Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 24
24 29. mars 2012 FIMMTUDAGUR
Fyrir nokkrum árum framdi einstaklingur sjálfsmorð eftir
gróft persónuníð á forsíðu DV. Við-
komandi var borinn alvarlegum
sökum í blaðinu án þess að sekt
hans væri sönnuð. Rannsókn máls-
ins lauk aldrei því maðurinn svipti
sig lífi áður en rannsókn lauk.
Ferli ritstjóranna sem þá stýrðu
DV lauk hins vegar skjótt eftir
þessa umfjöllun því þjóðin reis upp
gegn DV og hætti að kaupa blaðið.
DV varð gjaldþrota og síðar
yfirtekið af núverandi ritstjórum
sem lofuðu bót og betrun eftir tvö
kennitöluflökk. Þriðja kennitölu-
flakkinu var naumlega afstýrt
nýlega með peningagjöf huldu-
manns en útgáfufélag DV hefur
a.m.k. fimm sinnum orðið gjald-
þrota og þannig hlaupið undan
ábyrgð sinni.
Lítið hefur breyst hjá DV eftir
síðasta kennitöluflakkið. Rit-
stjórnin er sokkin í sama ritrottu-
ræsið og áður. Blaðið er svo lítið
lesið að ekki er hægt að halda því
úti sem dagblaði og er nú gefið út
sem einhvers konar slúðurtímarit
einstaka sinnum.
DV hefur algerlega misst fót-
festu á fjölmiðlamarkaði þannig
að ritstjórinn sér sig nauðbeygð-
an til að fá lánaðar síður annarra
fjölmiðla undir DV-slorið. Nú síð-
ast með grein í Fréttablaðinu þar
sem hann rakkaði niður ágætan
hæstaréttarlögmann og dómstóla
landsins fyrir að standa vaktina
fyrir fórnarlömb DV.
Ritstjórar DV eru nú marg-
dæmdir sakamenn og óumdeildir
Íslandsmeistarar í rógburði, æru-
meiðingum og skáldskap borið
út undir formerkjunum „fréttir“,
en sem ætti með réttu að kallast
„lygasögur Gróu á Leiti“.
DV ritstjórinn fór mikinn í
Fréttablaðinu að dómstólar reyni
að stöðva fréttir af „hvítflibba-
glæpum“. Ritstjórinn virðist ekki
skilja að vandamálið sem hann á
við að etja er ekki uppsprottið í
héraðsdómi heldur í hans eigin
haus og ritstjórn en þaðan flæða
yfir okkur dylgjur, níð, rógburður,
ærumeiðingar, lygasögur og annar
álíka viðbjóður og mannvonska.
Menn sem eru vitni í málum eru
allt í einu orðnir sekir í málinu á
forsíðu DV án þess að sú sekt sé
sönnuð eða til umræðu hjá rann-
sóknaraðilum.
Ritstjórum DV væri nær að líta
í eigin barm og íhuga hvers vegna
þeir eru bendlaðir við alvarleg
kynferðisbrot í öðrum fjölmiðlum.
Gætu þeir sjálfir átt þátt í því að
búa til þann raunveruleika í okkar
litla samfélagi? Gæti einnig verið
að ítrekað kennitöluflakk þeirra
flokkist undir „hvítflibbaglæpi“?
Nú hefur DV aftur farið yfir
strikið er þeir réðust á blá sak-
lausan mann að ósekju og ollu
honum óverðskuldugu hugarangri
með niðrandi umfjöllun og til-
vitnun eftir ónafngreindri Gróu
í Vesturbænum. Ég tók honum
opnum örmum þegar hann mætti
á mitt heimili og sagðist vilja fá
mig sem forseta og vilja starfa
með okkur í að afla meðmælenda.
Hann hefur síðan unnið með mínu
teymi og staðið sig einstaklega vel.
Það sem ég þekki af þessum góða
dreng er ekkert nema gott. Hann
hefur staðið sig 100%, mætt manna
fyrstur og leyst sín verkefni af ein-
stakri alúð og samviskusemi.
