Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 34
29. MARS 2012 FIMMTUDAGUR2 ● Geðhjálp Útgefandi: Geðhjálp Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512-5462. Ábyrgðarmaður: Björt Ólafsdóttir. Svandís Nína Jónsdóttir, sérfræð- ingur á greiningarsviði Rannís, vakti athygli fyrir skrif sín um for- dóma á Eyjunni á dögunum. Hér á eftir fer hluti pistils sem hún birti á blogginu. Fordómar eru sennilega lúmskasta og erfiðasta fyrirbæri sem mann- kynið glímir við. Sú mesta ógn sem að okkur steðjar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann við áfall er sú ómeðvitaða hugsun að kannski verðum við dæmd. Höfð að háði og spotti af öllum hinum sem ganga beinu brautina. Maðurinn sem varð gjaldþrota hefur mestar áhyggjur af því að aðrir komist að því, og ver dýr- mætri orku í að halda því leyndu. Móðirin sem á barn í fíkniefna- neyslu tapar sér í vangaveltum yfir því hvað aðrir munu segja. Hvernig aðrir munu bregðast við. Verður barnið stimplað að eilífu? Mun fólk halda að þetta sé mér að kenna? Að ég hafi verið hirðu- laus móðir? Sama gildir um litla drenginn sem er greindur með ADHD. Eða Asperger. Fyrstu við- brögð foreldranna eru oftast nær afneitun sem síðar verður að felu- leik. Lyfin eru falin. Einkennin líka. Kennari barnsins fær þó að vita af þessu (sem nokkurs konar vitorðsmaður) en að öðru leyti er fáum treyst fyrir vitneskjunni. Fordómarnir sem hér eiga í hlut eru þó ekki þessir hefðbundnu „ég-er-hrædd-við-það-sem-ég- þekki-ekki“ fordómar, sem eru komnir til af vanþekkingu og reynsluleysi. Fordómarnir sem hér um ræðir eru meira í ætt við svona „ég-veit-hvað-þér-er-fyrir- bestu“ hugarfar, svona „besserw- issera“-hugsunarháttur. Þetta fólk meinar vel, en er samt svo hræði- lega óþolandi að stundum langar mig til að æpa. Þessi tegund fordóma á við þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. Fólk á þunglyndis- og/eða kvíða- lyfjum hefur bara ekkert úthald lengur, segir fólk. Það er annað en í mínu ungdæmi. Þá stóðu menn bara sína plikt og ekkert væl. Voru stoltir af sinni óhamingju og sínum erfiðleikum og grettu sig framan í heiminn. Nú eru gretturnar alveg out. Nútímamaðurinn vill bara svífa um á bleiku skýi og poppa pillur. Þessi tónn breytist þó örlít- ið þegar um erfiðari geðsjúkdóma en þunglyndi er að ræða. Ef sjúk- lingurinn er nægilega skynsamur til að sýna sig reglulega með úfið hár, tryllt augu og gefa frá sér geð- veikisleg hljóð, hverfur „besser- wisserinn“ á braut og tautar: „hræði legir svona sjúkdómar.“ Og hafnar viðkomandi algjörlega. Vill sem minnst af honum vita. Í þessum pistli tala ég af reynslu. Móðir mín elskuleg er mjög, mjög veik kona. Og hefur alltaf verið. En það sem hefur helst staðið henni fyrir þrifum er ekki sjúkdómurinn í sjálfu sér heldur samfélag í afneitun, sam- félag sem er svo bugað af ótta að það neitar að horfast í augu við erfið vandamál og erfitt fólk. Við gerum allt til að komast hjá því að viður kenna að einhver í okkar innsta hring sé svo sjúkur á geði að erfitt sé að umgangast hann á venjubundinn máta. Þetta veika fólk segir auðvitað svo mikla vit- leysu og er svo illa útlítandi. Er okkur eiginlega til skammar. Því felum við þetta fyrir vinum okkar og skólafélögum. Þó veik sé, hefur móðir mín auðvitað alltaf áttað sig á því að það er verst í heimi að vera geð- veikur. Og því er best að viður- kenna það aldrei. Þó veika hegðun hennar hafi oft valdið því að fólk hafni henni, kýs hún höfnunina frekar en að segja hátt og skýrt: ég er bara geðveik. Og er dálítið að fíla það (sem eru auðvitað ýkjur). Núna er hún loksins komin inn á geðdeild. Okkur syst kinunum til ómældrar hamingju og gleði. Enda hefur líf okkar sjaldan verið auðveldara. Hún vill auðvi- tað ekki vera þar, nei nei. Borgara- lega uppeldið veldur því að henni finnst ekkert verra en að vera á geðdeild. Hvað mun fólk eiginlega segja? Öfugt við hina á geðdeild- inni, segir mamma, þá ber hún ekki tilfinningar sínar á torg. Og hún lítur mjög niður á fólkið sem skælir út í eitt og situr ekki eins og hún, með pókerfeis dauðans, og leggur kapal. Um daginn sat ég hjá henni þegar ein konan fer skyndilega að blístra háværan lag- stúf og slá taktinn með fótunum. Að sjálfsögðu lítur mamma á mig með miklum vanþóknunarsvip og sagði: „þetta er ekki kallað geð- deild fyrir ekki neitt.“ Haha. Ég átti bágt með að skella ekki upp úr. Þarna situr veika móðir mín, sem óttast viðbrögð annarra við veikindum sínum, og fordæmir þá sem henni finnast vera veikari en hún. Mamma vill heldur ekki taka lyf. Það er af og frá. „Haldiði að ég fari að taka lyf eins og einhver geðsjúklingur?