Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 10
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING: Stjórnmálamenn velta fyrir sér framtíðarskipan lífeyrismála Ársfundur Umhverfisstofnunar á Grand Hótel, föstudaginn 30. mars 2012 klukkan 13.00 Akureyri - Egilsstaðir - Ísafjörður - Mývatn - Patreksfjörður Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar » Díoxín og sorpbrennslur » Framkvæmdir á friðlýstum svæðum » Stjórn vatnamála » Viðskiptakerfi með losunarheimildir » Friðlýsingar » Gæðakerfi » Svanurinn í grænu hagkerfi » Loftgæði um áramót » Evrópugerðir um plöntuvarnarefni » Gagnsæi og miðlun upplýsinga » Hreindýrstarfar með vír á hornum » Beiting þvingunarúrræða og eftirfylgni eftirlits Meðal efnis » Ávarp umhverfisráðherra » Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri » Skúli Helgason, þingmaður » Maarten Hajer, forstjóri Umhverfisstofnun Hollands » Veiting Svansleyfis » Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga stjórnar fundinum Styttri erindi Ákveðin skilyrði þarf til þess að gegnumstreymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfn- un lífeyrisréttinda. Áhugi stjórnmálamanna á lífeyris- sjóðum er sagður ills viti. Skiptar skoðanir eru um ágæti kerfisbreytingar í líf- eyriskerfi landsmanna. Hugmyndir sem settar hafa verið fram um breytingar á lífeyrissjóða- kerfi landsins hafa hlotið dræmar undirtektir. Nú síðast sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna, í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í fyrradag að aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Vísaði hann þar einna helst til hugmynda um breytta skatt- lagningu l íf- eyrisgreiðslna og um þátttöku sjóðanna í fjár- mögnun stór- verkefna. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra, Álfheiður Ingadótt- ir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, og Lilja Mósesdóttir, þing- maður utan flokka, hafa hins vegar fyrir skömmu öll talað fyrir rót- tækum breytingum á lífeyrissjóða- kerfinu. Álfheiður viðraði hugmynd um að sameina kerfið í einn lífeyris- sjóð, en Ögmundur og Lilja hafa rætt um að kerfið yrði fært frá því að vera sjóðsöfnunarkerfi yfir í svo- kallað gegnumstreymiskerfi. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um vænleika þess að skipta yfir í gegnumstreymis- kerfi. En þó er ekki úr vegi að rifja upp orð Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra frá því í október í fyrra, þegar hann hélt erindi um íslenska lífeyriskerfið á málþingi til heiðurs Hrafni Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Í erindinu benti hann á að þótt sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu höggi við hrunið mætti ekki gleyma að hluti af því tapi hafi verið leið- rétting. „Eignaverðsbólan og sam- svarandi ávöxtun lífeyrissjóða var að hluta til froða,“ sagði hann og kvað þá ávöxtun því að hluta til aldrei hafa verið raunverulega. „Við vissum alltaf að áfall af þessu tagi væri ein stærsta áhættan sem líf- eyriskerfi byggt á sjóðsöfnun stóð frammi fyrir. Kerfið fékk vissu- lega á sig högg en það brotnaði ekki, og það er ekkert sem segir á þessum tímapunkti að litið fram á veginn verði raunávöxtun á fjár- málamarkaði lægri en hagvöxtur, en það er skilyrði þess að gegnum- streymiskerfi borgi sig betur en sjóðsöfnunar kerfi.“ Segja má að Lilja hafi hafið máls á breytingum á kerfinu í umfjöllun á vef sínum í byrjun síðasta mán- aðar. Þar kvað hún núverandi kerfi sjóðsmyndunar fela í sér hættu á að eignir lífeyrissjóðanna rýrni og tapist, líkt og gerst hafi í banka- hruninu. „Auk þess byggir sjóðs- myndunarkerfið á því að fólk öðlist réttindi í samræmi við iðgjalda- greiðslur. Lífeyrissjóðir viðhalda því launamuninum á vinnumark- aði,“ sagði hún og kvað áhættu gegn- umstreymiskerfis fyrst og fremst felast í aldurssamsetningu þjóðar- innar og þróun raunlauna. „Ef raun- laun hækka ekki í samræmi við fjölgun lífeyrisþega á sama tíma og fjöldi skattgreiðenda stendur í stað, þá þarf að hækka skatta