Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 50
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. báru að, 6. þys, 8. heldur brott, 9. lærdómur, 11. tveir eins, 12. rót, 14. talía, 16. sjó, 17. blund, 18. annríki, 20. eldsneyti, 21. þráður. LÓÐRÉTT 1. gróðurtegund, 3. ógrynni, 4. sæfrauð, 5. dýrahljóð, 7. biðja ákaft, 10. mas, 13. grús, 15. málmur, 16. verkfæri, 19. númer. LAUSN Ok, sjáðu! AAA! Terribiliter foedis! Þetta þarfnast 8 daga kúrs með kremum og þrýstingi! Vá Kjartan! Þú kannt á bólur! Kann? Ég er mað- urinn sem gaf þeim andlit! Hvað getur maður gert? Það eru ýmsir mögu- leikar! Þú getur smurt hana með sárakremi, Clearasil bóluefni, kartöflumjöli, Jack Daniels, bensíni eða góðri blöndu af hamstraþvagi og tannkremi. Og virkar það? Nei! Þú getur alveg eins kreist úr henni líf- tóruna og farið í felur í viku. Það er í uppáhaldi hjá mér! Palli og Pierce bökuðu piparköku- karla í dag. Grunaði það. Sko, ég veit hvað á að gerast hérna. En í alvöru talað, ég þarf að fara. Ég þarf að vakna snemma í fyrramálið. Geturðu rétt mér blýant, elskan? Ekki nota blýant. Notaðu eitthvað varanlegra. Eitthvað sem er ekki hægt að þrífa af. Blek? Nei. Þetta. Rabbar- barasultu? Trúðu mér. Ég hef eytt lífi mínu í að reyna að þrífa svona bletti. LÁRÉTT: 2. komu, 6. ys, 8. fer, 9. nám, 11. rr, 12. grams, 14. blökk, 16. sæ, 17. lúr, 18. önn, 20. mó, 21. garn. LÓÐRÉTT: 1. lyng, 3. of, 4. merskúm, 5. urr, 7. sárbæna, 10. mal, 13. möl, 15. króm, 16. sög, 19. nr. Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í ras-ismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. HÉR þarf ekki að fjölyrða um hve rasismi er í eðli sínu ógeðfellt fyrirbrigði og hve miklar hörmungar margir hafa mátt þola vegna hans. En einmitt í ljósi þess sætir nokkurri furðu að ekki skuli vera meira rætt um rasisma en raun ber vitni, það er að segja af því sem kalla má yfirvegun. Virðist sem ekki eigi aðeins að viðhafa núll umburðarlyndi gagnvart rasismanum sjálf- um heldur líka gagnvart umræðu um hann, ef hún er ekki alveg samkvæmt bókinni. KYNÞÁTTAFORDÓMAR eiga ekki að líðast undir nokkrum kringumstæðum og berjast ber gegn þeim hvar og hve- nær sem þeir birtast. En afsakið mig þótt ég standi stundum sjálfan mig að því að klóra mér í höfðinu og hugsa hvað nákvæmlega teljist til kynþáttafordóma. Gilda algjörlega hreinar línur eða býður efnið upp á mat? Felast alltaf kynþátta- fordómar í ósmekklegum orðum sem vísa til kynþáttar? Lýsir fólk sem grípur til kynþátta níðs þar með ósjálfrátt yfir burðum eigin kynþáttar gagnvart öðrum, jafnvel þótt það hafi það ekki í hyggju? Eru móðganir með vísun í kyn- þætti alltaf alvarlegri en aðrar móðganir? Hvað með öll hin ógeðslegu orðin sem við kunnum? KVEIKJAN að þessum vangaveltum er atvik sem varð í fótboltaleik fimmtán ára stráka um daginn. Leikmaður viðhafði algjörlega ömurleg orð um andstæðing sinn sem vísuðu til kynþáttar hans. Sá reiddist og svaraði fyrir sig með hnefunum. Aganefnd Knattspyrnusambandsins dæmdi þann er lét orðin falla í þriggja leikja bann, hinn fékk sex leikja bann fyrir barsmíðarnar. Sú ákvörðun hefur vakið athygli og finnst sumum sem nefndin hafi snúið hlutunum á haus. Umræður um atvikið hafa ekki verið öfgalausar með öllu. Á SÍNUM tíma auðnaðist okkur ekki að tala af þokkalegri skynsemi um hvort Tíu litlir negrastrákar væri rasismi eða ekki. Þeir sem veltu fyrir sér menningarlegu samhengi eða því um líku voru samstundis úrskurðaðir rasistar. AUÐVITAÐ má ekki fara niðrandi orðum um aðra og það má alls ekki fara niðrandi orðum um kynþátt annarra. Best er að inn- ræta börnum það um leið og þau hafa aldur til að skilja. Mér er þó til efs að kynþáttafor- dómum verði útrýmt með fordæmingunni einni saman. Samræða og upplýsing eru lík- legri til árangurs. Rasismi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.