Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 38
29. MARS 2012 FIMMTUDAGUR6 ● Geðhjálp F élagasamtök þurfa sífellt að finna nýjar og hugvit- samar leiðir til að fjár- magna sig og starf Geð- hjálpar væri ekki mögulegt ef að við hlytum ekki styrki ýmiss konar. Síðastliðið haust setti Geð- hjálp á fót í fyrsta sinn átaks- og söfnunarverkefnið „Geðveik jól“ . Viðtökurnar voru framar björtustu vonum og átakið er nú komið til að vera. En hvað eru eiginlega Geðveik jól? Geðveik jól er söngvakeppni milli fyrirtækja þar sem starfs- menn þátttökufyrirtækjanna leggja Geðhjálp lið með flutningi á jólalagi, ýmist frumsömdu eða tökulagi. Síðan er kosið um besta lagið eða besta flutninginn og allur ágóði af kosningunni rennur til Geðhjálpar til að standa straum af kostnaði við fjölbreytt starf okkar. Þetta árið tóku fjór- tán fyrirtæki þátt og má ætla að á milli 100- 200 starfsmenn þeirra fyrirtækja hafi á einn eða annan hátt lagt hönd á plóg. Markmið átaksins er tvíþætt. Í fyrsta lagi styrktarsöfnun eins og komið hefur fram, en „Geð- veik jól“ eru ekki síður sett á fót til þess að hvetja til um- ræðu, helst vitundarvakningu um geðsjúkdóma á sem breið- ustum grundvelli. Við viljum að það sé eðlilegt að tala um geð- sjúkdóma. Með þessari hispurs- lausu, mannlegu og gleðilegu nálgun viljum við hvetja fólk til þess að brjótast úr viðjum feimni og óöryggis þegar það ræðir um geðræn veikindi og margvís- leg áhrif þeirra á okkur öll. Við viljum leggja til grundvöll til umræðu þar sem allir eru vel- komnir, og hvetja helst þá til að taka þátt sem áður hafa ekki haft sig mikið í frammi. Þess vegna leitum við til hinnar venjulegu Gunnu og hins venjulega Jóns á hinum ýmsu vinnustöðum. Við viljum að umræða skapist og að fólk tali saman um allt sem við- kemur geðsjúkdómum. Um stöðu notenda við ýmiss konar kerfi í okkar samfélagi, um margvíslega og mismunandi sjúkdóma, um möguleika, um stuðning, um drif- kraft, um allt sem þarf að ræða um svo að við getum hjálpast sem best að. Það þekkja nefnilega allir til geðsjúkdóma, þeir eru ekki einka- mál fárra. Allir eiga vini,vinnu- félaga, börn, frænku, frænda, foreldra eða aðra að sem glíma við hin ýmsu geðrænu veikindi. Það sem meira er; langflestir eru sammála um grundvallaratriðið; að hlúa verði að þessum stóra hópi fólks og að við sem samfélag gerum það best saman. Starfsmenn þeirra fjórtán fyrir tækja sem tóku þátt í Geð- veikum jólum 2011 sýndu þennan samhug og samtakamátt þegar þeir lögðu lóð sín á vogar skálar okkar í Geðhjálp. En það sem meira er, allir höfðu mikið gaman af og fólk talaði um skemmtilegt hópefli sem sameinað hafði ólíkt fólk innan þessara fyrirtækja. Það er svo annar bónus við átaks- verkefnið sem starfsmenn Geð- hjálpar eru ánægðir með að hafa stuðlað að og hlakka til að gera aftur fyrir næstu jól. Geðveik jól komin til að vera Jón Gnarr borgarstjóri brá sér í gerfi Geðgóðs jólasveins í þágu málefnisins. Markmið átaksins er tvíþætt. Annars vegar styrktarsöfnun og hins vegar til að hvetja til umræðu og vitundarvakningu um geðsjúkdóma á sem breiðustum grundvelli. Eimskip hampaði fyrsta sæti en hér er Björt með fulltrúum Landsbankans sem lentu í öðru sæti. ● VIN HLAUT HVATNINGAR VERÐLAUNIN Geðhjálp veitti sín árlegu hvatningarverðlaun 12. október síðastliðinn og féllu þau í skaut Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mikilvægt er að halda úti fjölbreyttri starfsemi fyrir notendur geðheilbrigðiskerfisins en til stóð að loka Vin nú í mars. Geðhjálp harmaði þá ákvörðun og skoraði á Rauða kross Ís- lands, Reykjavíkurborg og aðra opin- bera aðila að leita úrræða svo Vin gæti haldið áfram óbreyttri starfsemi. Vin, líkt og Geðhjálp, er félags- legur bakhjarl þeirra sem eiga við geðræn veikindi að stríða á Íslandi og hefur starfsemin öðlast virðingu innan geðheilbrigðiskerfisins. Lokun hefði getað skert lífsgæði geðfatlaðra. Í kjölfarið safnaðist rekstrarfé fyrir Vin og er rekstur félagsins nú tryggður til þriggja ára. ● GEÐORÐIN 10 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfi- leika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast ● HVERNIG GERIST ÉG FÉLAGI? Geðhjálp eru óháð hagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra er láta sig geðheilbrigðis- mál varða. Samtökin eru rekin sem frjáls félagasamtök og eru fjármögnuð með styrkjum. Sökum þessa fer mikil orka á vegum félagsins í fjármögnun og styrktarsöfnun. Öllu fjármagni sem kemur inn til félagsins er beint eftir fremsta megni í málstaðinn þannig að það nýtist hagsmuna- hópnum sem allra best. Geðhjálp treystir á velgjörðir sinna félagsmanna sem greiða félagsgjald einu sinni á ári. Margt smátt gerir eitt stórt og því getur fjölgun félagsmanna lyft grettistaki í starfsemi félagsins. Hægt er að gerast félagi með því að skrá sig á www. gedhjalp.is eða hringja á skrifstofu félagsins í síma 570- 1700. Anna Þrúður Þorvaldsdóttir, einn af stofnendum og frumkvöðlum Vinjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.