Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 7Geðhjálp ● Lagið Ég óska þér góðra jóla vann jólalagakeppnina Geðveik jól. Lagið samdi starfsmaður Eimskips. „Ég fékk frjálsar hendur hvernig ég nálgaðist verkefnið og ákvað strax að semja lag og texta,“ segir Gottskálk Krist- jánsson, verkefnastjóri í upplýsingatækni- deild hjá Eimskip og höfundur að laginu „Ég óska þér góðra jóla“, en lagið vann jólalaga- samkeppni Geðhjálpar, Geðveik jól 2011. Gottskálk er ýmsum hnútum kunnugur í tónlistar bransanum en segir þó ekki einfalt mál að semja jólalag. „Ég hef verið að semja og spila, bæði sem trúbador og í hljómsveitum í mörg ár og samið slatta af popplögum og rokk lögum en það er ekkert einfalt að semja jólalag. Ég þurfti að setja mig í ákveðnar stellingar, drekka jólaöl og borða konfekt,“ segir Gott- skálk og hlær. Hann fékk strax hug myndir að lögum en ákvað svo að taka sér gömlu meistarana til fyrirmyndar. „Ég fór að hugsa með mér hvernig meist- ararnir hafa gert þetta, Bjöggi Halldórs og fleiri. Þeir hafa yfirleitt samið jólatexta við ítalskar ballöður svo ég fór að hlusta á ítalska popptónlist til að skilja hljóma- ganginn. Prófaði svo að setja eitthvað saman með svipaðri blöndu og þá kom þetta bara.“ Gottskálk segir eftirleikinn hafa gengið eins og í sögu. Lítið mál hafi verið að finna hæfileikafólk úr röðum starfsmanna til að syngja og spila og allir boðnir og búnir að leggja hönd á plóginn. „Það var auðveldi hlutinn. Það er margt hresst fólki hér hjá Eimskip sem er til í að prófa ýmislegt skemmtilegt, eitthvað sem brýtur upp daginn. Það var rosalega gaman að vinna þetta og margir voru að stíga vel út fyrir þægindarammann en höfðu gaman af. Sérstaklega þegar myndbandið var tekið, þá vorum við öll langt fyrir utan þæginda- rammann en það lukkaðist vel,“ segir hann hlæjandi. En var hópnum þá ekki tekið eins og rokk- stjörnum á göngunum í fyrirtækinu? „Jú, þú getur rétt ímyndað þér það,“ segir Gott- skálk. „Lagið var spilað í matsalnum og í jólafögnuði hjá öllum deildum og sviðsljósið skein á okkur í nokkurn tíma. Það var auð- vitað gaman að sjá hvað allir voru ánægðir með útkomuna og það er fyrir öllu. Líka hvernig gekk með söfnunina hjá Geðhjálp.“ Aðspurður segir hann hópinn ekki hafa stofnað formlega hljómsveit ennþá en til- tækið hafi þó kveikt ákveðinn neista hjá starfsfólki fyrirtækisins. „Eimskip var allt- af með kór og eftir þetta kom til tals að end- urvekja hann. Þetta lífgaði upp á tilveruna í desember sem oft er dimmur. Kannski búum við bara til nýtt lag, hver veit.“ Eins og rokkstjörnur á göngunum Gottskálk segir lítið mál hafa verið að finna hæfi- leikafólk í fyrirtækinu til að syngja. Starfsmenn stigu út fyrir þægindarammann þegar þeir léku í myndbandi við lagið en allt lukkaðist vel. Tilvonandi rokkstjörnur hjá Eimskip. MYND/ÚR EINKASAFNI Markaðsstjóri Eimskips var efins um jólalagakeppni Geðhjálpar til að byrja með en komst fljótlega á allt aðra skoðun. „Í hreinskilni sagt leist mér ekkert allt of vel á hugmyndina fyrst,“ segir Ólafur William Hand, markaðs stjóri Eimskips, þegar hann rifjar upp fyrstu viðbrögð sín við jólalagasamkeppni Geðhjálpar, Geðveik jól 2011. „Það var mikið að gera hjá okkur á þessum tíma, einum og hálfum mánuði fyrir jól, en við samþykktum að fá þau frá Geðhjálp á fund og hlusta á kynn- ingu á verkefninu. Ég skipti fljótt um skoðun, þetta var einmitt það sem fyrirtækið þurfti á þessum tíma,“ segir Ólafur og bætir við að stuttur fyrirvari hafi reynst kostur þegar upp var staðið. „Við stukkum einfaldlega í málið og spurðum starfsfólk sem er viðloðandi tónlist hvort það væri tilbúið að spreyta sig, fyrir- tækið myndi styðja við bakið á þeim varðandi kostnað og annað. Gottskálk Kristjánsson tók verkið að sér og vinnan fór á fullt. Við auglýstum á innri vefnum okkar eftir hljóðfæraleikurum og söngv- urum, fengum fagfólk til að vinna með okkur að upptöku lagsins og við gerð myndbandsins. Þetta vannst allt með góðri samvinnu.“ Ólafur segir þátttöku Eimskips í keppninni hafa rifið upp andann í fyrirtækinu. Fólk hafi kynnst hvert öðru á annan hátt og lært að vinna hvert með öðru á öðrum grundvelli en dags daglega. Lagið hafi hljómað um allt, starfsmenn horft á það á netinu og allir komist í jólaskap. „Þátttakan í þessari samkeppni reyndist smellpassa inn í þá upp- byggingu sem við höfðum verið í með starfsfólki eftir hrunið,“ segir Ólafur. „Við höfðum haldið nám- skeið um stefnumótun og fleira og þetta reyndist mikið mór- alskt pepp. Mér fannst ljósvaka- miðlar landsins þó ekki taka verk- efninu eins opnum örmum og þeir hefðu átt að gera. Það var miður því þarna lyftu stærstu fyrir- tæki landsins grettistaki í að koma út lagi og myndbandi á mjög skömmum tíma. Það tekur hljóm- sveitir eins og U2 fleiri ár að koma út einni plötu! Við vorum rosalega stolt af okkar starfsfólki og því var leiðinlegt gagnvart þeim og gagn- vart verkefninu sjálfu hvað ljós- vakamiðlarnir voru seinir til. Ég hugsa að það hefði safnast meira ef lögin hefðu til dæmis verið spiluð í útvarpinu,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi ekki verið takmark í sjálfu sér að vinna keppnina. Verkefnið hafi snúist um annað. „Það skipti engu máli hver vann, verkefnið var yfir það hafið. Það var gleðin og ánægjan sem við sáum að okkar starfs- fólk hafði af vinnunni við þetta sem var nóg fyrir okkur. Fólk fékk að kynnast hlutum sem það hafði aldrei reynt áður. Ég viður- kenni að ég var ekki bjartsýnn en það breyttist þegar ég sá hvert stefndi. Við sögðum sem betur fer já við þessu og verðum pott- þétt með aftur ef af verður. Þetta er miklu skemmtilegri keppni en Eurovision!“ Skemmtilegra en Eurovision Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskips, segir þátttöku fyrirtækisins í Geðveikum jólum hafa rifið andann upp í fyrirtækinu í skammdeginu. MYND/GVA Gottskálk H. Kristjánsson, verkefnastjóri í upplýsingatæknideild hjá Eimskip, er höfundur lagsins „Ég óska þér góðra jóla“ en lagið vann jólalagasamkeppni Geðhjálpar, Geðveik jól 2011. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.