Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 40
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR20
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Okkar ástkæra eiginkona, dóttir,
móðir, tengdamóðir og amma,
Guðlaug Gunnarsdóttir
Frostaskjóli 3, Reykjavík,
andaðist að morgni 11. mars á Landspítalanum við
Hringbraut. Útförin fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 20. mars kl. 13.00.
Halldór Vídalín Kristjánsson
Ebba Dahlmann
Solveig Sif Halldórsdóttir Arnar Pálsson
Jón Vídalín Halldórsson Linda Björg Birgisdóttir
Gunnar Áki Halldórsson Svala Júlía Ólafsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Rósa Kemp
Þórlindsdóttir
Barrholti 7, Mosfellsbæ,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 8. mars síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn
19. mars klukkan 13.00.
Jón Þorberg Eggertsson
Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir
Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan O. Þorbergsson
Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson
Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason
Jórunn Linda Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum stuðning og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar unnustu minnar,
dóttur okkar, systur, mágkonu
og frænku,
Petrínu Margrétar
Árnadóttur
Sólheimum 27, Reykjavík.
Guðmundur Mjölnir Þorsteinsson
Árni Sigurðsson Sigurbjörg Sigurðardóttir
Kristófer Eiríkur Árnason Sandra Ólafsdóttir
Þorkell Árnason Oddný Bergþóra Helgadóttir
Viðar Már Ólafsson
Kristófer Örn Kristófersson
Kristinn Arnar Kristófersson
Bróðir minn,
Lárus Magnússon
frá Tjaldanesi,
sem andaðist þann 9. mars sl., verður jarðsunginn
frá Staðarhólskirkju í Dalasýslu laugardaginn
17. mars og hefst athöfnin kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir
Elskulegur frændi okkar og mágur,
Barði Ágústsson
Lindargötu 4, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 8. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 17. mars kl. 14.00.
Við færum starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar
sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Aðstandendur.
70 ára afmæli
Smiðurinn, skátinn
og slökkviliðsmaðurinn síkáti,
Siggi í Bæjarstæði (afi Siggi),
Sigurður Guðjónsson,
verður 70 ára laugardaginn 17. mars.
Í tilefni dagsins verður slegið upp
veislu í Golfskálanum frá kl. 16-19.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
Baldvinu
Gunnlaugsdóttur
Eiðsvallagötu 26, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Anton Sölvason Anna Vigfúsdóttir
Margrét Sölvadóttir Þröstur Guðjónsson
Gunnlaugur Sölvason Halldóra Garðarsdóttir
María Sölvadóttir
Egill Sölvason Auðbjörg Bára Guðmundsdóttir
Guðfinna Sölvadóttir Konráð Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
„Það kom mér helst á óvart hvað var
auðvelt að sýna fram á hvað 4 og 5
ára börn búa yfir mikilli hæfni til að
byggja upp þekkingu og gefa henni
merkingu. Ég held að börn séu tölu-
vert vanmetnir einstaklingar,“ segir
Þórdís Þórðardóttir, sem í dag klukk-
an 13 mun verja doktorsritgerð sína
við uppeldis- og menntunarfræði-
deild Menntavísindasviðs í hátíðarsal
Háskóla Íslands.
Nafn ritgerðarinnar er „Menningar-
læsi – hlutverk barnaefnis í uppeldi og
menntun telpna og drengja í tveim-
ur leikskólum“. Með menningarlæsi
leikskólabarna er átt við þá þekkingu
þeirra á barnaefni sem nýtist þeim
til virkrar þátttöku í samræðum, leik
og skapandi starfi í leikskólanum og
færir þeim jafnframt virðingarsess í
jafningjahópnum. Er þá jafnt átt við
bækur, sjónvarp, mynddiska og tölv-
ur, enda gera börn engan greinarmun
á því efni að sögn Þórdísar. „Þegar
kemur að barnaefni getum við ekki
flokkað eftir hugmyndum okkar um
sígilt efni og afþreyingarefni, því þau
gera ekki greinarmun á því.“
Þórdís segir það standa upp úr
niðurstöðum hennar hversu kynjað
menningarlæsi barna sé. „Það kom
mér satt að segja óþægilega á óvart
hvað kynjamunurinn var skýr. Menn-
ingarlæsi telpna byggir á tengslum,
vináttu, samskiptum og prinsessum
sem eru fallegar og giftast prinsum.
Strákarnir eru mjög fastir í ofur-
hetjum, stríðshetjum og því að bjarga
fólki. Hjá þeim er slegist og þar
er stríð. Mjög margar stelpur hafa
gaman af ofurhetjum, en þær segja
helst ekki frá því nema í laumi. Strák-
arnir fordæma hins vegar prinsessu-
sögurnar.“
Hún segir að börn efist um staðal-
myndir kynjanna, rétt eins og full-
orðnir, og efinn birtist helst í því að
stelpur segist líka geta verið ofur-
hetjur og að þær séu alveg jafn sterk-
ar og strákar. Hins vegar komi það
mun sjaldnar fyrir að strákar segist
alveg mega leika í stelpuleikjum, enda
hafi þeir lítinn áhuga á því. Þannig,
segir Þórdís, er alveg klárt að karl-
mennskan nýtur meiri virðingar en
kvenleikinn á meðal leikskólabarna.
Börnin skipa hvert öðru í virðingar-
sess, eftir því hversu haldgóða þekk-
ingu þau hafa á barnaefni, samkvæmt
niðurstöðum Þórdísar. Þau sem hæst-
an hafa virðingarsessinn meðal jafn-
ingja eru þau sem hafa hvað besta
þekkingu á efninu. En eru foreldr-
ar þá ef til vill að minnka menning-
arlæsi barna sinna, með því að tak-
marka aðgang þeirra að tilteknu efni,
reyni til dæmis að halda strákum frá
bardagaleikjum og stelpum frá prins-
essusögum? „Það væri kannski betra
að orða það þannig að menningar-
læsi barna eykst eftir því sem þau
hafa aðgang að fjölbreyttari miðlum.
Ef þeim er haldið frá tölvum og sjón-
varpi fá þau ekki eins djúpa þekkingu,
því börn bera alla miðlana saman og
þannig dýpkar þekking þeirra.“
Þórdís segir að þau börn sem hafi
áhuga á öðrum hlutum en jafningjar
þeirra standi oft frammi fyrir stríðni.
„Börn mega vera öðruvísi og fylgja
sinni sannfæringu, en ef hún er á
skjön við sannfæringu hópsins mega
þau búast við því að verða strítt. Það
er veiðileyfi á þá sem eru öðruvísi. En
um leið dást hin börnin að þeim fyrir
að fylgja sannfæringu sinni. Þetta á
jafnt við um stráka og stelpur.“
holmfridur@frettabladid.is
ÞÓRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR: VER DOKTORSRITGERÐ UM MENNINGARLÆSI BARNA
Það kom óþægilega á óvart
hversu skýr kynjamunurinn er
ÞÓRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Mjög margar stelpur hafa áhuga á ofurhetjuleikjum, en strákar for-
dæma alla jafnan prinsessusögur og hafa engan áhuga á þeim. Þetta sýnir hversu skýrt það er
strax í leikskóla að karlmennskan nýtur meiri virðingar en kvenleikinn að mati Þórdísar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALBERT EINSTEIN (1879-1955) fæddist á þessum degi
„Hver sá sem segist geta dæmt um hvað er sannleikur og þekking
bíður skipbrot og verður aðhlátursefni guðanna.“