Fréttablaðið - 29.03.2012, Side 22

Fréttablaðið - 29.03.2012, Side 22
22 29. mars 2012 FIMMTUDAGUR Fyrir skömmu skrifuðust full-trúar meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á um þátttöku trú- og lífsskoðunar- félaga í velferðarþjónustu hér í Fréttablaðinu (14. og 15. 3.). Það sem umræða þessara aðila þyrfti þó helst að snúast um er hvert sé ásættanlegt lágmark í þeirri þjónustu sem hið opin- bera veitir þeim sem standa höllustum fæti í samfélagi okkar. Margs konar velferð Mögulegt er að byggja upp vel- ferðarkerfi eftir ólíkum leiðum. Sú leið sem helst hefur verið farin á Norðurlöndunum felst í að hið opinbera kostar velferðar- kerfið af skattfé okkar. Kostir þess eru fjölmargir. Það er t.a.m. lögboðin skylda ríkis og/eða sveitarfélaga að tryggja öllum mannsæmandi lágmarkslífskjör en slíkt er frumlægur réttur okkar hver svo sem staða okkar er að öðru leyti. Margir hafa aftur á móti bent á það sem ókost að þetta fyrirkomulag geti firrt okkur samfélagslegri og sam- mannlegri ábyrgð. Þeir líta þá svo á að það sé kostur að við sem betur erum sett látum eitthvað af hendi rakna til almennrar velferðar af fúsum og frjálsum vilja. Önnur leið er að velferðar- kerfið sé í ríkum mæli byggt upp af frjálsum félagasamtökum sem heyra „þriðja geiranum“ til sem samanstendur af samtökum og stofnunum sem starfa utan hins opinbera og sækjast hvorki eftir hagnaði né dreifa honum. Þessum geira tilheyra líknar- félög, hjálparsamtök og stofnan- ir, trúfélög og neytendafélög svo nokkuð sé nefnt. Veik leikar vel- ferðarkerfis sem hvílir á „þriðja geiranum“ er að í skjóli þess getur hið opinbera vísað frá sér ábyrgð og stjórnvöld látið félaga- samtökum eftir að ráða ferðinni í velferðarmálum. Bland í poka? Velferðarkerfi okkar er sam- þætt úr þessum tveimur leiðum. Við höfum byggt hér upp kerfi sem hvílir á hinni norrænu velferðar hugsun. Hjá okkur liggur hið félagslega öryggis- net þó lágt og möskvar þess eru stórir. Af þeim sökum hafa margir lent hér í frjálsu falli. Fé hefur aldrei legið hér á lausu til velferðarmála ýmist vegna stefnu stjórnvalda eða sökum þess að fé skorti eins og segja má eftir Hrun. Á móti kemur að sjálfboða- samtök af ýmsu tagi hafa verið virk í velferðarmálum og þátttaka í landssöfnunum hefur verið góð. Ætíð verður þó að spyrja hversu mikið hið opinbera geti dregið úr þjón- ustu sinni án þess að bregðast skyldum sínum í því velferðar- samfélagi sem við viljum flest vera hluti af. Þáttur trú- og lífsskoðunarfélaga Trú- og lífsskoðunarfélög hafa ætíð verið fyrirferðarmikil innan „þriðja geirans“ enda er það samofið eðli þeirra flestra að vinna að samfélagsmálum. Þegar kristin trúfélög eiga í hlut má benda á að sagan af miskunnsama Samverjanum er ein af lykilsögunum sem notaðar eru til að lýsa inn- taki trúarinnar. Það er hluti af kristinni trú að vinna að vel- ferð. Þá er það gömul reynsla og ný að meira verður oft úr peningunum þar sem starf og hugsjón fara saman eins og oftast er í trú- og lífsskoðunar- félögum. Það væri því skaði ef sam tökum af þessu tagi væri ýtt út úr velferðar geiranum eða byggðir upp eld veggir milli þeirra og hins opinbera félags- málakerfis. Betra væri að þétta samvinnu hins opinbera og „þriðja geirans“ með hagsmuni neytendanna í huga. Þegar hið opinbera gengur til samstarfs við trú- og lífs- skoðunarfélög á sviði velferðar- þjónustu sem m.a. felur í sér styrk af almannafé er nauð- synlegt að reglubundið faglegt eftirlit sé með starfinu, að séð sé til þess að styrkurinn fari aðeins til velferðarmála en ekki annars starfs og að ekki sé kraf- ist þátttöku í trúariðkun í vel- ferðarþjónustu sem kostuð er af almannafé. Hitt ætti aftur á móti að vera hættulítið að trúar- tákn séu til staðar eða trúar- rit liggi frammi til frjálsra nota þar sem þjónustan er veitt. Hætta á innrætingu? Í þessu mikilvæga máli ríður mest á að sem flestir sameini krafta sína í fjölbreyttu og þróttmiklu starfi meðal þeirra sem verst eru sett, sem og að hið opinbera hlaupi ekki undan merkjum sem fyrsti ábyrgðar- aðili á því sviði. Hitt virðist fullmikil rétthugsun að hafa áhyggjur af því að fullorðið fólk verði fyrir trúarlegri innræt- ingu þótt trú- eða lífsskoðunar- félög veiti þjónustuna sé fyrr- greindra viðmiða gætt. Á þessu sviði gilda þrátt fyrir allt aðrar aðstæður en í skyldunáms- skólum og því ómögulegt að færa reglur um svigrúm trú- og lífsskoðunar félaga þar óbreytt- ar yfir á velferðarþjónustu meðal fullorðinna sem fara með eigið forræði. Í því gæti falist forræðis hyggja sem sjaldan á rétt á sér! Velferðarþjónusta og trú Samfélagsmál Hjalti Hugason prófessor Ragnheiður Sverrisdóttir djákni Við höfum byggt hér upp kerfi sem hvílir á hinni norrænu velferðarhugsun. Hjá okkur liggur hið félagslega öryggisnet þó lágt... Sjáðu verðið!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.