til að fjármagna kerfið. Tekjujöfnun í gegnum lágmarkslífeyri er mun auðveldara að ná fram í gegnum gegnumstreymiskerfið,“ sagði hún. Lilja kvað blandað kerfi sjóðs- myndunar og gegnum streymis henta mun betur, með því væri dregið úr áhættu, losna mætti við verðtrygginguna og auka jöfnuð. „Mikilvægt er að auka vægi almannatryggingakerfisins sem fyrst og nota það til að tryggja öllum lágmarkslífeyri. Lífeyris- sjóðir eiga ekki að sjá um sam- trygginguna – aðeins um ávöxtun viðbótar lífeyris,“ sagði hún. Í grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði í síðasta mánuði í Frétta- blaðið sagði hann augljóst að lífeyr- issjóðakerfið í núverandi mynd væri orðið of stórt fyrir íslenska hag- kerfið. Taldi hann að blandan í „líf- eyriskokteilnum“ þyrfti að breytast hvað varðaði ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. „Að mínu mati þarf að minnka hina markaðs væddu sjóðsmyndun,“ sagði Ögmundur og taldi að falla ætti frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygg- inga í lífeyriskerfinu. „Almanna- tryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé,“ sagði hann í grein sinni, en áréttaði þó um leið að nýtt kerfi ætti ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Í þeim hafi fólk samið um ákveðin réttindi og fórnað á móti launahækkunum. Álfheiður Ingadóttir talaði hins vegar ekki fyrir því að hverfa frá sjóðsmyndunarkerfi, heldur taldi það hafa reynst vel og benti á að tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu hafi ekki verið meira en svo en að þeir hafi náð sér vel á strik aftur eftir hrun. Í viðtali við Bítið á Bylgj- unni um miðjan síðasta mánuð sagði hún mest um vert að samræma líf- eyrisréttindi og gera þau sjálfbær innan kerfisins. Ekki ætti að vera jafnmikill munur á réttindum fólks innan kerfisins og nú væri. „En það er mikil gæfa að við skulum eiga þetta lífeyriskerfi. Það er allt öðru vísi en víðast hvar og við þurfum að standa vörð um kerfið sjálft og vita hvert við ætlum að stefna með það,“ sagði hún og kvaðst þess vegna rifja upp gamalt slagorð um einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn. Hún kvað þó þurfa frekari breytingar á laga- umgjörð sjóðanna og aukið lýð- ræðislegt aðhald í stjórnum þeirra. „Við erum með uppsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi, og þarna erum við með sjóði, að vísu marga, sem í heildina eru jafn- öflugir ef ekki stærri en olíusjóður Norðmanna.“ Í einum lífeyrissjóði sagði Álf- heiður að mætti hugsa sér að rekstrar kostnaður yrði annar en í núverandi kerfi með marga sjóði. „En í slíkum stórum sjóði yrði það náttúrulega fyrst og fremst fjár- festingarstefnan sem skipti máli um afkomuna. En ég legg áherslu á að samræma réttindin sem fólk hefur. Það tekur langan tíma að gera það. Ójöfnuðurinn í kerfinu er jú á milli almenna kerfisins annars vegar og opinbera kerfisins hins vegar og það var samkomulag um það í síðustu kjarasamningum að reyna að hífa upp réttindin á almenna markaðnum,“ sagði hún, og kvaðst alls ekki tala fyrir jöfnun réttinda niður á við. Á ALÞINGI Ögmundur Jónasson og Álfheiður Ingadóttir. Bæði hafa sett fram hug- myndir um breytta skipan lífeyrismála þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Segja tekjujöfnun verða auðveldari LILJA MÓSESDÓTTIR Í erindi á málþingi í Hörpu í fyrra- haust fjallaði Már Guðmundsson seðlabankastjóri meðal annars um eiginleika góðs lífeyriskerfis. „Það verður auðvitað að vera farvegur fyrir sparnað til elliáranna. En eigi það að vera vel uppbyggt þarf það einnig að taka eðlilegt tillit til þeirra áhættuþátta sem einstaklingarnir og þjóðfélagið standa frammi fyrir og tengjast æviskeiðum fólks. Þetta eru áhættuþættir sem til dæmis markast af lífslíkum, starfsgetu, lýðfræði, fram- leiðni vinnuafls og ávöxtun eigna. Enn fremur getum við gert þá kröfu til góðs lífeyriskerfis að einhver tekjujöfnun sé innbyggð í kerfið, a.m.k. getum við gert þá lágmarks- kröfu að það stuðli ekki að auknum tekjumun. Þá viljum við að lífeyris- kerfið búi yfir vissum sveigjanleika og að það sé svigrúm fyrir að einstaklingarnir hafi val. Að lokum viljum við að lífeyriskerfið hafi jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn, þ.e. efli sparnað, auki hagvöxt og stuðli að þróun fjármálakerfisins.