Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 26
26 29. mars 2012 FIMMTUDAGUR Ég bjó einu sinni í Þing holtunum með móður minni. Við þá götu eru stöðumælar sem hafa alla tíð valdið mér miklu hugarangri. Þegar vinir og fjölskylda hugðust heimsækja mig þurftu þau að sætta sig við það að borga fyrir það að leggja bílnum í ásættan- legri fjarlægð frá húsinu. Þessi tiltekna gata er bara venjuleg íbúðargata og hún liggur að Skóla- vörðustígnum. Stöðu mælarnir eru þó ekki alslæmir. Þegar ég bjó þarna sá ég að klinkið sem gestirnir þurftu að greiða í mælana er fórnar kostnaður þess að stæðin séu ekki teppt allan liðlangan daginn af fólki sem vinnur í nágrenninu. Ég lærði því að lifa í sátt við þá, því það er jú illskárri kostur að bjóða gestum upp á gjaldskyld stæði frekar en engin stæði. Það er rétt að taka það strax fram að ég hef setið báðum megin borðsins í þessu máli því nú er ég flutt úr miðbæn- um og því búin að taka að mér hlutverk gests stöðumæla svæðisins. Þegar ég fer að heim- sækja móður mína, sem gerist nánast daglega, þá verð ég að borga í stöðu- mæli ellegar sitja uppi með himin- háar sektir. Í mínu tilfelli gerir þetta það að verkum að ég reyni að koma ekki nema þegar stöðumæl- arnir eru í „fríi“, sem er eftir kl. 18 á virkum dögum. Þetta er það sem kaupmenn miðbæjarins þurfa líka að sætta sig við. Eðlilega vill enginn hafa stöðumæla fyrir utan verslunina sína en ef það er það sem þarf til þess að stæðin séu ekki í notkun allan daginn af öðrum en við- skiptavinum þá eru kostir þeirra fleiri en gallarnir. Hlutverk gjaldskyldra stæða Sýn mín á gjaldskyld stæði er því þessi; gjaldskyldan er í þágu okkar allra. Ég hef aldrei litið þannig á það að ég sé að borga fyrir það eitt að fá að leggja bílnum mínum þegar ég set pening í stöðumæli enda væri það fráleitt að það kostaði að leggja í einu hverfi en ekki öðru. Ég hef litið á það þannig að þetta væri allt í þágu íbúa svæðisins, af ofangreindum ástæðum, og ekki síður þeirra sem reka fyrir tæki þar. Að leggja í þessi stæði á ekki að vera mikill kostnaður nema að þú sért í því allan daginn. Þeir sem þurfa að stoppa á þessum gjald- skyldu stæðum í lengri tíma hafa þess kost að leggja í bílastæðahús sem er mun hagstæðara. Reyndar finnst mér að það ætti að vera frítt fyrsta klukkutímann til þess að fleiri myndu nota húsin en það er kannski aðeins út fyrir efnið að svo stöddu. Skert samkeppnishæfni verslana svæðisins Stjórn FUF í Reykjavík birti nýlega eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykja- víkur. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja samkeppnis- hæfni verslana í miðborginni. Ungir framsóknarmenn í Reykja- vík minna á það að stöðumælarnir eru nú þegar að þjóna tilgangi sínum sem er að rýma stæðin reglulega og tökum við því undir með verslunareigendum að hækkunin sé fullkom- lega óþörf. Tilefni ályktunar- innar er að nú stendur til að hækka gjald fyrir bílastæðin úr 150 kr. á klst. í 250 kr. og lengja gjaldskyldan tíma. Til- lögunni hefur nú þegar verið beint til borgar- ráðs og ef hún verður staðfest er áformað að þetta taki gildi 15. apríl næstkomandi. Að nota stöðumælana til þess að auka inn- komu borgarinnar þegar þrengir að er augljóslega á skjön við þær hugmyndir sem ég hef um notagildi mælanna. Þeir verslunareigendur sem þegar hafa tjáð sig um málið eru sammála um að flæðið í og úr stæðunum er fullkomlega ásætt- anlegt í núverandi ástandi og sem fyrrverandi íbúi og tíður gestur svæðisins er ég því sammála. Úr tilkynningu frá Reykja- víkurborg er þessi hækkun m.a. réttlætt með því að skýra frá því að þessi gjöld séu mun hærri í borgum skandinavískra frænda okkar. Þetta þykja mér þunn rök í ljósi stöðu margra verslana mið- borgarinnar okkar. Við vitum öll, sem kærum okkur um að vita, að það hefur verið mikið vanda- mál að fá Íslendinga til þess að klæða sig í gallann yfir vetrar- mánuðina og nota Laugaveginn til jafns við verslunarmiðstöðvarnar. Illa ígrundaðar og illa tímasettar hækkanir gætu fælt þá fáu sem þó gera það frá sem myndi fljótt skila sér út í verðlagið og setja af stað dómínóáhrif í gegnum veikar stoðir samfélagsins. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja sam- keppnishæfni verslana í miðborginni. Ágætu Austfirðingar og lands-menn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarða- byggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitar stjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niður- stöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggi íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sam- einast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegafram- kvæmda. Þennan hátt ætti að við- hafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfé- lags, án þess að fara um stórhættu- lega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fag- fólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmála- manna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð fram- kvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Odds- skarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla lands- ins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitar félaginu er mikil verð- mætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitar- félaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð. Öryggissjónarmið eiga að ráða forgangsröðun vegaframkvæmda Samgöngur Elvar Jónsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð Höfnum hækkun bílastæðagjalda Samfélagsmál Snædís Karlsdóttir formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Konfúsíusarstofnunin norðurljós sýnir heimildamyndina Sýnd í Odda 101, í dag kl. 17:00 Kína: Byltingaöldin - 3. hluti Undir rauða fánanum Hádegisfyrirlestur Steingríms Þorbjarnarsonar Nám í Kína árið 1988 Lögberg 103, föstudaginn 30. mars kl. 12:00-13:00 Allir velkomnir Aðgangur ókeypis Söluferli TM hafið landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Stoðir hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé sínu í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Um er að ræða 99,94% útistandandi hlutaár í félaginu og er það til sölu í heild eða að hluta. TM er eitt stærsta tryggingafélag landsins. Félagið byggir á 56 ára farsælli sögu, er árhagslega sterkt og rekstur þess er traustur. Í lok árs 2011 nam eigið fé TM 12,2 milljörðum króna og var eiginárhlutfallið 41,8%. Áhugasömum árfestum er bent á að setja sig í samband við Fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans, á netfangið tm@landsbankinn.is. Nálgast má stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað vegna hæfis - mats á vef bankans, landsbankinn.is. Þeir árfestar sem uppfylla skil yrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarleg kynningargögn um TM og gera óskuldbindandi tilboð á grundvelli þeirra gagna. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum er til kl.12:00 föstudaginn 4. maí 2012. Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.