Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 60
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR40 popp@frettabladid.is HEILSA Í nútímasamfélagi situr fólk lengur en áður og getur það haft slæmar afleiðingar á heilsu fólks. Vefsíðan Health.com ráð- leggur fólki að nýta hvert tækifæri til að standa upp frá skrifborðinu yfir vinnudaginn og auka þannig á blóðflæði og hreyfingu. Meðal þess sem ráðlagt er að gera er að ganga um á meðan þú sinnir persónulegum símtölum í farsímanum, þannig kemst blóð- flæðið af stað og fólk teygir svo- lítið úr fótleggjunum í leiðinni. Annað gott ráð er að hætta að senda vinnufélögum netpóst og standa heldur upp og ræða við þá í eigin persónu. Fólki er einnig ráð- lagt að breyta oft og reglulega um stöðu í stólnum, krossleggja fætur og standa reglulega upp. Á fætur í vinnunni STATTU UPP Fólk sem vinnur við tölvu á að standa oft og reglulega upp úr sæti sínu. NORDICPHOTOS/GETTY LÍFIÐ ER FERÐALAG ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 90 49 0 3/ 12 TILBOÐ 16.990 KR. HIGH PEAK NEVADA Þriggja manna tjald með fortjaldi. Vatnsheldni: 2.000 mm. Þyngd: 3.980 g. Verð áður: 19.990 kr. TILBOÐ 14.990 KR. TNF ALEUTIAN Hentugur til notkunar sumar, vor og haust. Þyngd 1.545 g. Þolmörk -5°C. Verð áður: 19.990 kr. ÚRVAL FERMINGARGJAFA Á FRÁBÆRU VERÐI TILBOÐ 18.990 KR. HIGH PEAK TRANGO 65 Vandaður og traustur bakpoki með góðu burðarkerfi. Þyngd: 1.850 g. Verð áður: 23.990 kr. TILBOÐ 29.990 KR. HIGH PEAK VIPER 1400 Vandaður léttur dúnsvefnpoki. Þolmörk: -6°C. Þyngd: 1.275 g. Þriggja árstíða. Verð áður: 39.990 kr. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS Marsmánuður hefur verið einkar viðburða- ríkur fyrir þá sem hafa gaman af tísku og hönnun en í dag hefst tískuhátíðin Reykja- vik Fashion Festival. Ýmsar uppákomur eru í Reykjavík í tengslum við hátíðina, sem er einstaklega glæsileg í ár. Fréttablaðið kynnti sér þá viðburði sem tískuunnendur mega alls ekki láta framhjá sér fara á RFF. Hægt er að kaupa miða á tískusýningarnar, sem fara fram í Hörpu á morgun og laugar- dag, á vefsíðunni midi.is. TÍSKUVEISLA RFF HAFIN TÍSKUVAKA Stjórnendur RFF blása til svokallaðrar tískuvöku í miðbæ Reykjavíkur í kvöld að erlendri fyrirmynd. Tískuborgir hafa yfirleitt haldið Fashion Night Out í tengslum við tískuvikurnar þar sem búðirnar halda upp á tískuhátíðina hver með sínum hætti. Um 47 búðir á Laugavegi og Skólavörðustíg ætla að taka þátt og hafa opið til klukkan 21 í kvöld. Það er því um að gera að kíkja í búðirnar sem flestar eru fullar af vorvörum. ELLA BY ELINROS LINDAL Fatahönnun Elínrósar Líndal, Ella, hefur vakið mikla eftirtekt en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í Reykjavik Fashion Festival. Klæðileg og falleg snið eru aðalsmerki Ellu en ilmvötn og kerti úr hennar smiðju hafa einnig verið vinsæl. Ef marka má fatnaðinn frá Ellu má búast við því að vandað verður vel til verka í sýningunni, sem er sú fyrsta á laugardagskvöldinu. HRESSANDI SÝNING Kormákur og Skjöldur, með fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson í fararbroddi, sýna nýja herrafata- línu frá verslun- inni á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í tískuhátíðinni. Kormákur og Skjöldur loka sýningarkvöldinu í Hörpu á morgun. PALLBORÐSUMRÆÐUR UM TÍSKU Á laugardaginn verða haldnar pallborðsumræður um tískuiðnaðinn á hótel Reykjavík Natura. Salman Khokhar stjórnar umræðunum en hann á ráðgjafafyrirtækið Koka Consulting í New York sem sérhæfir sig í stjórnunar- ráðgjöf fyrir ung og vaxandi tískufyrirtæki. Það er því um að gera fyrir áhugasama að fjölmenna en meðal fyrirlesara eru Áslaug Magnúsdóttir, stofn- andi tískufyrirtækisins Moda Operandi, Rúnar Ómarsson stofnandi Nikita, fatahönnuður- inn Bernhard Willhelm og Edda Guðmundsdóttir starfandi stílisti i New York. RAUTT Í TÍSKU Vísindamenn halda því fram að rauðhærðu fólki fari fækkandi, og getur svo farið að rauðhærðir verði útdauðir innan 100 ára. Rautt er þó tískuliturinn um þessar mundir og sífellt fleiri sem kjósa að lita hárið rautt. Þeirra á meðal má nefna stórstjörnuna Rihönnu. lifsstill@frettabladid.is 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.