Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 2. apríl 2012 13 Skráðu litla snillinginn til leiks á www.kreditkort.is Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Eitt barn á aldrinum 7-9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á úrslitaleik UEFA Champions League í Munchen í maí. Þar fær barnið að leiða leikmann inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá barnið og nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 1. apríl–30. apríl 2012. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í úrslitaleik UEFA Champions League í Munchen F ÍT O N / S ÍA SKIPULAGSMÁL „Ég hef sagt að ég sé tilbúin til að skoða Perluna sem hugsanlegt húsnæði fyrir náttúru- minjasafn en mér finnst það vera sjálfstæð ákvörðun og ekki hanga endilega á einhverjum þriðja aðila,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Eins og fram hefur komið vilja hæstbjóðendur í söluútboði reisa viðbyggingar við Perluna og að ein þeirra hýsi „Náttúrugripasafn Íslands“ sem svo var nefnt áður en heiti þess var breytt í Náttúru- minjasafn Íslands. Katrín segir Náttúruminja safnið nú vera í bráðabirgðahúsnæði í loft- skeytastöðinni á Melunum. „Það hefur komið fram umræða, eftir að upp kom að Perlan væri til sölu, að hún gæti verið hentugt húsnæði fyrir þetta safn. En þessi hugmynd sem kemur frá þessum tilboðs- gjöfum hefur ekki komið hing- að inn í menntamálaráðuneyti,“ segir ráðherra og undir strikar að hún hafi aðeins heyrt um áform hæstbjóðendanna í fjölmiðlum. Hún sé ekki einu sinni viss um að þeir séu að vísa til Náttúruminja- safns Íslands með tillögu sinni um náttúru gripasafn. Fyrirspurn um umræddar breytingar á Perlunni var á mið- vikudag tekin fyrir í Skipulagsráði Reykjavíkur sem vísaði málinu til umsagnar hjá skipulagsstjóra. - gar Menntamálaráðherra segir húsnæðismál Náttúruminjasafns óháð þriðja aðila: Perlumenn ekki rætt við ráðuneytið NÁTTÚRUPERLAN Hæstbjóðendur í Perluna vilja reisa viðbyggingu undir náttúrugripasafn við húsið. MYND/FREYR FROSTASON THG ARKITEKTAR DÓMSMÁL Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnars- syni fyrir meiðyrði. Friðrik telur að sér vegið í tveimur pistlum sem Ólafur birti á vefmiðlinum Pressunni, fyrst í júlí 2010 og svo í júlí 2011. Þar hélt Ólafur því fram að LÍÚ, fyrir tilstilli og undir stjórn Friðriks, styddi vefinn AMX til nafnlausra níðskrifa með dulbúnum fjárframlögum sem næmu tuttugu milljónum á ári. Friðrik krefur Ólaf um eina milljón króna í miskabætur og auk þess um 1,6 milljónir til að standa straum af kostnaði við að birta dóminn í fjölmiðlum. Málið verður tekið fyrir 10. apríl. - sh Telur að sér vegið í pistlum: Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm ÓLAFUR ARNARSON FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON SJÁVARÚTVEGUR Félagsfundur Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, mótmæl- ir frumvarpi um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og krefst þess að fram fari þjóðar- atkvæðagreiðsla um framtíðar- skipan fiskveiðistjórnunarkerf- isins. Dögun bendir á að frum varpið tryggi núverandi handhöfum aflaheimilda forgangsrétt til 40 ára. Það sé hvorki í samræmi við loforð ríkisstjórnarflokkanna, né sjónarmið í stjórnarsáttmála ríkis stjórnarinnar. - áas Dögun mótmælir frumvarpi: Vilja frumvarp í þjóðaratkvæði FRAMKVÆMDIR Átaksverkefni við sundlaugamannvirki mun kosta borgarsjóð 500 milljónir króna á þessu ári. Um endur- gerð, viðbætur og viðgerðir er að ræða í átaki sem hófst í fyrra við Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöllina, Vesturbæjarlaug og ylströndina í Nauthólsvík. Ljúka á þessum framkvæmdum en einnig hefjast handa við nýtt verkefni til að bæta aðstöðu og öryggi. Þá á að hefja framleiðslu á klór til að nota meðal annars í Breiðholtslaug. Þetta kemur fram í greinargerð með tillögu sem borgarráð vísaði til starfs- hóps um framtíð sundlauganna í Reykjavík. - gar Átaksverkefni í Reykjavík: Sundstaðir fá hálfan milljarð LAUGARDALSLAUG 300 milljónir fara á þessu ári til framkvæmda í Laugar- dalslaug. NÝSTÁRLEGUR KJÓLL Á tískusýningu í Peking í Kína mátti líta þennan sér- stæða kjól frá frönskum tískuhönnuði. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.