Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR Er hægt að forrita innsæi og sköpunargáfu? Fimmtudaginn 29. mars kl. 16:30 – 17:30 Stofa M101 í HR Fyrirlesari er Magnús Már Halldórsson ALAN TURING: Faðir tölvunarfræðinnar Hver eru takmörk þess sem tölvur geta gert? Gætu þær t.d. sannað allar stærðfræðisetningar og leyst þannig stærðfræðinga af hólmi? Um þetta snýst dýpsta óleysta spurning tölvunarfræðinnar, „P = NP?“. Við veltum upp sögu þessa viðfangsefnis, afleiðingum mögulegra útkoma og ástæðum fyrir því hve erfiðlega gengur að svara spurningunni. ICE-TCS og tölvunarfræðideild HR efna til fyrirlestraraðar í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Alan Turing: http://icetcs.ru.is/turingyear2012RU.html Lífeyrissparnaður með trausta og góða ávöxtun Landsbankinn býður ölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár. Fullorðna fólkið á æsispennandi páskafrí í vændum á Stöð 2 með mögnuðum kvikmyndum og vönduðum þáttum. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 INHALE Páskadag kl. 21:50 VALKYRIE Laugardaginn 7. apríl kl. 21:50 GAME OF THRONES Annan í páskum kl. 20:55 GREY’S ANATOMY 11. apríl kl. 21:15 PUBLIC ENEMIES Skírdag kl. 21:55 F ÍT O N / S ÍA ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frum- varpi til stjórnarskrár til stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og leggur meirihlutinn til talsverðar orðalagsbreytingar á spurningum sem leggja á fyrir þjóðina sam- hliða frumvarpsdrögunum. Málið verður tekið fyrir á Alþingi í dag, en eigi að verða af þjóðar- atkvæðagreiðslu samhliða forseta- kosningum í sumar, líkt og vilji stjórnarinnar stendur til, verður að samþykkja málið fyrir miðnætti. Að öðrum kosti uppfyllir það ekki frest um slíka atkvæðagreiðslu. Uppákoma varð á Alþingi aðfaranótt miðvikudags þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, fór fram á atkvæða- greiðslu að lokinni umræðu um málið. Þingmenn voru kallaðir út, en þegar til kom gengu Sjálfstæðis menn úr salnum og ekki voru nægilega margir þing- menn í salnum til að atkvæða- greiðslan gæti farið fram. Hún fór fram í gærmorgun og samþykkt var að vísa málinu til stjórnskip- unar- og eftir litsnefndar með 42 atkvæðum. Gunnar Bragi Sveins- son, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, sagði einn nei. Magnús Orri Schram, for maður þingflokks Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli um uppá komuna. „Klækjabrögð sem stunduð voru hér í gær til að hindra að þetta mál kæmist til nefndar voru með Ræðst í dag hvort kosið verður í júní Tillaga um að kosið verði um stjórnarskrá samhliða fosetakosningum í júní var samþykkt til annarrar umræðu í gær. Eigi það fram að ganga þarf að samþykkja hana fyrir miðnætti. Sjálfstæðisflokkur sakaður um klækjabrögð. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna fór fram á atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu um málið í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eftir lagabreytingu árið 2007 þarf ekki lengur að samþykkja mál sérstaklega til annarrar umræðu. Magnús Orri Schram vísaði í máli sínu í upplýsingar frá upplýsingasviði Alþingis. Þar kemur fram að aldrei hefði verið óskað eftir atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu til atkvæðagreiðslu eftir laga- breytinguna og hefðu 400 tillögur farið í gegnum sex síðustu þing án slíkrar óskar. Í tvígang hefði slík ósk komið fram um lagafrumvörp. Krafa einsdæmi hreinum eindæmum eins og þessi gögn sýna og eru ekki algeng í þessum þingsal heldur þvert á móti og eru í raun ömurlegur vitnis- burður um þau klækjastjórnmál sem stunduð eru hér af ákveðnum flokkum, því miður.“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir þetta. Hún sagði Sjálfstæðismenn hafa átt að láta vita að atkvæða- greiðslu yrði óskað. „Þessi fram- koma sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sýndi þarna er að mínu mati mikill dóna- skapur við samþingmenn sína og svo sannarlega hvorki í anda orð- ræðu hennar eigin þingmanna né Alþingi til sóma.“ Ragnheiður Elín Árna dóttir, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, sagði að það að Alþingi samþykki að málið gangi til nefndar sé að gera kröfu um vönduð vinnubrögð. „Er það ekki það sem við erum öll að kalla eftir?“ Hún sagði Alþingi gera kröfu til þess að málið fengi ítar- lega skoðun og efnislega vinnu í nefndinni. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.