“ „Uuuu, mamma,“ tafsaði ég, „þú ert eiginlega dálítill geðsjúklingur fyrir.“ Og baráttan við að koma lyfjum ofan í hana hefur hingað til verið mig lifandi að drepa. Sem stendur þó til bóta núna. Sannleikurinn er sá að geð- deild er yndislegur staður. Þar er fólk af öllum stærðum og gerðum, sem margt hvert hefur upplifað miklar sorgir og mikil áföll. Þar er dásamlegt hjúkrunarfólk, við systkinin megum vísítera þegar okkur sýnist, fá okkur kaffi og spjalla við mömmu. Samt kemur það manni alltaf jafn mikið á óvart að sjá hversu venjulegt þetta fólk er. Þetta gæti verið ég. Eða þú. Sumir dagar eru þó betri en aðrir. Dagurinn í dag var góður dagur. Eiginlega sá besti sem ég hef átt með henni í mörg ár. Allt geðdeild og lyfjunum, sem við pínum ofan í hana, að þakka. Þegar ég heimsótti mömmu í dag, sat hún uppi í rúmi með útvarpið á hæsta styrk og las blöðin. Eins og í gamla daga. Svo ræddum við ýmislegt til sjávar og sveita. Systir mín kom líka og saman sátum við þrjár og skellihlógum. Fengum svo brjálað hláturs kast að það glumdi í byggingunni. Og gerðum grín að geðsjúkdómnum. Og skyndilega fannst mér eins og lífið gæti ekki verið betra. Að ég hafi upplifað djúpa tengingu við sjálfið í mömmu, í stað veiku manneskjunnar sem allra augu beinast að. Og þessi tenging var svo gefandi að ég fékk næstum því tár í augun. Við systurnar sögðum mömmu sögur af alls kyns konum sem við vitum að hafa farið inn á geðdeild og komið út endurnærðar. Og það alger- lega án brennimerkingar. Ég hef sjaldan séð lifna jafn mikið yfir mömmu, enda sturtaði hún pillun- um nánast í sig þegar við fórum. En hvað á að gera við alla þessa andstyggilegu fordóma þarna úti? Satt best að segja veit ég ekki hvort til eru einhverjar lausn- ir við þessu. Og sennilega er ég ekkert betri en næsti maður í þessu efni. En á meðan fólk þjáist að ástæðulausu er þetta óviðun- andi ástand. Feitum börnum er strítt í skólanum. Foreldrar þeirra eru í stöðugri varnarstöðu. Sumir einstaklingar eru með ADHD. Aðrir eru þunglyndir. Eða geð- sjúkir. Og þarfnast stuðnings. Ég stefni nú að því að verða kærleiks- ríkari og umburðarlyndari mann- eskja. Hvað með þig? Kæri lesandi Með útgáfu á Geðhjálparblaðinu viljum við bjóða þér að skyggnast inn í starf félagsins. Bera undir þig þau mikilvægu málefni sem við berjumst fyrir og bjóða þig velkominn til þátttöku. Við erum hagsmunasamtök fólks með geðræn veikindi, að- standenda þeirra og allra annarra sem láta sig geðheilbrigðis- mál varða og vilja vinna þeim til heilla. Við erum frjáls félaga- samtök sem starfa á gömlum og gildum grunni en við erum óhrædd við nýjar leiðir, rökræður og gagnrýna hugsun. Því starfi er rúmast í okkar góða húsi og hjá okkar framúr- skarandi starfsfólki verða ekki gerð tæmandi skil í þessu blaði en hér gefur þó á að líta margt það er við fáumst við á degi hverjum og þau viðtöl sem hér birtast lýsa veruleika þeirra er glíma við geðsjúkdóma á einn eða annan hátt. Daglegt starf okkar gengur virkilega vel og til okkar er stöðug aðsókn. Það má segja að það sé bæði jákvætt og neikvætt. Best væri ef sá hópur sem við styðjum við þyrfti ekki á okkar hjálp að halda, ætti yfir- leitt ekki í vandræðum með að leita réttar síns, fá þjónustu, hlut- tekningu og stuðning frá samfélaginu í heild. En ráðgjöfin og önnur aðstoð hjá Geðhjálp eykst mánuð eftir mánuð og á því eru ef til vill margar skýringar. Við erum til í tuskið, en viljum jafnframt draga ykkur með. Í ár fórum við til að mynda óhefðbundna leið með átakinu „Geð- veik jól“ til að efla almenningsumræðu um geðsjúkdóma með það að markmiði að minnka vanþekkingu sem er undirstaða for- dóma í hinum ýmsu myndum. Ef við erum nógu hugrökk og klár til að fagna fjölbreytileik- anum, hugsa vel hvert um annað og gera kröfur bæði til okkar sjálfra og annarra þá eru okkur allir vegir færir. Það er auðvelt að missa sjónar á stóru myndinni og festast í flækjum kerfis- fræðanna sem við höfum sjálf búið til. Það er enginn að segja að málið sé einfalt, en það er hægt að hætta að staldra við og gera bara eins vel og maður getur. Með bestu kveðju, Björt Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar Velkomin til þátttöku „Fordómar eru sennilega lúmskasta fyrirbæri sem mannkynið glímir við,” segir Svandís. ● AÐALFUNDUR Á LAUGARDAG Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn að Túngötu 7, laugardaginn 31. mars næstkomandi og hefst hann klukkan 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, þar á meðal kjör aðal- og varamanna í stjórn. Athugið að einungis skuldlausir félags- menn hafa kosningarétt. Fordómar: lævís ógn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.