Því miður er ekki jafnt gefið í
okkar þjóðfélagi. Meðal bræðra
má finna öfgarnar í báðar áttir. Í
okkar litla samfélagi hafa sumir
sopið vel af allsnægtum á ríkis-
spenanum í hæstlaunuðu bitlinga-
sætunum, á meðan aðrir, jafnvel
innan sömu fjölskyldu, hafa þurft
að berjast fyrir öllu sínu og eiga
um sárt að binda.
Mínar dyr standa öllum opnar,
hvar sem þeir standa í þjóðfélags-
stiganum. Nái ég kjöri sem forseti
Íslands þann 30. júní n.k. mun ég
einnig opna forsetasetrið og bjóða
öllum Íslendingum háum sem
lágum, í veglega afmælisveislu
þann 4. ágúst n.k. á Bessastöðum.
Skora ég á landsmenn að merkja
við 4. ágúst í dagatalinu sem hér
segir: „Forsetinn á afmæli – Mér
er boðið til veislu á Bessastöðum“.
Yfir strikið
Fréttir DV
Ástþór
Magnússon
forsetaframbjóðandi
Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta.
Ég skrifa þessa grein til að skora
á Katrínu Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra til að gefa kost á sér
til embættisins.
Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt
allt frá því hún var á framhalds-
skólaaldri að hún er vel til for-
ystu fallin. Skjótur frami hennar
í pólitík er merki um mikla hæfi-
leika. Menntamálaráðuneytið er
eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti
ríkis stjórnarinnar. Hún hefur leyst
forystuhlutverk sitt þar af hendi
með mikilli lagni, þannig að friður
er um embættið – sem er langt frá
því að vera sjálfgefið – og hún
hefur mælst vinsælasti ráðherra
ríkisstjórnarinnar frá upphafi
eins og fram kom í hádegisfréttum
ríkis útvarpsins á sunnudag.
Katrín Jakobsdóttir hefur ein-
lægan áhuga á fólki. Hún leggur
sig fram um að hlusta á fólk og
skilja viðhorf þess. Hún sýnir sam-
borgurum virðingu og er auðmjúk
í framgöngu. Hún setur sig vel
inn í mál og hefur víðtæka þekk-
ingu og skilning á þeim málefnum
sem undir hana heyra, kynnir sér
sjónar mið aðila, ræðir hlutina og
hefur hæfileika til að lenda málum
þannig að sátt ríki.
Mikilvægt einkenni á leiðtoga-
færni Katrínar Jakobsdóttur eru
heilindi hennar. Menn geta treyst
orðum hennar. Og ég er sannfærð
um að hún mun aldrei setja eigin
hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni
sem hún hefur skuldbundið sig til
að sinna í þágu þjóðarinnar.
Leiðtogunar er þörf víða um
heim og mikið liggur við að sannir
leiðtogar stígi fram og taki að sér
forystu í þágu fólksins. Jafnframt
þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga
að ákveða að fylgja þeim. Von
okkar liggur í því að sannir leið-
togar taki forystuna og gott fólk
veiti þeim stuðning. Þess vegna
hvet ég Íslendinga til að flykkjast
um Katrínu Jakobsdóttur og fara
þess á leit við hana að hún gefi kost
á sér til forsetaframboðs.
Forsetakosningarnar eru tæki-
færi til nýs upphafs á Íslandi. For-
setinn fær það táknræna hlutverk
að sameina íslenska þjóð. Katrín
Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga
af alvöru að gefa kost á þér til
embættis forseta Íslands.
Katrín Jakobsdóttir
verði forseti Íslands
Forsetaembættið
Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir
skólameistari
Fjölbrautaskólans í
Breiðholti
Smiðjuvegi 2 · Kópavogi
Sími 544 2121
www.rumgott.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 11-16
Löggiltir dýnuframleiðendur
– Starfandi í 60 ár
NÝ SENDING AF HÁGÆÐA ARINELDSTÆÐUM