“ Gott lífeyriskerfi MÁR GUÐMUNDSSON Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir tillögur Lilju Mósesdóttur, Ögmundar Jónassonar og Álfheiðar Ingadóttur miða að því að færa lífeyris- sjóðina meira og minna undir stjórn Alþingis. Þá finnist honum afleitur sá hluti hugmyndanna sem snýr að því að auka verulega vægi gegnumstreymis á kostn- að sjóðsmyndunar. „Í fyrsta lagi er það vegna þess að það sem markað hefur einn af mestu styrkleikum íslenska efnahagskerfisins, bæði fyrir og ekki síst eftir hrun, er að við höfum að mestu leyti höndlað lífeyrisskuldbindinguna og höndlað þann framtíðarvanda sem ríkisfjármálin standa frammi fyrir við fjölgun eldri borgara á móti virkum á vinnumarkaði.“ Gylfi segir það hafa verið mat bæði OECD og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til margra ára að þriggja stoða kerfið sem hér hafi verið samið um árið 1969 og fleiri þjóðir (svo sem Hollendingar og Svisslendingar) hafi byggt upp, sé viðmiðið í því hvernig best er haldið á lífeyrismálum þjóða. „Að við tökum það á hverjum tíma sem hluta af okkar kjarasamningi að fjármagna samtímaneyslu okkar, en jafn- framt í leiðinni afkomu okkar á eftirlaunum.“ Í sjóðsmyndunarkerfi segir Gylfi eldri borgara koma til með að leggja ríkinu til tekjur í stað þess að vera á því byrði og það hjálpi til við að halda úti öflugri velferðarþjónustu. Um leið bendir Gylfi á að sá hluti lífeyriskerfisins sem ekki sé sjálfbær og þar sem ekki hafi verið tekið á málum af ábyrgð sé opinbera lífeyriskerfið. „Þar hafa menn sópað vandanum undir teppið, frestað því að taka á honum og talið mannréttindabrot að horfast í augu við að menn eigi ekki fyrir kerfinu. Þetta er nákvæmlega það sem sett hefur Ítalíu, og að maður tali nú ekki um Grikkland og önnur lönd Suður-Evrópu, í þann vanda sem þau eiga við í dag.“ Gylfi segir því galnar hugmyndir um að taka upp nýtt lífeyriskerfi frá löndum sem komin eru í þrot. Hann segir unnið að úrbótum á íslenska lífeyriskerfinu, sem vissulega hafi bognað, en væri þó sannarlega eini þáttur íslenska fjármála- kerfisins sem staðið hafi af sér hrunið. GYLFI ARNBJÖRNSSON Vilja færa sjóðina undir stjórn Alþingis Hér byggir lífeyriskerfi landsins að stórum hluta á sjóðsöfnun. Í sjóðsöfnun felst að launafólk greiðir hluta tekna sinna í sjóð sem síðan stendur undir lífeyrisgreiðslum til þess að starfsævinni lokinni. Með slíku kerfi, sem og valkvæmum viðbótarlífeyrissparnaði, stendur fólk sjálft undir þessum greiðslum og ríkið fær af þeim skatttekjur. Gegnumstreymiskerfi byggir hins vegar á því að iðgjald sjóðfélaga er notað til að greiða lífeyri þeirra sem þegar eru komnir á lífeyrisaldur. Í framkvæmd hefur raunin orðið sú að ríkið, eða skattkerfi ríkja, fjár- magna lífeyrisgreiðslurnar. Það er því vinnuafl þjóða á hverjum tíma sem stendur undir greiðslum til lífeyrisþega. Dæmi eru um að ríki hafi steypt sér í miklar skuldir til að standa undir lífeyrisskuldbindingum sínum. Þar á meðal eru ríki á borð við Grikkland og Ítalíu. Sjóðsöfnunar- eða gegnumstreymiskerfi Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, varaði í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins í vikunni sérstaklega við ásælni stjórnmálamanna í fjármuni líf- eyrissjóðanna. „Marga stjórnmálamenn – bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – dreymir um að komast yfir fjármuni lífeyrissjóðanna,“ sagði hann og minnti á að lífeyrissjóðirnir skiptist í meginatriðum í tvö mismunandi kerfi, frjálsa kerfið og opinbera kerfið sem væri ríkistryggt. „Það kerfi er í mínus upp á 500 milljarða króna og við skattgreiðendur berum ábyrgð á þeim halla.“ HELGI MAGNÚSSON Marga dreymir um lífeyrissjóðakerfið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.