en 2008 sem ég eignaðist virkilega góða
myndavél og þá opnuðust nýjar dyr
fyrir mér. Þá gerði ég mér grein fyrir því
að það var hægt að tjá sig með mynd-
unum og segja heilu ævintýrin.“
Rebekka Líf stefnir á framhaldsnám í
ljósmyndun en þar sem ekki er hægt að
stunda það hérlendis er hún ekki viss
um hvenær eða hvert hún fer. „En það
er alveg á hreinu að ég verð viðloðandi
þennan geira það sem eftir er,“ segir
hún og brosir út að eyrum. ■ fsb
FÓLK|HELGIN
SÝNIR MYNDIR AF ÓSKIL-
GREINDRI TÖFRAVERU
LISTRÆN LJÓSMYNDUN Dulúð nefnist ljósmyndasýning sem opnuð verður í Gall-
eríi Tukt á morgun. Þar sýnir Rebekka Líf ljósmyndir sem prentaðar eru á álplötur.
SÚKKULAÐI-
KAKAN
125 g sykur
140 g súkkulaði
125 g smjör
5 egg
75 g hveiti
Bræðið smjör,
sykur og súkkulaði
saman. Kælið
blönduna og
hrærið eggjunum
saman við einu í
einu. Sigtið hveitið
síðan í blönduna.
Kælið deigið í tvær
klukkustundir áður
en það fer í ofninn.
Penslið formin
með smjöri og
síðan hrásykri
áður en þau eru
fyllt með deiginu
að 2/3. Bakað við
175°C í um það bil
8 mínútur. Þessi
súkkulaðikaka á
að vera fljótandi í
miðjunni. Ef hún er
bökuð í einu stóru
formi þarf lengri
tíma.
HINDBERJAÍS
100 g sykur
250 ml mjólk
250 ml rjómi
80 g eggjarauða
1 vanillustöng
350 ml hindberja-
mauk
Sjóðið saman
sykur, mjólk, rjóma
og vanillu. Munið
að kljúfa vanillu-
stöngina og skrapa
út fræin, þar er allt
bragðið. Þeytið
eggjarauðuna
létt í stórri skál,
hellið síðan
sjóðandi rjóma-
blöndunni yfir
eggin og þeytið á
meðan þangað til
þykknar. Blandið
þá hindberjamauk-
inu í og kælið niður
áður en ísinn er
frystur í ísvél.
Þegar Rúnar fór til Svíþjóðar fékk hann vinnu á veitingahúsi í bæ sem nefnist Piteå. Eigendur þar
voru hjónin Jón Óskar Árnason og
Sarah Holmqvist Árnason. Í sameiningu
ákváðu þau að ráðast í byggingu nýs
veitingahúss í Skellefteå sem var opnað
í nú desember. Um sjötíu kílómetrar eru
á milli þessara tveggja bæja. Í Skellefteå
eru tvö veitingahús í sama húsi, annars
vegar bistró og hins vegar fínn veitinga-
staður. Staðurinn er búinn nýjustu og
fullkomnustu tækjum.
„Þetta er í raun sami veitingastaður
og í Piteå þótt hann sé kominn á nýjan
stað í nýju húsi. Um tuttugu manns
starfa á Bryggargatan, fjórtán í fullri
vinnu og sex í hlutastarfi. Þetta er gríðar-
mikil vinna en skemmtileg þó að sumir
dagar geti verið langir,“ segir Rúnar.
EKKI Á HEIMLEIÐ
„Ég ætlaði upphaflega að vera hér í eitt
ár en þegar ég var búinn að vera í níu
mánuði gerðist ég meðeigandi. Nú er ég
sestur hér að og ekki á heimleið, enda
kann ég vel við mig hérna,“ segir Rúnar
sem segist hafa verið fljótur að komast
inn í málið. Hann hafði áður starfað eitt
sumar sem kokkur í Svíþjóð.
Þótt stutt sé síðan veitingahúsið var
opnað hefur það strax vakið athygli.
Rúnar segir að íbúar í bænum séu um 70
þúsund og duglegir að fara út að borða.
Boðið hefur verið upp á íslenskt lamba-
kjöt og humar sem var mjög vel tekið
af gestum staðarins. Þeir félagar, Rúnar
og Jón Óskar, ætla að gera meira af því í
framtíðinni að bjóða upp á íslenskt hrá-
efni. Rúnar bætir því þó við að í Svíþjóð
sé hráefnið líka mjög gott.
KEPPNISMAÐUR
Rúnar segir allnokkrar Íslendinga búa á
þessu svæði og hafa þeir verið duglegir
að koma á Bryggargatan. „Í Piteå er tón-
listarháskóli og þar eru Íslendingar við
nám sem þekkja staðinn.“
Rúnar Þór Larsen hefur tekið þátt
í keppni matreiðslumanna, bæði hér
heima og í Svíþjóð. Árið 2005 hlaut hann
titilinn matreiðslunemi ársins. Árið
2007 tók hann þátt í keppninni Mat-
reiðslumaður ársins í Svíþjóð og komst
þar í undanúrslit, einn af 24 en 150 mat-
reiðslumenn tóku þátt. Þá lenti hann í
þriðja sæti í keppninni Matreiðslumaður
ársins hér á landi árið 2009.
Rúnar gefur lesendum uppskrift að
vinsælum eftirrétti á Bryggargatan. ■ elin
DULÚÐ
Rebekka Líf
opnar sýningu
á ljósmyndum
sínum í Galleríi
Tukt á morgun.
MYND/STEFÁN
NAMMI NAMM
Heit súkkulaðikaka,
fljótandi í miðjunni.
4 beikonsneiðar
2 salatblöð
2 tómatsneiðar
2 brauðsneiðar,
ristaðar
1 msk. majónes
Steikið beikon á
pönnu, í um það bil
tíu mínútur. Þerrið
sneiðarnar með eld-
húspappír. Raðið
beikoni, káli og tóm-
ötum á aðra ristuðu
brauðsneiðina.
Smyrjið majónesi á
hina. Leggið brauð-
sneiðarnar saman.
Útkoman er guð-
dómleg.
Á KORTERI
BLT samloka
HEIT SÚKKU LAÐI KAKA MEÐ HINDBERJAÍS